Alþýðublaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 9
KDP.avíOíG.SBÍD Nábúarnir Snilldar vel gerð ný, dönsk gamanmynd í sérflokki. John Price Ebbe Rode SýndVkl. 5, 7 og 9. Ný dönsk mynd, gerð eftir hinni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde“. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur að flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látið skrá blf- reiðina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 við Rauðará Símar 15812 - 23900. Ofnkranar, Tenglkranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. BurstafeU bygglngavöruverzlun Béttarholtsvegi 3. Sfml 3 88 40. FJÖLIDJAN • ÍSAFIRDI EINANGRUNARGLER elskaði mig og vildi giftast mér? Harry maðurinn minn? Það var óhugsandi. Og þar sem ég hafði aldrei á réttu að standa hvorki í einkalífi mínu eða vinnunni fór ég að hágráta. Ég grét eins og James kvöldið áður, tárin runnu niður kinnar mínar jafn hratt og ég þerraði þau. Allt var anstyggilegt - eyjan þakin Ijós um og ilmurinn af liljunum, Alex enderhjónin,- Upphaf og endir ástarinnar. Ég hafði glatað sjálfri mér. Ég heyrði eitthvað þrusk við gluggann og svo var sagt: Hjart að mitt! Þetta var Bob. — Láttu þér ekki bregða svan a! Ég er ekki draugur.. Trish sendi mig eftir... Hvað er að, Júlía? Hann var kominn til mín og sá að ég grét. — Mér finnst víst leiðinlegt’ að fara héðan, sagði ég og reyndi að vera glaðleg. Það var áfall fyrir mig að sjá hann. Ég sem alltaf hugsaði um hann, hafði gleymt því, hvernig hann leit út, indíánaandlit hans línum í kinnum hans, sviplaust andlit hans. — Hverju gleymdi Trish? sagði ég og reyndi að vera kæru- leysisleg. — Ég veit það ekki, sagði hann hirðuleysislega. — Einhverju fyrir hárið. — Greiðunni hennar! Hún verður vitlaus ef hún fær hana ekki strax! Ég hugsa að hún sé.. — Láttu þér ekki liggja á', sagði hann. — Hún getur beðið. Hún verður ekki húsbóndinn eftir nokkra daga, svo þér liggur ekki á. Hann þrýsti mér niður í sófann og settist við hlið mér. — Ég hitti Dave, sagði ég. — Hann kann vel við þig. — Hann spurði mig, hvort ég myndi hitta þig. Ég sagði hon- um, að það væri harla ólíklegt. — Hvað hefur komið fyrir Júlía mín? spurði hann hlæjandi. Ég blóðroðnaði. — Ég vildi að Guð gæfi að ég hefði aldrei kynnzt þér, sagði ég hörkulega. — Við hvað áttu eiginlega? Ég var hætt' að hugsa um, að ég mætti ekki móðga hann. Hann móðgaði mig og særði með því að sitja þarna og láta sig engu skipta hvernig mér leið! — Dave bað mig um að hjálpa sér rétt áðan, hann er hér núna og hann kom til mín. Hann þor- ir ekki að segja þér, að Shane á von á barni. Segðu mér ekki að hætta að skipta mér af því, sem mér komi ekki við, ég ætla að gera það! Ég ætla að segja þetta og þegja svo. Leyfðu hon- um að giftast henni. Hjálpaðu honum. Láttu hann fá skollans vegabréfið og gefðu honum pen inga líka. Hann veit hvað ást er. Hann skilur lífið. Hann hlustaði á mig og það var einkennilegur svipur á and- liti hans og þegar ég var búin sagði hann þyngslalega: — Ég skal sjá um þetta. Þú þarft ekki að hugsa um það lengur. — Gott! sagði ég og reis á fæt ur. Hann reis líka á fætur. — Þér liggur ekki á'. Ég vil fá að vita við hvað þú áttir með því að segja að Dave skildi lífið og ást ina. Það var eitthvað í sambandi við mig. Ég varð enn rauðari. — Hann hangir ekki utan á giftri konu. Hjónabandsdjöfull eins og þú. Hún notar þig til að fá það sem hún vill fá. Hann tók um báðar hendur mínar og sagði: —. Um hvað ertu að tala, Júlía? Ég sleit mig lausa. — Um Trish! Trish! Trish! Þú hefur elskað hana í mörg ár. James veit það. Hann brotnaði saman í gærkvöldi. Hann grét. Og allt er í rusli milli þeirra . , Af hverju geturðu ekki . , , — Komdu! Hann breiddi út faðminn og þrýsti mér að sér um leið og hann sagði: — Hættu að tala, litla mín, hættu að gráta! Þú ert sjálf í rusli . . . Svona, ró- leg elskan mín . . . Hann róaði mig eins og ég væri smábarn eða hrætt dýr, hélt mér í faðmi sér og reri með mig fram og aftur. Hann leiddi mig að sófanum og settist og lagði höfuð mitt á öxl sína. — Þú komst ekki frá mér og skalt ekki reyna það. Og svo áttu að þegja. Nú er það ég, sem hef orðið. Mér finnst þú tala of mikjð. Til að byrja með ætla ég að leyfa mér að giska á að gamla vinkona þm Midge de Lacey hafi sagt þér þessa vitleysu um okkur Trish. Ég hef ekki verið hrifinn af Trish í tíu ár. Midge elskar lineyksli og þegar engin eru býr hún þau til. Svo er hún afbrýðisöm út af þér og það sá ég á henni um kvöldið og heyrði þegar ég talaði við hana í Róm. í öðru lagi er það ekki satt, að Trish hafi ógnað James með mér, en sé það satt, að hún hafi gert það þá er það mjög líkt henni þvi frúin sú óttast ekki neitt meira en tóman ávísanareikning. Hún hefur sagt mér það og þegar ég setti það á prent hótaði hún að lögsækja mig fyrir róg. Þú veizt að hún stjómar honum al- gjörlega. Hann vill það. Hann elskar það. Og hann elskar að leika í sögulegum kv'ykmyndum líka, Júlía hvað svo sem hann hefur sagt þér. í síðasta lagi kemst ég að því að þú haldir þvi áfram. Gerðu það fyrir mig. Ég elska það. Og svo held ég eiginlega að ég elski þig líka. Vertu kyrr! En ég sleit mig lausa. — Við hvað áttu með að þú elskir mig? öskraði ég. — Það er lygi! Hvernig geturðu logið svona að mér? Hér búa allir yfir einhverju leyndarmáli... James, Trish, Lúsíana, þú og Dave! Og nú kemur mitt leyndar mál. Ég elska þig... ó, já það geri ég. Og þú skalt ekki halda að ég ætli að ganga eftir þér með grasið í skónum, því ég er á förum til Manchester með pabba mínum og þú átt aldrei eftir að sjá mig framar! Alexanderhjónin fóru með há- degisbátnum til Kaprí og þaðan ætluðu þau að fljúga til Alex andríu ásamt Terence de Witt. Við vorum að pakka mestalla nóttina og allir voru fölir þegar við gengum niður að ferjunni með töskuhlaða. Trish hélt á engu nema perluskreyttri tösku. Allir kysstust í kveðjuskyni og nú þegar ég var að skilja við þau var ekker eðlilegra en vera umföðmuð af sterkum hand- leggjum James og Iáta Trish kyssa sig og finna að kinnar hennar voru mjúkar eins og rós arblöð. Þau fengu bæði tár i augun. — Vertu sæl elsku Júcíana. Ég hitti þig eftir þrjár vikur. Vertu sæl, elsku Júlía. Gleymdu ekki að skrifa okkur! Trish foðmaði okkur báðar og hló gegnum tárin. Við Lúcíana fórum í land. — Hún hættir bráðum að veifa, sagði Lúcíana. — Hún verður þreytt. Komdu með mér. Róbertó, hesturinn okkar gekk frá höfninni. Ég sá bátinn fjar- lægjast yfir vatnið um leið og vagninn beygði fyrir horn og ók upp veginn þaktan blómum. — Nú skaltu gerast spákona og segja mér allt, sem þú veizt um okkur Bob, sagði ég. Lúcíana var í gráa kjólnum sínum. Hún leit út fyrir að vera jafn þreytt og ég og hún sagði viðutan: — Bob? — Lúciana! Hér á ísóla vex ekkert grasstrá, sem þú þekkir ekki. Ég er að tala um Bob Lane. Englendinginn. Blaðamann inn, sem ég... eíska. — Svo þú ert ástfangin aft ur? spurði Lúcíana: — Gott. Hvernig átti ég að vita það? Ég skellti upp úr. Þýðingar- mesta augnablig lífs míns var augnablikið sem völvan hafðí ekki vitað um. Ég sagðj henni frá kvöldinu í gær og lauk máU mínu með orðunum: — Ég borða með honum í dag. Honum og pabba. — Til að ákveða giftinguna? — Láttu ekki svona heimsku lega. Lúcíana gretti sig og tautaði- fyrir munni sér að alltaf vfem Englendingar jafn einkennilegir. Húsið var manntómt ©g eiiv. manalegt. Bob var í setustot unni og Lúcíana tautaðk -ía skal sækja í glösin og fór eir» og ég væri Trish sjálf. — Líður þér betur? YSur mun ekki langa f gullaic 20 í haust eftir að hafa rcjtff kartöffuduftið frá 17. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ p

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.