Alþýðublaðið - 28.07.1967, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 28.07.1967, Qupperneq 8
Vetrartlzkan 1967 í Parls Maxi-síúlkan frá Jacquel Esterel. — Útifatnaður: kápa, dagfatnaður: pils, kvöldfatnað'ur: röndóttar buxur. Há stígvél notuð við allt saman. svart. Einstaka gulir hjálmhattar sjást þó. Og síddin á flíkunum hjá Esterel er alls staðar sú sama, 27 cm. frá gólfi. Og það sem einna mesta at- hygli' vakti hjá Esterel, voru handtöskurnar, sem sýningar- stúlkurnar bái*u; dýrindis leður- töskur, en í staðinn fyrir botn- inn var komið fyrir ferköntuðu búri, þar sem þær höfðu upp- áhaldsdýrin sín, t. d. kom Bibe- lot, ein sýningarstúlknanna fram með hvíta mús i töskubúrinu sínu, og það lífgaði mjög upp á svarta kápuna að hafa svona hvíta og fallega mús, sem hún lét svo skríða upp og niður eftir kápunni. Fötin, sem sýnd voru þennan fyrsta dag tízkuvikunnar í París voru sannarlega dökk og drunga- leg og andstæða við þá skæru liti og léttu föt', sem við höfum vanizt undanfarið. Hjá Tellin, Scherrer, de Rauch, Serge Les- ange, Chombert og Esterel er alls staðar að sjá sömu tilhneig- ingu: vinsælu gulu, fjólubláu og orange litirnir eru horfnir, einn- ig víðu, þægilegu kjólarnir, — stuttu pilsin og slétta liárið, allt' horfið. Sídd kjólanna er dálítið mismunandi, en þeir eru greini- lega síðari en þeir liafa verið undanfarið ár. Þetta er ekki þægilegt fyrir þær, sem loksins hafa tekið sig til og stytt kápurnar sínar fyrir veturinn. Það er þó ekki ómögu- legt að næstu daga komi fram fleiri hugmyndir, en margt bend- ir til, að vetrarkápurnar verði síðar. Það er sem sagt skammt öfganna milli. Mörg fatanna nú líkjast mest' kjólum Joan Fontain- es á árunum eftir 1930, ef ein- hver man eftir henni úr kvik- myndum frá þeim tíma. Og slétta hárið virðist alveg horfið og Alexandre sýnir langa, lausa slöngulokka — eins og Me- dúsu forðum — þegar Zeus refs- aði henni og tveimur öðrum gyðj- um fyrir óhlýðni og lét þeim vaxa slöngur úr höfði í stað hárs. Það er þó enn verra hjá Pi- erre Robert, sem sýndi smá- krullað hór með stífu permanenti, hálfsítt og lakkslaufur til skreyt- ingar við eyrun. Sýningarstúlk- urnar hans Esterels eru allar pla- tínu-ljóshærðar með smákrullað hár og andlitin eru eins og á Það verður dýrt að fylgjast með komandi vetrartízku. Stuttu pilsin virðast vera að hverfa — en flest pilsin, sem sýnd voru í París nú í vikunni voru síð og voru í ýmsum síddum. Sýningar- stúlkurnar voru nú með gullkorn á kinnunum í staðinn fyrir ljós- rautt og hárið snarhrokkið. Sum- ar voru í stuttum pelsum og við þá i stígvélum, sem náðu upp á mið læri og voru stigvélin úr sama skinni og pelsinn. En það eru síddirnar, sem mest er rætt um í París. Sýningarstúlkurnar festa faldana við asfaltið á göt- unum, þegar þær sýna ökklasiða tweedfrakka. Og fólkið, sem áð- ur hneykslaðist á stuttu pilsun- um, hneykslast nú enn meira á því ökklasíða. Hjá Jacques Est- erel voru sýningarstúlkurnar flestar klæddar hálfsíðum buxum. Og hvílíkar buxur — víðar og allt frá kvöldfatnaði úr flaueli i röndóttar tweedbuxur og við þetta voru stúlkurnar í leðurstíg- vélum, sem náðu upp á mitt læri. Utan yfir voru svo pils og káp- ur, sem náðu jafnlangt og buxurnar eða niður á mið.ia kálfa. Það virðist sem Esterel hafi verið fátækur að hugmynd- um þetta árið og aðalliturinn hjá honum er svarti, svart og aftur Gyðjur eða tunglmeyjar tungimeyja. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hjá Madeleine de Rauch — sem í fyrra sýndi stutta kjóla, hefur nú síkkað kjólana um nokkra sentimetra og litirnir eru mild- ari. Það eru engir áberandi litir eins og á janúar-sýningunum, en mikið af svörtu, t. d. svartar dragt- ir úr ullarefni með stúttum jakka. Við þær eru notaðar brúnir skór og röndótt jersey- blússa, með brúnum, svörtum og hvítum röndum. Og síðast en ekki sízt, á þess- ari sýningu. þar sem stígvél voru yfirleitt ekki. sýnd, vorú sokk- arnir nú aftur brúnir. Og hvítu sokkarnir, sem vöru svo vinsælir sjást nú ekki. Paco Rabanne er nú sá, sem gerir nýstárlegustu hattana í París og hér sjáum við nokkur dæmi. Rabanne hefur m, a. gert hjálmhattinn og virðlst - hann * gegna sérstöku hlutverki i vetr- arkuldunum, sem sagt, að varna því að konur gangi rauðnefjað- ar. Hatturinn er gerður eftir gömlum grískum stríðshjálmum, og hann er úr grænu filti. Á stóru myndinni sjáum við Mánastúlkuna hans Paco Ra- banne og það sem hún ber á höfðinu á að slá tvær flugur í einu höggi, vera bæði hattur og h'árkolla. Á þriðju myndinni sjáum við svo gyðjuhjálm frá Paeo Rabanne. Dökkir sokkar Gyðjuhetta.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.