Alþýðublaðið - 12.08.1967, Qupperneq 4
Rltstjórl: Benedlkt Gröndal. Slmar 14900—14903. — Auglýsingasíml:
14906. — Aösetur: AlþýSuhúsiö vlð Hveríisgötu, Rvlk. — FrenísmlÖJa
AlþýSublaösIns. Síml 14905. — AskrUtargjald kr. 105.00. — t lausa*
sölu kr. 7.00 etntaklð. — Útgefandi: AIþýðuflokkurlnn.
Vanþróað land?
SÚ HUGMYND komst á kreik á norræna æskulýðs-
mótinu fyrir nokkru, að ísland væri eiginlega van-
þróað land, þrátt fyrir allmikla velmegun. Virðist
leiðtogi sænskra ungkommúnista h'afa haldið þessu
'livað skeleggast fram, og er skoðunin rökstudd á þann
'hátt, að íslendingar flytji allmikið af framleiðslu
sinni út sem hráefni, er aðrar þjóðir vinni og auki að
verðmæti,
Þetta er hin mesta fásinna. Að vísu er fkitt út
nokkuð af saltsíld fyrir sænskar og þýzkar verksmiðj-
ur, og fiskblokkir fara í íslenzk iðjuver vestan hafs.
En mikið af fiskafurðum er flutt út í neytendaumbrið-
r /■
um og fer beint' til neyzlu. A hinn bóginn flytja Is-
lendingar inn mikið af erlendum hráefnum, sem þeir
vinna í verksmiðjum sínum, og byggist verulegur
’hluti íslenzks iðnaðar á slíkum innflutningi. Þegar
litið er á íslenzkt efnahagslíf sem heild, á það ekkert
skylt við vanþróuð efnahagskerfi hinna nýfrjálsu
þjóða.
Þrátt fyrir þetta hafa íslenzkir ráðamenn verið
útsmognir við að sníkja erlendis alls konar peninga
og hjálp, sem ætlað er fátæku, bjarglit'lu og vanþró-
uðu fólki. Hafa þeir oft orðið þjóðinni til skammar,
en sem betur fer hefur þetta farið minnkandi allra
síðustu árin.
Þrátt fyrir miklar sveiflur í efnahag íslendinga,
ætti að gera meira en hingað til vanþróuðum þjóð-
um til hjálpar. Hinir ungu Norðurlandamenn spurðu
allmikið um þau mál, enda hefur æskan þar forustu.
Væri ekki óeðlilegt, að íslendingar settu sér það
mark að veita vanþróuðum ríkjum á næstu 25 árum
jafnmikla hjálp og aðrir veittu okkur síðustu 25 ár.
Tillaga Lárusar
LÁRUS Sigurbjörnsson lætur nú af störfum sem
minjavörður Reykjavíkurborgar. Skilur hann eftir
sig mikið starf og gott, ekki sízt Árbæjarsafnið. Það
rnun um langa framtíð verða einn af merkisstöðum
höfuðborgarinnar, sem mun hafa vaxandi sögulegt
gildi og veita borgarbúum fróðleik og ánægju.
í blaðaviðtali sagði Lárus fyrir nokkru, að varð-
veizia nokkurra húsa við Árbæ væri ekki nóg. Nú
væri þörf að varðveita þrjár götur í Reykjavík í nú-
verandi ásigkomulagi. Nefnir hann Vesturgötu, Stýri-
mannastíg og Grettisgötu. — Alþýðublaðið hefur á
hverju sumri í mörg ár lagt til, að heilar götur vexði
varðveittar og fagnar því tillögu Lárusar. Ráðamenn
borgarinnar verða að íhuga þetta mál.
4 12. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐID
Nýtízku kjörbúð
Örskammt frá Miklubraut
Kynnizt vörum, verði og þjónustu.
Góð bílastæði.
KRON Siakkahlíð 17.
«1
★ ÁRBÆJARSAFN
Rað voru sannarlega undarlegar fréttir, sem
lesa mátti í blöðunurn f.vrir skömmu, að ekki yrði
af dans og glimusýningu í Árbæjarsafninu vegna
þess live lélegur pallurinn þar væri orðinn. Satt
að segja rak mig í rogastanz, þegar ég las þetta,
og enn efast ég raunar um að það sé ástæðan. Getur
það verið að Reykjarvíkurborg sé að horfa í fé,
sem varia verði meira en nokkrar þúsundir króna
tii að gera sýningarpall við Árbæjarsafnið, sem
sannarlega er stolt borgarinnar? Það verður að
teljast harla ótrúlegt, því öðru eins er eytt og
bruðlað án umhugsunar að þvi er virðist'.
Árbæjarsafnið er merkileg stofnun, sem Reyk-
víkingar geta verið stoltir af. Lá'rus Sigurbjörns-
son hefur þar unnið merkt starf og þeir sem síðar
koma rnunu meta þetta starf að verðleikum. Ýms-
um óbætanlegum verðmætum hefur verið bjargað
frá því að lenda í glatkistunni, og þarft verk hefur
verið unnið með björgun gamalla húsa úr Reykja-
vík, þótt ef til vill megi segja, að ekki eigi allt er-
indi þangað sem þar er, en þó er alltaf betra að
taka of mikið cn of lítið.
★ VIN í BORGINNI ;
Ég hef heimsótt Árbæjarsafnið nærri því hvert
sumar síðan það var sett á laggirnar og oft í fylgd'
með útlendingum, sem hefur fundizt mikið til stað-
arins koma, og sjálfur hef ég alltaf farið þaðan
íróðari en áður.
Er raunar tii skammar að nú skuli aðsókn að
safninu hafa minnkað því þeir munu allmargir
Reykvíkingarnir, sem þangað hafa enn ekki lagt
leið sína.
Vafalaust á safnið að Árbæ eftir að stækka mik
ið frá því sem nú er. Það þarf að ætla því gott
rúm á núverandi stað og ekki byggja allt of þétt
upp að því. Það verða ekki svo mörg ár þangað
til þetta verður ein af vinjunum í miðri borginni,
ef hún hekiur áfrani að þenjast út með sama hraða
og til þessa.
Ég víl enda þessar iínur með því að láta í Ijós
von um að ekki verði látið það sjónarmið ríkja í
sambandi við þetta safn, að spara aurinn en henda
krónunni, samanber það sem að oían segir um sýn
ingapallinn við safnið.
KARL