Alþýðublaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 10
' Menn verða að sníða sér stakk eftir vexti w Hinn vistlegi veitingasalur í Brauðbæ. Við Óðinstorg stendur fyrir- tæki, sem margir Reykvíkingar kannast sjálfsagt við. Brauðbær heitir það og þar er einhver stærsti matseðill, sem hægt er að fá á íslenzkum veitingastað. Við lögðum leið okkar upp hring stiga, gegnum eldhús og inn á skrifstófu eiganda Brauðbæjar, Bjarna Árnasonar. — Hvé margar tegundir af brauði bjóðið þið upp ó hér, Bjarni? — Ég held, að mér sé óhætt að segja að við getum boðið upp á 40-50 mismunandi gerðir af smurðu brauði. — Ert þú þá ekki með fjöl- breyttara álegg en gengur og gerist? — Ég las í dagblaði nýlega kvörtunarbréf, þar sem talað var um að hvergi fengist smurt brauð með lifrarkæfu, rauð- sprettu og spægipylsu eins og í Kaupmannahöfn. Ég gerði til- raun í fyrra með rauðsprettu- flök með remúlaði og ristuðum sveppum. Það keypti það eng inn. Ég er alltaf með brauð með lifrakæfu. Það selst ekki. Ég hef gert tilraun með kjúkling á brauð. Við hendum því. Buff tartar er spurt um einu sinni í mánuði. Fólk kemur hingað inn litur á brauðið í afgreiðslu borðinu, bendir og spyr: —< Hvað er þetta? — Þetta er nautatunga og þetta er hamborg arhryggur, svörum við. — Jæja, ég ætla að fá eina með hangi kjöti. Nei, markaðurinn er bað þröngur, að lítið fyrirtæki get ur ekki boðið upp á fleiri teg- undir öðru vísi en þær séu pantaðar. Það eru afar fáir sæl kerar á íslandi og eina leiðin er að vinna fyrir fjöldann. — Er íslenzka smurða brauðið líkt því danska? —• Alls ekki. íslenzkt smurt brauð byggist á majónesi og sal ötum og aftur majónesi. Danskt smurt brauð byggist á áleggi. Það er oft rætt um það, hve smurt brauð sé fitandi. Það er ekki rétt. Það er ekki smurða brauðið eða áleggið heldur sal- ötin og majónesið. Hugsaðu þér alla þessa olíu, alla þessa fitu. Hvernig heldurðu, að það fari í maga? Ef við reynum að setja heldur minna salat og majónes ofan á sneiðina biður fólk um aukaskammt. Sumir biðja meira að segja um aukaskammt og borða tvöfaldan skammt þó full kominn skammtur sé á sneið- inni. — Hver heldur þú að ástæð an sé fyrir þessu? — íslendinga skortir feitmeti og grænmeti í fjöldamörg ár. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi ekki enn vanist því, að nóg er til. — Hvenær stofnaðirðu Brauð bæ? — Brauðbær var opnaður 15. janúar 1965. Við lögðum frá upp hafi áherzlu á að hafa góð hró- efni og gott starfsfólk. Salurinn niðri er eins og þú sást skemmti lega innréttaður og mjög vistleg ur. Ég álít að eiginmenn ættu að gera meira af því, að bjóða kon unni og bömunum í mat hér og losa þar með konuna við upp- þvott og matarstúss. Við skul- um taka sem dæmi, að hingað komi hjón með tvö börn. Þau fá sér t. d. sina sneiðina hvor með roast beef og hálfa sneið með humar. Bömin borða brauð með hangikjöti. Þetta kostar þau 206,oo krónur eða 51.50 á mann. Sumir tala um að smurða brauðið sé dýrt. Það er ekki rétt. Það er að vísu allt dýrt í dag, en verðið á smurðu brauði Múlakaffi Opiö frá kr. 7 fJi. til kl, 11,30 e. h. ★ Kaffi og nýbakaðar kökur, smurt brauð og heitur matur alla daga. ★ Fljót afgreiðsla. ★ Næg bílastæði. ★ Ódýr og góður matur. ★ Sjónvarp í salnum. ★ Þeir sem koma einu sinni koma ævinlega aftur. ★ Eiginmenn! Bjóðið fjölskyldunni í mat og kaffi í MÚLAKAFFI, TALAÐ VIÐ BJARNA ÁRNASON er.ekki hátt. Ef þú ferð í búð og kaupir 100 gr. af salati kost ar það 22 kr. góð, þykk skinku sneið kostar 20 kr., brauðið, smjörið og grænmetið, sem við notum í skraut kostar senni- lega um 4 kr. Þetta eru sam- tals 46 krónur, en við seljum sneiðina á 40 kr. —• Þá hlýturðu að stðrtapa. Er starfið svona skemmtilegt? — Starfið hérna býður upp á óteljandi möguleika. Ég he£ skúrað gólfin sjálfur, afgreitt, þvegið upp, beinað út kjöt, lag að álegg og smurt brauð og sam lokur í forföllum. — Eruð þið líka með samlok ur? — Já, við smyrjum allar sam lokurnar, sem seldar eru 1 Nesti. Við erum með 7 mismun andi tegundir af áleggi á þeim og höfum reynt að spara ekk- ert til. Við látum baka brauðin sérstaklega fyrir okkur og vönd um áleggið enda hafa samlok- urnar verið mjög vinsælar. Við seljum mjög mikið út brauð og snittur í veizlur enda kosta snitturnar hjá okkur aðeins kr. 15. kr. Hingað koma líka marg ir eiginmenn og kaupa smurt brauð til að taka það heim til konunnar. — Kvartar þú ekki líka undan féskorti eins og flestir aðrir, seni reka fyrirtæki? —• Vitanlega er skortur á láns Framhald á 11. síðu. Naust Vesturgötu 6-8 — Sími 17758. Hér eru á borðum pipraðir páfuglar, saltaðir sjófiskar, mimjam og timjam, og multum salve. Hér er drukkið Primet og Klaret og vínið Garganus, gullhörpur á gólfi slegnar og góðar vistir mönnum gefnar. Þetta dreymdi menn um forðum, í dag má gjöra slíka veizlu í NAUSTI. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.