Alþýðublaðið - 18.07.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.07.1967, Blaðsíða 7
 a d □ o o □ Varnarlibskamp ÁMf ;//unnor á yandi breytt í sumar- búðir unglinga Herra ritstjóri! ÉG átti leið um Hvalfjörð fyrir nokkru og tók þá sérstak- lega eftir tómum varnarliðsbúð- um, sem þar standa. Ég hafði les- ið um það frásögn í blöðunum, að þessar búðir hefðu verið lagðar niður í vor. En það er eins og við þurfum að sjá með eigin augum til að raunveruleikí við- burðanna hafi fullkomin á'hrif á okkur. Ekki ætla ég að segja neitt um heimspólitíska þýðingu þess, að varnarliðið er farið úr Hvalfirði. Ég hef stutt utanríkisstefnu okk- ar undanfarin ár og geri enn, en þó finnst mér gleðiefni, þegar aðstæður leyfa, að varnarliðið dragi saman seglin. Einhvern tíma kemur að brottför þess með öllu — vonandi í sátt og sam- lyndi. Ástæðan til að ég skrifa þetta bréf er hins vegar framtíð hinná tómu herbúða. Ef til vill væri réttast að rífa þær sem fyrst. En þá finnst mörgum hvimleitt að eyðileggja verðmæti, • hver sem þau eru. Því vaknar sú spurning, hvort við getum ekki ýfirtekið búðirnar og gert eitt- livað gagnlegt við þær. Mér kom strax til hugar, hvort ekki væri með litlum til- kostnaði hægt að breyta þeim í sumarbúðir fyrir unglinga. Það mætti auðvitað fjarlægja sitt- Sumarhátíð í Húsafellsskógi UM Verzlunarmannahelgina halda æskulýðssamtökin í Borgar- firði sutnarhátíð í Ilúsafellsskógi. Verður mjög til hátíðarinnar vand að og lögð áherzla á að gera gest urn sem bezt til hæfis. Þótt hátíð^ in sé fyrst og fremst ætluð fyrir æskuna leggja aðstandendur móts ins sig mjög fram um að hafa sem fjölbreyttust skcmmtiatriði á boðstólum, svo að hátíðin geti verið fyrir alla fjölskylduna, í orðsins fyllstu merkingu. Þannig verður þarna, auk tveggja vinsælla rokkliljómsveita, einnig gömludansa hljómsveit, og fullorðnu fólki og fjölskyldum, sem kynnu að gista liátíðina, en vilja halda sér fyrir utan almesta glauminn, er gefinn kostur á sér stöku tjaldstæði. Þá verður, hátíð þessi, ekki aðeins skemmtimót, heldur einnig íþrótta- og hestamannamót, þar sem þarna verður íþróttakeppni bæði í frjálsum íþróttum og hóp- Frh. á 15. síðu. hvað, sem setur hernaðarlegan blæ á búðirnar. Síðan mætti mála braggana í björtum og borgaralegum litum og gera sitthvað annað til að fjarlægja öll ummerki hins hernaðarlega uppruna. Búðirnar eru að vísu helzt til nærri þjóðveginum. En halda mætti girðingunni á þá hlið og gera le.ikvelli með ýmsu móti hinum megin við byggðina. Hval- f jörður er að mörgu leyti vel fall- inn til sumarlífs og á eftir að verða mikið hvíldar- og sumar- dvalarsvæði fyrir þéttbýlið. Þar eiga raunar að rísa míklar sum- arbúðir opinberra starfsmanna, en það verður aðeins byrjunin. Rétt væri að fá sumarbúðun- um mikið landssvæði á hrjóstr- ugum holtum og hæðum, sem þárna eru. Ætti aðalverkefni unglinganna að vera skógrækt og önnur vinna við þetta svæði, sem þegar æt-ti að skipuleggja sem framtíðar almenningsgarð. Þá' gætu unglingarnir farið í Botnsdal í skemmtiferðir og siglt á Hvalfirði til að skoða Harðarhólma, sem er með miklu fuglalífi. Mætti skipuleggja nátt- úruskoðun og láta hvern hafa til- tekið verkefni, svo sem að rann- saka lifnaðarhætti einstakra fuglategunda (sem eru margar 'á þessum slóðum) eða einstakar jurtir og tré. Margt fleira mætti nefna og ég held, að ekki yrði vandi að skipuleggja liolla atvinnu fyrir unglingana á þessum stað. Þetta kom mér til hugar, er ég ók fram hjá tómum herbúð- unum. Og er það ekki ánægju- leg tilhugsun að geta breytt her- búðum nútímans í sumarbúðir fyrir friðsamlegt uppeldi æsk- unnar. Ferðalangur. SÍÐAN á ófri-ðarárunum hafa íslendingar haft eina hæstu fjölgunarprósentu i Vesturálfu, og hefur hún slagað upp í van- þróuðu löndin, þar sem mikið er fætt, en fátt lifir. Þessi öra fjölgun hefur haft geysileg áhrif á þjóðlífiö. Stærð þjóðarlnnar hefur tvöfaldazt á dögum 50—60 ára manna, og af því leiðir stórfelldan styrk, því íslendingar eru ein þeirra fáu þjóða, sem eru svo gæfusamar, að geta talið sér til bóta öra fjölg- un. Nú er sagt, að fjölgunin sé að rýrna. Enn liggja ekki fyrir töl- ur um nógu mörg ár til að hægt sé að draga óyggjandi ályktanir í þessum efnum. En margir full- yrða, að ástæðan sé ein og að- eins ein: ■— pillan. Hver verða þá þjóðfélagsleg áhrif pillunnar, ef þetta reynist rétt, að hún dragi þegar til muna úr fjölgun íslendinga? Sennilega sakar ekki í bráð, þótt fjölgunin verði ögn hægari. Það gæti reynzt okkur erfitt á næstu árum að finna atvinnu fyr- ir 2—4000 nýja borgara á ári, sérstaklega ef aðalatvinnuvegur- inn á lengi í þeim erfiðleikum, sem nú ganga yfir hann. Þegar á lengri tíma er litið verður þó að telja þessa þróun til tjóns, því 3 — 500 þúsund manna þjóð- félag getur gert svo margt, sem okkur þegar langar í. Þá verður munurinn á lifi hér og í útland- inu miklu minni —■ en hitt skal látið ósagt, hvort við verðum hamingjusamari hver fyrir sig. Félagsleg áhrif pillunnar á sviði einstaklinga eru margvísleg. Hér á landi hefur verið mjög mikið um lausaleiksbörn og börn fædd fyrstu mánuði hjónabands. Þetta er ekki stórfclldu lauslæti að kenna, heldur höfum við verið ögn á undan nágrannaþjóðum í viðhorfum til samfaramála, en höfum ekki kunnað á nauðsyn- legar slysavarnir. Flest ungt fólk stendur við skyldur sínar og gengur i hjónaband vegna „slyssins." Hér á landi er án efa mjög mikið um slík hjónabönd — og hafa mörg gefizt vel. En þau eru ekki til orðin af því að unga fólkið hafi fyrst ákveðið, að það vildi eiga hvort annað og búa saman til æviloka, en síðan farið að framleiða börn. Pillan getur haft mikil óihrif á þetta félagslega atriði ís- lenzka samfélags (og annarra þjóða líka). Líkur verða á, að aðrar ástæður ráði myndun hjóiuibanda en slysni eina sum- arnótt,- Og það getur haft áhrif á uppeldi barnanna, ef fleiri þeirra — eða flest — verða þann- ig til, að foreldrarnir ákveða, að þei.r vilji eignast börn. Færri börn koma óvelkomin í þennan heim. Merkingar á laxi og silungi Gera má ráð fyrir. að nokkuð af merktum laxi og silungi muni veiðast í íslenzkum ám og vötn- um á þessu sumri, en Veiðimála- stofnunin liefur staðið fyrir um- fangsmiklum meikingum á þess- um fisktegundum. Mikilvægt er að þeir menn, sem veiða vatna- fiska, aðgæti hvort þeir séu merkt ir, og ef svo er, að þeir geri Veiði málastofnuninni viðvart um það. Við rannsóknir á æviferli og háttum fiska er algengt að merkja þá til þess að afla vitneskju m. a. um ferðir þeirra um ár og vötn og sjó, og hve lengi það tekur þá að færa sig milli staða, um vöxt þeirra og um hve veiðarnar taka stórt hlutfall af fiskstofnum. Hér á landi hefur lax og silung- ur verið merktur til þess að kynnast áðurnefndum atriðum og reyndar fleiru. Til dæmis geta merkingar á laxaseiðum m. a. gefið liugmynd um hve stór hluti veiðist, hvar laxinn kemur fram og hvenær á veiðitíma, og hve oft sami laxinn hrygnir. Einn þáttur í starfsemi Veiði- málastofnunarinnar hefut verið að merkja lax og silung af mis- munandi stærðum. Merkingarnar hafa farið fram með því, ýmist að festa merki af ýmsum gerðum á fiskana eða með því að klippa af þeim ugga, einn eða fleiri, eftir ákveðnum regium. Gildi fiskmerkinga er komið undir því, að fiskmerkjum sé skil- að samvizkusamlega til þess, sem merkir, ásamt upplýsingum um tegund fisksins, sem merkið var á, lengd fisksins og þyngd, livar veiddur og hvenær ásamt nafni og heimilisfangi veiðimanns. Það eru vinsamleg tilmæli Veiðimála- stofnunarinnar til veiðimarina, sem veiða merkta fiska, að þeir sendi áðurnefndar upplýsingar og skili merkjum. Ef um uggaklippta fiska er að ræða, er nauðsynlegt að fá að vita auk annars, hvaða ugga vantar á' fiskana. Veiðimála- stofnunin greiðir smávægileg verðlaun til veiðimanna, fyrir upplýsingar um merkta fiska, áem þeir veiða. 18. júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'J-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.