Alþýðublaðið - 18.07.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.07.1967, Blaðsíða 13
KÓM ^MdsBLOi íslenzkur texti. OSS 117 í Bahia Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd 1 litum og Cinemascope segir frá baráttu við harðsvíraða upp- reisnarmenn í Brasilíu. FREDERIK STAFFORD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Kvensami píanistinn Víðfræg og snilldarvel gerð amerísk gamanmynd í litum. PETER SELLERS. PAULA PRENTISS. íslcnzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLÍÐ 1, SfMI 21296 VIÐTALST. KU 4—6 mAlflutningur lSsfræðistörp T rúlof unarhringar Sendum gegn póstkrötu, Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastrætl 12. AUGLÝSID í Alþýðublaðimi Við fundum hálftóma krá' og settumst þar niður. — Nú skulum við hvíla okkur í hálftíma áður en við förum að leita að litla bróður mínum. — Þú frestar því endalaust. — Rétt. — Hvers vegna? — Því ég er reiður við hann og vil ekki vera það. Eg ákveð að vera elskulegur en eftir fimm mínútur spring ég og verð hæð- inn. Dave hatar hæðni. Hann þornar upp. Og ég fyrirlít hann. Dásamleg sambúð, sagði hann. — Hvernig er hann? — Ungur, var svarið. Hann þagði um stund og ég hlustaði á umferðarhljóðin í fjarlægð. Svo sagði hann. — Þú crt elskuleg. — Hræðilegt orð. Hvolpurinn aftur. Litli vinurinn. Vinnukon- an í ítölsku óperunni. Mér er alvara, en hann hló. — Hann laut áfram meðan ég var enn ygld og kyssti mig. Kossinn stóð lengi og hvert einasta bein í líkama mínum virtist bráðna, hægt og lengi. Þetta var dásam- legt. Skyndilega var kallað til okkar. Við hrukkum við. Nunna í svörtum búningi stóð yfir okkur. Bob hallaði sér aftur á bak en ég roðnaði og leitaði í töskunni minni að púðurdós. Þegar nunn- an sá töskuna mína ljómaði hún og talaði ákaft. Við gáfum henni bæði peninga og Bob rak hana í burtu. Hún gekk út á götuna. — Mér finnst ég kannast' við hana. Ætli það hafi ekki verið hún, sem elti mig um allt Napólí fyrsta daginn, sem ég kom hing- að. Ég var óróleg, sagði ég. — Hvað sagði hún? — Hún blessaði unga elskend- ur og bað um tíu dali. Ég bjóst við að hún skvetti á okkur vígðu vatni. — Þú ert ekki kurteis við nunnuna. Hann fussaði og sagði: Hvern- ig veiztu að hún er ekki betlari i nunnufötum, sem nær sér í fáeinar lírur fyrir glasi? — Ég vil vona það bezta. — Það segirðu satt, sagði hann og brosti til mín. Hálftíminn leið og við fórum út af barnum og gengum yfir göt- una. Það var heldur svalara núna því sólin var að setjast. Handan götunnar voru nokkrir bílstjór- ar sem sátu á stórri marmara- þró sem leit út sem gosbrunnur nema hvað liann var uppþorn- aður. Þeir stukku allir sjö á fæt- ur um leið og þeir sáu okkur og veifuðu. Það voru fjörlegar umræður um hver fengi að aka og sá feitasti sigraði. Við ókum fram hjá alls kon- ar kofum og loks inn í glæsilegt stræti með dýrum búðum og fín- um hótelum. Fyrir framan eitt þeirra lá' rautt teppi út á gang- stéttina. — Hvers vegna leiðast þér stór hótel? spurði ég. — Mér lízt vel á þelta. — Reyndu að búa þar, Við ókuin um öngstræti og fram hjá litlum húsum. Ekillinn hélt áfram að kalla eitthvað til Bobs og Bob svaraði. — Hann heldur því fram að við séum að villast, en ég segi honum að þetta sé rétt heimilisfang. Við námum staðar í götu þar sem sólin virtist aldrei skína. — Gangstéttirnar voru óhreinar og húsin virtust aldrei hafa komizt í kynni við málningu eða hreint vatn. Þau stóðu eins og þau höfðu staðið frá ómunatíð, óbreytanleg og rotnandi eíns og dauð tré. Þrjú brún, skítug börn léku sér í gættinni og voru það eina sem gladdi augað. — Ertu viss um að þú viljir koma með. — Handviss. Ég stökk út úr bílnum og elti hann. Það var dimmt inni og um leið og við komum inn fyrir, sagði Bob: — Hann er hér og leit upp þaðan sem hávær tónlist barst til okkar. Stigarnir virtust vera að detta þegar við gengum upp þá og Bob sagði: — Þetta er paradís veggjalúsa. Við stigum varlega yfir göt og rifur. Við stoppuðum hvergi, við gengum bent á tón- listina, sem kom ofan að. Hún varð sífellt liáværari þangað til við stóðum á efsta stigapallinum og heyrðum hávaðann vella út um opnar dyr. Við gengum inn. Þetta var eins og ganga inn í humarpott, því herbergið var þakið humarnetum. Á netunum héngu naglar o'g reyklitaður klút- ur, teikningar, blaðaúrklippur, stráhattur, nylonsokkur. Þetta Var undarlegt' herbergi. Inni í því var piltur, sem ég sá að var bróðir Bobs. Hann var með líkt andlit, en ckki jafnkant- ótt og hann var ungur. Hár hans var svartara en hár Bobs og sítt. Hann var í slitnum gallabuxum, þunnri skyrtu og með steinum skreytt hvítt kvenmannsbelti. — Hann var að mála á striga, sem lá á gólfinu. Stúlkan, sem ég httti á Kaprí sat við hlið hans og var að sauma og ungur maður, sem líktist lík- kistusmið selti plötur á’ plötu- spilarann. Hann var ungur og sköllóttur. — Stóri bróðir sjálfur! sagði Dave og virtist ekki undrandi. — Hver er vinkonan? Þau litu öll á mig. Bob hafði lialdið um handlegg mér til að styðja mig yfir hol- urnar og götin og nú tók hann ó- sjálfrátt fastar um hönd mína. — Mig langar að tala við þig, Davíð, sagði hann mjög hátt til að yfirgnæfa hávaðann í plötu- spilaranum. — Gerðu það þá. — Ég vil að við séum einir. — Þú keniur með þína vini og ég mína. Kynntu okkur, maður! öskraði Davíð og tók ekki sígar- ettuna úr munnvikinu. Tuttugu og eins árs? Hann leit út fyrir að vera sektán ára. — Ég hitti Júlíu Ross. Ég hef þegar hitt vinkonu yðar á Kapri. Komið þér sælir, hljóð- aði ég. Stúlkan leit upp og hélt áfram að sauma. llún var að þræða saman smáflauelisbúta. — En huggulegt. sagði Davíð. Tónlistin hækkaði og hækk- aði. — Slökktu á helvítis plötu- spilaranum. öskraði Bob eins hátt og hann gat. Sköllótti maðurinn virtist móðgaður og slökkti. Þögnin var geigvænleg. — Ætlarðu að tala við mig? spurði Bob eftir þögn sem mér fannst óendanleg. Bróðir hans yppti öxlum. Hann laut yfir mynd sína eins og Hindúi á bæn. Ég horfði á burst- ann sem lireyfðist yfir strigann og setti á hann mjúkar línur, fölbláar og gráhvítar. — Komdu, Shane. Ég splæsi í kaffi. Svei mér, ef við erum ekki óvelkomin hér. Við verðum hérna fyrir utan, ef þig vantar lijálp, Dave. Ciao! Ameríkaninn fór út og tók Shane og sauma liennar með sér. Ég heyrði þau hlaupa niður stigann. Það hafði verið slökkt í sígar- ettustubbum á gólfinu. Skór lágu í einu horninu, skyrtur, málverk, myndastytta úr hvítum vír, bang- si í buxum og peysu, egypzkar bjöllur, hvítmálaðar vínflöskur lágu alls staðar litríkir hlutir, skítugir hlutir og ósamstæðir. Það var nóg af plötum á gólfinu til að spila í viku. Bob virtist' ekki láta á sig fá aðdáun mína á herberginu og íbúum þess heldur settist á eld- húskoll og náði í stól handa mér. Við sátum þarna kyrrlát og hljóð. Davið kraup fyrir framan okkur. Ég sá að honum leið ekki vel eftir að vinir hans fóru. — Eyrun á honum voru orðin rauð. — Þú sendir eftir mér, sagði Boh. Þetta heimskulega bréf og vinkonu þína til ísóla. — Ó, sagði Davíð, — Leó stakk upp á þessu. Hann vann lijá amerísku leyniþjónustunni. Hann flissaði. — Mig vantar vegabréf- ið mitt, kvartaði hann. — Hús- bóndi þinn fyrrvtrandi yrði hrif inn, ef hann frétti að þú værir stunginn af úr landi. Veiztu að hann kærði þig fyrir lögregl. unni? — Eg fer, sagði ég, en Bob benti mér að setjast. Davíð eldroðnaði. — Ég fékk peningana bara lánaða til að komast hingað, Shane og Leó leigðu hér og viS getum sýnt myndirnar okkar i Napólí. Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri. Vinur þinn veðmang* arinn greiddi mér aldrei yfir* vinnu. Hann skuldaði mér þetta. — Della. — Allir fá borgað fyrir yfir* vinnu. Ég vann til tíu á kvöldin. — Þar með er ekki sagt, að þér leyfist að stela fimmtíu pund* um og hlaupast úr landi. Kom ég til að hlusta á þetta? Hópferðir á vegum L&L MALLORKA 21. júlí og 18. ágúst NORÐURLÖND 20. júní og 23. júli FÆREYJAR Ólafsvakan, siglt með Kronprins Frederik 24. júli RÚMENÍA 4. júli og 12. september MIÐ EVRÓPUFERÐIR 4. júli, 25. júlí og 16. ágúst RÍNARLÖND 21. júli, 8. ágúst og 6. sept SPÁNN 30. ágúst og 6. september HEIMSSÝNINGIN 17. ágúst og 28. september SUÐUR UM HÖFIN 27 daga sigling með vestur- þýzka skemmtiferðaskipinu Flegina Maris. Ferðin hefst 23. september Ákveðið ferð yðar snemma. Skipuleggjum einstaklingsferðir, jafnt sem hópferðir. Leitið frekarl’ upplýsinga i skrifstofu okkar. Opið í hádeginu. LÖÍMD & LEIÐIR Aöalstræti 8,simi 24313 p-*..M 18. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.