Alþýðublaðið - 28.07.1967, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 28.07.1967, Qupperneq 10
ASTA Skipi® hvarf aidrei úr augsýn, en sklpshöfnin var horfin án þess að nokkur skýring værí fi niianSeg ÞAÐ var rok síðdegis í okt- óber þegar skonnortan J C. Cousins, undir stjórn Hans Zei-' ber, skipstjóra, lagði frá litlu hafnarborginni Astoria við mynni Columbia-fljótsins og sigldi af .stað og þannig iiófst lnn ferðin, sem endaði á svo dul arfullan líátt. Skonnortan sigldi eins og Marie Celeste án þess að nokkur stjórnaði henni, en andstætt Marie Celeste þá voru sjónarvottar í landi er horfðu á að J. C. Cousins sneri við og rak mannlaus á land. En síðan hefur aldrei heyrzt frá .Zeiber skipstjóra eða hinni fimm manna áhöfn. Zeiber var mjög hreykin af skipi sfnu. Það hafði upphaflega verið byggt sem skemmtisnekkja fyrir milljónamæring., og var skipið áttatíu og sjö fet og tveggj a mastra og það fannst ekki sú skonnorta sem hefði við J. C. Cousins. í HÆTTU Þennan októberdag árið 1894 stýrði hann skonnortunni í gegn- um skurðina fyrir framan inn- siglinguna að höfninni. Það var mjög hættuleg inn- . sigling og leifar meira en 100 skipa gáfu þögulan vitnisburð um þá hættu, sem stöðugt ógn- aði þeim skipum sem sigldu þessa leið, án þess að kunnugur og þrautreyndur skipstjóri væri við stýrið. Áhöfnin vann sín störf, án þess að vita, hvað í vændum var. Um miðjan daginn kastaði J. C. Cousins akkerum fyrir utan Fort Stevens til að bíða eftir flæði. Veiðimaðurinn á Cape Dis appointment skrifaði hjá sér, að skonnortan hefði létt akkerum nákvæmlega klukkan fimm. Seinna sáu svo strandverðirnir í Canbyvjtanum að skonnortan sigldi til hafs. HJÁLPAR ÞURFI. Strandverðirnir horfðu á eftir skonnortunni með kíkjum og dáðust að því hversu vel hún fór í sjónum, líktist risastórum höfr ungi. Allt í ejnu snéri hún við og sigldi aftur að ströndinni Strandverðirnir ímynduðu sér, að einhver hefði veikzt skyndi- lega og að Zeiber skipstjóri ætl aði að fara með sjúklinginn í land. Þeir gáfu því merki til lands að lijálpar væri þörf. Skonnort- an sigldi á fullum hraða að sandrifi. Og fólkið, sem á horfði úr iandi bjóst við því, að segl- in yrðu lækkuð. ' En hvað var Zeiber skip- stjóra? Var hann drukkinn eða brjálaður? Eftir mínútu myndi skútan stranda. ENGINN ÓTTI, Þeir sem á horfðu, trúðu vart sínum eigin augum, þegar skonn ortan þaut áfram og rakst beint á sandrif, Hún lagðist á hliðina og skalf eins og sært dýr þegar stórar bylgjurnar köstuðust á hana. En enginn maður kom í ljós á þilfarinu. Og enginn reyndi að yfirgefa skipið. Strandverðirnir fóru fyrstir um borð í J.C. Cousins. Þeir sáu, að allt var í lagi. Björgunarbát- urinn var óhreyfður. Ekkert sýndi, að ofsahræðsla hefði grip ið um sig um borð. — Zeiber skipstjóri, hvar eruð þér? hrópuðu þeir, en svar barst ekkert, aðeins garg sjófuglanna rauf kyrrðina. EKKERT LÍFSMARK, Ég skil þetta ekki. .. muldraði einn mannanna. — Hvar eru þeir allir? Þeir virðast hafa guf- að upp. Og það var farið undir þiljur. Þar hafði verið borinn á borð matur, en hann var óhreyfður og var heitur enn þá. í öskubakka lá vindill og brann smám saman. — Ekkert sýndi að átök eða bardagi hefði átt sér stað. Tekið hafði verið til í káetun- um. en líf var hvergi að sjá. Og í skipsbókinni var ekkert, sem gat gefið til kynna, hvað hefði komið fyrir Zeiber skipstjóra og menn hans. Eithvað hlýtur að hafa komið þeim 'til að hlaupa fyrir borð? Kíkjunum var beint á haf út, en ekkert óvenjulegt var að sjá, HVAÐ KOM FYRIR? Kannski skipið hafi farið að leka og þeir liafi ætlað að koma því að landi, sagði einhver. — Nei, það fannst hvergi vatns dropi, sagði yfirmaður strand- varðanna. — En það sem mér finnst undarlegast er, hver stóð við stýrið þegar skútan snéri og stefndi á land? En það hefur aldrei fengizt svar við þessari spurningu. Næstu vikur eftir strandið var leitað að líkum á öllum stönd- um í kring, en ekkert kom í Ijós. Og þetta er allt, sem vitað er. Um þennan atburð hafa margar kenningar myndazt. Ein er á þá leið, að áhöfnin hafi gert uppreisn, hafi varpað skipstjóranum fyrir borð og yfir gefið skipið. En björgunarbátur- inn hékk á sínum stað. Sumir hafa haldið því fram statt og stöðugt að skipstjórinn og áhöfn hans hafi verið rænt um borð í fljúandi disk. ... og það er víst ekki verri tilgáta en hver önnur, að minnsta kosti hvarf áhöfn J.C. Cousins svo skyndilega, að engu var líkara en að þeir hafi orðið uppnumd- ir. Þeir undruSust að skipið sneri skyndilega við eins og eitthvað væri að. Fyrir skammri stundu hafði það siglt til háfs, en sneri svo aftur án þess að það hyrfi nokkurn tima sj’ónum þeirra. Hvað gat verið að? Sennilega einhver veikur, En raunvruleikinn var furðu legri en nókkurn óraði fyrir. Bítia - bíll MÖRGUM finnst hann sjálf- sagt sér.kennilegur Rolls Royc- inn á myndinni. John Lennon fannst hann sjálfur ekki nógu áberandi, að aka bara í venju- legum Rolls Royce, svo að hann lét mála bílinn til að allir vissu, hver þar væri á ferð. Syrpa um allt og elckert Ungfrú heimur trúlofuð HIN indverska Rita Faria, sem krækti sér í nafnbótina ungfrú Veröld í fyrra, hefur nú skýrt frá því opinberlega, að hún sé trúlofuð lögfræðingi frá Los Angeles, David Gor- ton að nafni. Þau hittust, þeg- ar Gorton var leiðsögumaður hennar í Hollywood. 10 28. júlí. 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.