Alþýðublaðið - 28.07.1967, Page 4
ŒtEQHD
Bltstjórl: Bonedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml:
14906. — Aðsetur: AlþýðuhúsiS við Hveríisgötu, Rvik. — Prentsmiðja
AlþýOublaðsins. Siml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa-
sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn.
Sjónvarpið
ÍSLENZKA SJÓNVARPIÐ byrjar útsendingu á ný
eftir sumarleyfi næstkomandi mánudag. Reyndist ó-
hjákvæmilegt að hætta sendingum í júlí til þess að
starfsliðið, sem hefur lagt mikið á sig fyrstu mán-
uði sjónvarpsins, gætLfengið eðlileg sumarleyfi. Hlé
þetta var þó ekki síður til þess, að hægt væri að
.setja upp þau tæki, sem eiga að verða til frambúð-
ar í sjónvarpsstöðinni. Hingað til hefur að verulegu
leyti verið notazt við gömul lánstæki.
Nokkur blaðaskrif hafa orðið um það, hvort sex
daga útsending hefjist 1. september næstkomandi
og Keflavíkursjónvarpið verði þá takmarkað við flug
völlinn eða ekki. Hafa ýmsir látið í Ijós, að ekki verði
unnt að sjónvarpa sex daga nema fjölga starfsliði
stofnunarinnar, en um það hefur ekki verið tekin
endanleg ákvörðun.
Sannleikurinn er sá, að eftirvinna hefur verið svo
mikil við sjónvarpið, að ekki er unnt að sjónvarpa
fjóra daga áfram án þess að fjölga starfsliði og koma
vinnutíma fólksins í skaplegt horf. Fjölgun sjón-
'varpsdaga í sex (sem hefur alla tíð verið áformuð og
undirbúin) hefur ekki úrslitaáhrif á þetta mál.
Snemma í sumar lágu fyrir tillögur, þar sem sýnt
var fram á, að unnt væri að fjölga starfsliðinu án
þess að útgjöld sjónvarpsins aukist eða það fari út
fyrir ramma gildandi fjárlaga. Þetta mál hefur ver-
ið í ítarlegri athugun, og er ákvörðunar að vænta
innan skamms.
íslenzka sjónvarpið hefur allt orðið nokkru stærra
í sniðum en upphaflega er áformað. Af þessum sök-
um er húsnæði, tækjakostur, starfsmannaþörf og síð
ast en ekki sízt dagskráin allt nokkru meira og
stærra en í áætlunum. Með tilliti til þessara að-
stæðna eru byrjunarefiðleikar sjónvapsins eðlilegir.
Þeir, sem kunnastir eru sjónvarpsmálinu, spáðu
fyrir nokkrum árum, að íslenzkt sjónvarp mundi á
3-4 árum vaxa og þurfa um 100 starfsmenn, en
nema þar staðar. Reynslan hér er hin sama og alls
staðar anr.ars staðar. Sjónvarpið fær svo góðar mót-
tökur, að vöxtur þess verður mun hraðari en nokk-
urn óraði fyrir. En tækjakaup ganga einnig hraðar en
búizt var við, svo að tekjurnar verða nægar. Fjár-
hagur sjónvarpsins í ár og næsta ár virðist vera
tryggur, enda þótt nokkrum hópi starfsmanna verði
bæ-t við á næstunni.
Það hefur verið á almanna vitorði síðan síðastlið-
inr vetur, að stefnt væri að 6 daga sjónvarþsdagskrá
1. sepíember, og Keflavíkursjónvarpið mundi þá
verða takrrarkað við flugvöllinn. Farsælast er að
leggja ríka áherzlu á að þessar áætlanir haklist og er
það spá Alþýðublaðsins, að sjónvarpsnotendum muni
þykja þessi skipan mála eðlileg og viðunandi, þegar
bún verður komin á.
Verkstjórar vilja
kynna samtök sín
12. þing Verkstjórnasambands
íslands var haldið dagana 15. og
16. júlí s- 1. að Hallormsstað. Til
þingsins voru mættir 41 fulltrúi
fyrir 9 félagsdeildir, en félög inn
an sambandsins eru nú 14 með
680 félagsmönnum um allt land.
Á þinginu var fjallað um hin
margvíslegu áhugamál samtak-
anna, þó fræðslumál vcrkstjóra
og kaup- og kjaramál hefðu borið
hæst.
Álit þingsins var að nauðsyn
beri til að auka og efla menntun
verkstjóra, þannig að þeir séu bet-
ur færir um að annast þau verð-
mæti, sem um hendur þeirra fara,
bæði peningjaleg verðmæti, en
þó ekki síður þau mannlegu verð-
mæti einstaklinganna, sem þeir
stjórna.
Þingið taldi að nauðsyn beri til
að iaunakjör verkstjóra séu bætt,
einkum með það í huga að með
því sé starfið gert eftirsóknarvert
og þannig fáist betri og hæfari
menn til þess að gegna því, enda
sé það þjóðhagslegur ávinningur,
Verkstjórasamband íslands lief-
ur ákveðið að hefja fljótlega kynn
ingu á samtökunum og reyna með
því að ná inn í samtökin öllum
þeim, sem að verkstjórn starfa,
þannig að þau séu færari um að
gegna sínu hlutverki en hingað
til.
í stjórn Verkstjórasambands ís-
lands til næstu tveggja ára voru
kjörnir: Forseti Björn E. Jónsson
Reykjavík. Varaforseti Þórður
Þórðarson Hafnarfirði.
Meðstjórncndur: Atli Ágústson
Reykjavík, Adolf Petersen Reykja
vík, Guðm. B. Jónsson Vogum,
Guðni Bjarnason Reykjavík og
Helgi Pálsson Reykjavík.
Ofnkranar,
Tengikranar,
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
Burstafell
bysffingavöpuverílun
Réttarholtsvegl 3.
Síml 3 88 40.
wpeaw
krossgötum
★ EINSDÆMI í VER-
ÖLDINNI ?
Þeir eru líklega ekki margir,
sem hugsa út í það, þcgar ekið er út úr borginni
yfir brýrnar á Elliðaánum, að líklega er Reykjaj
vík eina höfuðborgin í veröldinni sem státað getur
af slíkri iaxveiðiá við bæjardyrnar hjá sér og mun
þetta líklega vera einsdæmi í veröldinni, þótt
ekkert skuli hér fullyrt um það.
Margt var um manninn inn við
Eliiðaár um síðastliðna helgi. Þar var fólk að virða
fyrir sér viðureign laxveiðimanna við þann eðla
fisk, sem þeir gefa stórfé fyrir að komast' í tæri
við, en líklega hefur ekki mörgum flogið það í
hug, hvrsu iagætt það er, að borgarbúar skuli
geta fylgzt með veiðimennsku svona sem sagt við
þröskuldinn hjá sér.
Eiliðaárnar eru ekki allar þar sem
þær eru séðar. Margir eru þeir, sem iítið hafa
séð af ánum, nema spottann þann, sem sýnilegur
er frá brúnni, þegar ekið er Suðurlandsbrautina.
Það er góð skemmtun (og ódýr) að ganga upp
með Elliðaánum, upp að Elliðavatni. Ekki skulum
við hér hætta okkur á þann hála ís, að fara að
lýsa þar örnefnum eða staðháttum neinum. Hér
skal það aðeins látið nægja að segja, að árnar
breyta mjög um svip er ofar dregur og verða varia
þekkjanlegar miðað við það, sem er niður við
sjó. Hið efra renna þær milli grasi gróinna bakka
og kjarr er á stöku stað. Þessi gönguferð svíkur
engan. |
★ HÆTTA ER Á FERÐUM.
Miklar framkvæmdir eru nú f
Elliðaárósum. Þar er verið að mynda land og skal
þar með tímanum vera skemmtigarður. Ekki hefui?
þó verið farið þar að öllu með forsjá. Byrjað vap
að fylla upp í voginn með gömlum bílhræjum á
sínum tíma. Til allrar hamingju var það stöðvað.
Olía hefði verið að síast úr vélum og gírkössum
bílanna næstu fimmtíu til hundrað árin og geta
eyðilagt margt, sem aldrei hefði verið hægt að
bæta. En hættan er ekki aðins niður við sjóinn,
heldur upp með ánum líka.
Þar hafa nú verið byggð hesthúg
skammt frá árbökkunum. Hafa margir orðið til
þess að benda á menningarhættuna, sem frá þeim
slafar gagnvart vatninu í ánum, en því hefur atf
engu venð sinnt. Væri til dæmis fróðlegt að vita
hvort náttúruverndarnefnd Reykjavíkur hefði ver.
ið spurð álits um þessar framkvæmdir og hvorb
hún hefur lagt blessun sína yfir þær. Ýmsar aðrap
framkvæmdir eru þarna og á döfinni, sem spillb
gætu um alla framtíð þeirri perlu, sem Elliða*
árnar eru. Víða í kringum árnar er jarðvegurinn
ílakandi í sárum, sem langan tíma tekur að
græða. Mikið er búið að eyðileggja í kring um
Elliðaárnar, en það er þó áreiðanlega ekki ot
seint, að bjarga þeim, ef strax er hafizt handa, en
þar má engin bið á verða. — K a r 1.
4 28. júlí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ