Alþýðublaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 2
SINN ER SIÐUR í LANDI HVERJU Það er að vísu rétt, að ókunn ir réttir eru ekki alltaf jafn góðir. Flestir vilja fá mat „eins og mamma býr til“. Sjálfsagt hafa allir heyrt söguna um prest inn, sem kvartaði mikið yfir því, að konan hans gæti ekki búið til eins dásamlegan hafragraut og mamma hans. Við þetta sat í mörg ár, unz konugreyið brenndi grautinn dag nokkum og presturinn ljómaði af gleði. Loksins hafði lienni tekizt að búa til hafragrautinn hennar mömmu! Það er fátt jafn leiðinlegt og prentvillur í mataruppskriftum. !Ég vona, að enginn hafi reynt að búa til „Brasilíska karrýrétt inn“ í síðasta „Helgarblaði". Prentvillupúkinn liér á Alþýðu blaðinu er fram úr hófi drykk- felldur og vill vín I allan mat. Honum fannst ófært að enginn dropi var í uppskriftunum síð ast og hann settj því af skömm um sínum „IV2 teskeið af vel sterku „sherrý" í stað „karrý". Við skulum vona að hann sé ekki þurrbrjósta meðan þetta er sett. Nú skulum við bregða okkur til Ítalíu og fá ítalskan mat. Fyrst er kjötréttur, sem nefnist: Polpettone eins og þaff er eldaff í Flórenz. Polpettone er auðveldur og þægilegur matur og ágæt til- breyting frá „Sviknum héra“, sem allir kannast við. 600 gr, af hökkuðu kjöti eru hrærð með 1 eggi, 4 matskeið um af raspi, salti, pipar og kryddi, sem heitir spezie. Ef deigið verður of lint má bæta meira raspi í. í Piemonte setja menn tvö harðsoðin egg innan í deigið áður en það er steikt. Það lítur vel út, þegar kjötið er skorið niður. 1 stór laukur, 2 gulrætur, ör- lítið af steinselju er brúnað í smjörlíki. Polpettone er sett of an í og brúnað vel. 3 dl. af mjólk helt yfir og soðið í % tíma. Jafnað með hveiti og síðast er safa af 1 sítrónu hellt yfir. Þetta er borið fram með soðn um eða sykurbrúnuðum kartöfl um og grænmeti. ítalir borða mikið avaxtais, sem er góð tilbreyting frá rjóma og mjólkurís. Sítrónuís. 300 gr. sykur, rifið hýði af 1 sítrónu og V2 1. vatni er soðið í tíu mínútur. Siðan er þetta kælt og safinn úr þremur sítrón um settur út í. Það er síað vel og fryst. Á sama hátt er auðvelt að búa til appelsínuís, ananasís og fleiri tegundir. Auðveldlega má nota safa úr dós, en gæta verður þess að hann sé ósætur eða minnka sykurmagnið í uppskrift inni. í þetta skipti ætlum við að einbeita okkur að uppskriftum, sem kosta tiltölulega lítið og mið ast við sunnudags- eða hvers- dagsmat, sem er dálítið öðru- vísi, en við höfum borðað hing að til. Næsta uppskrift er frá Frakklandi og heitir: Gigot (steikt kindalæri). Kaupið útbeinað læri og krydd ið það með hvítlaukssalti (gæt ið þess að nota ekki of mikið, það er sterkt). Hakkið I búnt af steinselju og 1 búnt af gras lauk og kryddið það með 1 tsk. af salti og 1 tsk. af pipar. Strá ið þessu yfir kindalærið og vefj ið það saman. Bindið fast um það, skolið af því og þerrið vel, nuddið það með salti og setjið það í þröngan pott. Hellið vatni yfir og sjóðið lærið í 2 tíma. Takið það svo upp og setjið það í ofnpönnuna í sjóðheitan ofn í Vz tíma og brúnið vel. Ausið soðinu yfir og búið úr því sósu. Takið bandið utan af og setjið steikina á fat. Með steikinni er gott að bera: Hvítar baunir: V2 kg. af hvítum, þurrkuðum banum er lagt í bleyti í kalt vatn í l%-2 sólarhringa. Vatn inu hellt af og baunimar soðn ar í 20 mínútur. Það á að veiða allt hýði ofan af áður en vatn inu er hellt af baununum, strá svo á þær salti og pipar og setja smjörklínu í pottinn smá stund. Steinselju stráð yfir baunirnar og þær bornar með kindalærinu. Rabarbarahlaup. 1 kg. fínt skorinn rabarbari er soðinn í litlu vatni, sigtaður frá og vegið hve mikill safinn er. Það ættu að vera 3/4 til 1 lít er af safa, sem er settur í pott ásamt 200 gr. af sykur. Soðinn smástund, tekinn af eldinum og í hann sett 12 tolöð af matarlími og safinn úr 3 sítrónum. Nú er sett í ögn af vanilju og meiri sykur ef vill. Síðan hellt í glerskál og sykri stráð yfir. Þessi eftirmatur á að bíða í minnst 8 tíma á köldum stað (í ísskáp helzt). Borðað með þeyttum rjóma. Við borðum mikið fisk, en kunnum heldur lítið með hann að fara. Það er soðinn fiskur, steiktur fiskur og fiskibollur, sem algengastar eru. Hér kem ur fiskuppskrift, sem er hrein- asti veizlumatur og heitir: Þorskur frá Normandi. Þorskurinn er hreinsaður vel og skorinn í að gizka 2 cm. sneiðar. Gert er ráð fyrir 2 sneiðum á mann. Stykkin eru lögð í 2-3 tíma i mataroliu, sem krydduð er með graslauk, esdra gon og rosmarín (kryddtegund- ir). Salti og pipar stráð yfir. Steikið þorskstykkin og strá- ið steinselju yfir þau, þegar þau eru fullsteikt. Látin á djúpt fat og safanum af pönnunni hellt yfir. Ef þið ætlið að hafa þetta sér6taklega fínan rétt, þá má strá rækjum yfir. Borðað með soðnum kart- öflum. Við borðum alltof lítið af osti sem eftirmat. Það er mjög gott í staðinn fyrir kökur og ís að bera fram disk með alls kon ar ostum oa kexi. Svo er líka til mikið aí ostaréttum, bæði sem eftirmat og forréttum. og hérna kom tvær uppskriftir: Fromage: 2 eggjarauður eru þeyttar lítið eitt, 1 bolli mjólk, paprika, 114 tsk. salt og AV2 bolla af rifnum osti bætt í. Bakað í ofni í 20 mínútur. Þessi réttur er ætlað ur fyrir 6. Rinktum Ditty: 1 lítill, smáttskorinn laukur er soðinn í 1 matskeið af smjör- líki unz hann er mjúkur. 2 boll ar smáttskomir tómatar, 1 tsk. salt V4 tsk. pipar og 2 tsk. syk- ur bætt í. Þá er 250 gr. af rifn um osti sett út í pottinn og þetta hitað unz osturinn er bráðinn. Stööugt hrært í. Þá er bætt I 1 þeyttu eggi og s.oðið 1 1 mínútu til viðbótar. Borið fram sem for réttur á ristuðu brauði. Þetta er líka mjög gott jpeð kaffi á kvöldin. ÖLFUS- CAMENBERT osturinn kominn á markaðinn. Ljúffengur, franskur góðostur. CAMENBERT í MORGUNMAT CAMENBERT í EFTIRMAT Ostageröin h.f. — HveragerÖi Hótel Borgarnes Borgarnesi Hótel Borgarnes býður upp á 50 gistirúm í vistlegum húsakynnum. Handlaug og útvarp í hverju herbergi. Skoðið Borgarf jörð. Dveljið á Hótel Borgarnesi. Njótið veitinga í hinum hlýlega veitingasal okkar. HÓTEL BORGARNES Sími 93-7119 — 93-7219. Hafnarbuðir Reykjavík HAFNARBÚÐIR bjóða góðan mat og góða gistingu. Stór veitingasalur — Sjálfsafgreiðsla. Opið frá 6.30 að morgni til 8 að kvölldi. Baðhús opið fyrir almenning frá 7.30 að morgni til 9 eða 10 að kvöldi. Glaumbær merkti forðum bæ glaums og gleöi Glaumbær er í dag staður glaums og gleði í Glaumbæ er gott (að vera — gott að borða — Bjóðið konunni í GLAUMBÆ. Sími 11777. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.