Alþýðublaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 7
Margt manna kom í útibúið fyrsta daginn, sem ópiff var. Fyrsta innlegg átti Paul V. Michelsen, garff- yrkjumaffur, annar frá vinstri viff afgreiffsluborffiff. Viff afgreiffslu eru Ragnar G. Guðjónsson, gjald- keri og Alda Andrésdóttir, bókari. Búnaðarbankinn opnar útibú í Hveragerði BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS opnaði síðastliðinn föstudag úti bú í Hveragerði. Er iþetta átt unda útibú Búnaðarbankans ut an Reykjavíkur og yfirtók bank inn starfsemi Sparisjóðs Hvera- gerðis og nágrennis, sem starf að hefur í Hveragerði síðast- liðin fimm ár. Útibússtjóri verð ur Tryggvi Pétursson, fyrrum deildarstjóri í Búnaðarbankan- um í Reykjavík. Síðdegis á föstudaginn efndi bankaráð Búnaðarbankans til hófs í Hveragerði og bauð þang að ýmsum forráðamönnum at- vinnulífs og félagssamtaka Ár- nessýslu, oddvitum, sýslunefnd- armönnum og ábyrgðarmönnum Sparisjóðs Hveragerðis. Stefán Hilmarsson, bankastjóri flutti við það tilefni ræðu, þar sem hann greindi frá aðdraganda að stofnun útibúsins. Gerði hann grein fyrir stöðu og hlutdeild Árnessýslu í landbúnaði þjóðar- innar og taldri vel hæfa, að Búnaðarbankinn ræki útibú í Ár nessýslu mestu landbúnaðarsýslu á íslandi, en fyrir nokkrum ár- um stofnaði bankinn útibú á Hellu í Rangárvallasýslu. Gerði bankastjórinn nokkra grein fyr ir hlutdeild bankans við upp- byggingu landbúnaðarins á starfstímabili bankans. Undir borðum fluttu ræður m. a. landbúnaðarráðherra, Ing óifur Jónsson, sem fer með yfir sjtórn Búnaðarbankans, Jón Pálmason, fyrrv. alþm. formaður bankaráðs og Stefán J. Guð- mundsson, hreppstjóri í Hvera- gerði, stjórnarformaður Spari- sjóðs Hveragerðis og nágrenn- is, en bankinn yfirtekur nú alls starfsemi sparisjóðsins. Þá fluttu og ávörp og árnaðaróskir Þor steinn Sigurðsson, formaður Bún Tryggvi Pétursson, útibústjóri. Húsakynni útibúsins í Hveragerffi, aðarfélags íslands, Páll Diðriks son, formaður Búnaðarsambands Suðurlands, Einar Flygenring, sveitarstjóri í Hveragerði og séra Sigurður Pálsson, prófast- ur, Selfossi. Að lokum tók til máls Tryggvi Pétursson, útibússtjóri, en hóf ' inu stjórnaði Baldur Eyþórsson, prentsmiðjustjóri, bankaráðsmað ur. Tryggvi Pétursson, útibús- stjóri, er Árnesingur að upp- runa, fæddur á Eyrarbakka en hóf störf hjá Búnaðarbankanum Framhald á bls. 11. BÆJARKEPPNIN í kvöld kl. 20 leika: REYKJAVÍK - AKRANES á Laugardalsvellinum. Unglingaúrval gegn gömlu meisturunum. AÐGANGUR: Stúka kr. 60.- Stæði kr. 40.- Börn kr. 20,- Mótanefnd. KENNARAR Ein kennarastaða laus við Barnaskóla Borg- arness. Umsóknarfrestur til 30.8 n.k. Upplýsingar gefur skólastjórinn Sigurþór Hall- dórsson í síma 93-7197. Skólanefnd Borgarness. ÚTBOÐ Tilboð óskast í götu- og holræsagerð í norðan- verðum Kópavogshálsi (Dalbrekku). Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings í Kópavogi gegn kr. 1000.- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð í Félagsheimili Kópa- vogs kl. 14, 28. ágúst 1967. Bygginganefnd Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja 4. áfanga Vogaskóla, hér í borg, sem í eru fimleikasalir, kennslustofur o. fl. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. ^ Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28. sept- ember n.k. kl. 11.00 f. h. }‘ IHNKAÚPASTOFNUN REYKJAVfKURBORGAR YONARSTRÆII 8 - SÍMI 18S00 Áskrlftasísni AlþýðublaSsins er 14900 17. ágúst 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.