Alþýðublaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 1
sma i
Hargreaves sagði ekki orð fyrr
en hann var búinn að kveikja á
báðum lömpunum. Jafnvel þá fór
hann ekki úr frakkanum. Þó að
kalt væri inni var þar ekki gott
loft. Hargreaves hikaði ögn.
— Þetta, sagði hann og benti
á rúmið, - var hérna. Hann kom
inn um dyrnar þarna. Skilurðu
það núna?
Félagi Hargreaves kinkaði
koili.
— Nei, sagði Hargreaves og
brosti. — Ég er ekki að reyna
að blekkja þig. Ég er að reyna
að svipta blekkingavefnum af.
Eigum við að koma niður?
Það brakaði og brast i stigan-
iim undir fótum þeirra, jafnvel
þó að þrepin væru klædd þykk-
um teppum. Hargreaves benti
félaga sinum að setjast við eld-
inn.
— Mig langar til að segja þér
það, sagði hann. — Þér megið
ekki halda að ég sé að setja mig
á háan hest, þó að ég segði yður
frá þessu lilutlaust eins og þér
hefðuð enga hugmynd um það,
sem gengið hefur á. Aðeins þann
ig getið þér skilið það, sem hann
átti í höggi við.
— Við skulum byrja á Tony
Marvell. Allir kunnu vel við
hann. Hann var kannske ekki sér
lega séður í viðskiptum enda allt
of örlátur, en hann var fram úr
Ihófi samvizkusamur og einstak-
lega góður stærðfræðingur.
Tony ætlaði að læra stærfræði,
en hann varð að taka við fyrir-
tækinu, þegar frændi hans dó.
Þér vitið, hvernig fyrirtækið var
þá. Þrjú fyrsta flokks hótel, sem
gamli Jim, frændinn, Ehafði
byggt og rekið með glæsibrag.
Nú var allt að fara í hundana.
Menn sögðu Tony, að það væri
brjálæði af honum að fara út í
viðskiptaiífið. Bróðir hans - Ste
phen Marvell, skurðlæknirinn -
sagði að spilaborgir gamla Jim
myndu hrynja yfir þau öll og
steypa þeim í frekari skuldir. Þér
vitið, hvernig fór. Tony var tutt-
ugu og fimm ára, þegar hann tók
við rekstrinum. Þegar hann var
tuttugu og sjö ára voru hótelin
farin að bera sig og gróðinn kom
jafnvel Tony á óvart.
Og allt var það vegna þess að
hann vissi ekki hvað eftirvinna
var. Hann vann stöðugt og gafst
aldrei upp. Það var -hægt að lesa
úr andliti hans þessa lífsskoðun:
„Mér leiðist hótelrekstur, en ég
verð að koma öllu í gott horf til
að ég fái að vinna við mín hugð-
arefni“. Hann gerði þetta vegna
þess, að hann hafði lofað gamla
Jim að gera það og vegna þess,
að hann áleit að þetta væri svo
auðvelt starf, að hann vildi sýna
öllum hve auðvelt það er að reka
hótel. Ep það var ekki auðvelt.
Enginn maður getur unnið allan
sólarhringinn. Hann vissi allt um
hótelinn þrjú, .eitt í London,
annað í Brighton og það þriðja
í Eastbourne, frá verðinu á kodda
veri og smurningsolíu á lyftu-
reimar. Hánn veiktist í'lok fimm-
ta ársins. og Stephen bróðir hans
sagði honum, hvað hann ætti að
gera.
— Þú hættir, sagði Stephen.
— Þú ferð í ferðalag. Umhverfis
jörðina en þú lætur ekki sjá þig
næsta hálfa árið. Þann tíma
máttu ekki einu sinni hugsa um
starfið. Skilurðu það?
— Tony sagði mér söguna í
gærkveldi. Hann segir að þetta
hefði aldrei komið fyrir, ef hon
um hefði ekki verið bannað að
skrifa heim.
— Þú sendir ekki einu sinni
kort, sagði Stephen. — Ef þú
gerir það ferðu að hugsa um
hótelin, aftur og þá hjálpi þér
guð.
— En Judith.... mótmælti
Toriy,
— Þú skrifar Judith alls ekki,
sagði Stephen. — Mér er sama
þó að þú ætlir að giftast einka-
ritara þínum, en þú hvílist ekki
ef þú stendur í löngum bréfa-
skriftum um hótelin.
Framhald á 4. síðu.