Alþýðublaðið - 18.07.1967, Blaðsíða 4
Hltstjórl: Benedikt Grðndal. Slmar 14900—14903. — Auglýsingasiml:
14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið viö Hveríisgötu, Kvik. — Prentsmiðja
Alþýðublaðsins. Síml 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — t lausa*
. eölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlmi.
GÖTURNAR
*
í SÍÐUSTU bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík var
afstaða Alþýðuflokksins sú, að margt hefði verið vel
gert undir stjórn meirihlutans, það væri rétt að við-
urkenna, en margt hefði einnig farið miður, og var
það gagnrýnt. Niðurstaðan varð sú, að meirihlutinn
þyrfti mjög aukið aðhald.
í sumar hefur verið unnið mikið við gatnafram-
kvæmdir í höfuðborginni og með nokkru öðrum
hætti en fyrr. Hefur mikill hluti hins gamla gatna-
kerfis verið endurbættur, til dæmis með því ag leggja
nýtt malbiksteppi yfir eldra malbik, en einnig með
því að setja bætur yfir verstu kafla eldri veganna.
Að sjálfsögðu má deila um einstök atriði þessara
framkvæmda. En í heild 'verður ekki með sanngirni
sagt annað, en að götur Reykjavíkur hafi aldrei verið
betri en nú og víða sé jafnánægjulegt að aka eftir
þeim og það var hryllilegt í leysingum síðastliðið vor.
Sérstaklega virðist gefast vel að leggja nýtt malbiks-
teppi yfir eldra malbik eða steypu. Þá er augljóst,
að nú hafa verið teknar í 'notkun nýjar vélar og
vinnuaðferðir, sem eru stórtækari og skila betra verki
en áður hefur þekkzt hér.
Gatnamál hafa meginþýðingu, ekki aðeins fyrir
samgöngur, heldur og útlit, fegurð og hreinlæti borg-
arinnar. Það var til skamms tíma einn versti blettur
á stjórn höfuðstaðarins, hve seint ráðamönnum tókst
að ná valdi á gatnagerð og koma henni vel af stað.
Ýmsir aðrir kaupstaðir gerðu betur á þessu sviði,
og Reykjavík var að verða að viðundri með malar-
götur, regnpolla eða rykský.
Borgarstjórnin var því að bæta fyrir gamlar van-
rækslusyndir, er hún fyrir nokkrum árum loks tók
við sér á þessu sviði. En síðan hefur verið mikið unn-
ið. Fyrst lögð áherzla á að malbika sem flestar göt-
ur, og var það eðlilegt. Á meðan grotnuðu eldri göt-
ur niður, og var orðin knýjandi nauðsyn að endur-
bæta þær. Tíðarfar síðasta vetur fór mjög illa með
götu~nar, en það hefur nú kallað fram átak við end-
urbætur þeirra, sem ástæða er til að viðurkenna.
Verkefni eru enn mörg á sviði gatnagerðar. Líklega
er mest aðkallandi >að leggja áherzlu á hinar stóru
umferðaræðar í bænum og út úr honum og byrja að
léysa -hr.úta eins og Miklatorg. Þá er kominn tími
til aö endurbæta gangstéttir eldri gatna, ekki sízt í
miðþæm’m, og alls staðar þarf bílastæði. Fer varla
hjá því að steypa verði stæði á nokkrum hæðum við
miðbæinn áður en langt um líður.
4 18. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
l 4N1__!., .
Bifreiðin
FRAMLEIÐUM
ÁKLÆÐI
á allar tenmdlr Ull
OTUR
Hringbraut 121.
•Mml 10659.
B I L A -
LÖKK
Grunnur
Fylllr
Sparsl
Þynnlr
Bón.
KÍNKAUMBOÐ
ÁSGEIR ÓLAFSSON, befldy.
Vonarstræti 12. Slmi «1073.
HjólbarðaverSc-
stæði
Vesturbæjar
Vi5 Nesveg.
S{ml 2312«.
Annast allar viOgerBir á bfól-
börðum og slönguna
Hafnar-
Smurstöðin
Reykjavíkurvegi 64,
firði.
OpiO alla vlrka daga frá U.
T,30 — 19 s.d., laugardaga tll
hádegis. Vanir menn.
Sfmi- 52121.
OpiB alla virka daga Crt M.
8—22 nema laugardaga frá
8—16. Fljót eg góð afgrwiBSila.
Hjólbarðaviðgerðin
Reykjavíkurvegi 56
Hafnarfirði. Simi 51963.
krossgötum
★ BYGGÐASÖFNIN.
Gamall Brciðfirðingur skrifar:
„Fyrir skömmu var opnað byggðasafn að Reykj-
urn í Hrútafirði í nýju húsi, rúmgóðu og myndar-
legu. Er safnið ætlað fyrir Húnavatnssýslur báð-
ar, svo og Strandasýslu. Mér telst' svo til, að
safnið á Reykjum sé hið tólfta í röðinni að með-
földu Árbæjarsafni í Reykjavík. Auk þess er svo
Þjóðminjasaín íslands, sem gegnir í raun og veru
svipuðu hlutverki fyrir landið allt og byggðasöfnin
hvert í sínu héraði eða umdæmi. Líklega hafa
Skagfirðingar verið einna fyrstir á ferðinni með
stofnun byggðasafnsins í Glaumbæ, en síðan hafa
önnur liéruð komið í slóðina og má segja, að
flestar eða allar sýslur landsins séu nú aðilar að
byggðasöfnum, nema héruðin við Breiðafjörð. Þó
er ekkert sérstakt liéraðasafn í Gullbringu- og
Kjósarsýslu, en þess ber að gæta, að þær hafa
innan sinna vébanda bæði Árbæjarsafnið og Þjóð-
minjasafnið, sem koma að nokkru leyti í stað
byggðasafns.
i
★ GILDI BYGGÐASAFNA.
Ekki ætti að þurfa að fjölyrða um
gildi byggðasafna. Sú atvinnubylting, sem átt hef-
ur sér stað í landinu siðustu áratugina, hefur
ekki sízt komið fram í brcyttum tækjakosti við
flest heimilisstörf í sveit og við sjó, utan húss
sem innan, svo og húsbúnaði, klæðaburði, o. s. frv.
Þessir gömlu munir og tæki, sem nú eru sem óðast
að hverfa úr notkun og af sjónarsviðinu, eru hver
um sig merkileg heimild um ákveðinn kafla í at-
vinnu- og menningarsögu þjóðarinnar og mega
ekki glatast'. Skilningur þjóðarinnar á sjálfri sér
er bundinn þessum gömlu og fornfálegu munum,
sem í fljótu bragði virðast ekki lengur hafa neimi
hiutverki að gegna. t [
★ SÍÐUSTU FORVÖÐ.
.<
Það verður að segjast eins pg
er, að Breiðfirðingar hafa verið heldur sinnulausic
um byggðasafnsmálin hingað til. Er ekki seinna
vænna fyrir þá að reka af sér slyðruorðið. Og
það því fremur sem atvinnuhættir í Breiðafirði
hafa alla tíð haft nokkra sérstöðu. Á ég þar ekki
sízt við eyjabúskapinn, sjósókn og verbúðalíf,
ásamt veiðiskap og hlunnindum, sem allt' lætur
eftir sig margs kyns minjar í áhöldum og út*
búnaði.
Nú eru flestar Breiðafjarðareyjar
komnar í eyði og þvi síðustu forvöð að bjarga
gömlum munum. Það væri t. d. héraðsskömm og
meira en það, ef öll breiðfirzku áraskipin væru1
látin grotna niður og eyðileggjast. Og með því
væri óneitanlega illa haldið uppi minningu hinna
ágætu sjósóknara og bátasmiða í Breiðafjarðareyj-
um. Ég kom í Rif á Snæfellsnesi i vor. Þar stend-
ur í fjörunni skammt frá Björnssteini gamall
breiðfirzkur bátur, áttæringur að mig minnir, lík-
lega yfir huntírað ára, ,og liggur undir skemmdum,
ef ekkcrt verður að gert. Svipað mun komið öðr-
um gömlum bátum þar vestra. Hér. þarf að hafa
snör handtök. Héruðin við Breiðafjörð þurfa nú
þegar að hefjast handa um stofnun eins sameigin-
legs byggðasafns fyrir fjörðinn allan, velja safn-
inu stað, draga duglega í búið og byggja yfir
það.” — S t e i n n .