Alþýðublaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 5
BARNAGAMAN
Stóri-Ljótur sat upp á hæsta
tindi fjallsins, sem hann bjó í og
hori'ði sköinmustulega niður í
dalinn. Hann var svo skömm-
ustulegur, aö enginn hefði trúað
því, að tíann ætlaði að fara að
gifta sig. Það ætlaði liann samt.
Hann ætlaði að giftast Kolrössu,
galdrakerlingu. Hún var ljót en
hún var rík. Einu sinni var Stóri
Ljótur líka ríkur, en nú var
hann búin að missa alla pening
ana sína.
Stóra-Ljót langaði ekki vitund
ar ögn til að gifta sig. Hann
vildi heldur vera ógiftur og
dunda sér á kvöldin. En nú var
svo hræðilega skítugt hjá hon-
um og hann kunni alls ekki að
þvo eða þrífa. Þegar Kolrassa
bað hans, sagði hann já, en það
var bara af því að hann þorði
ekki að hryggbrjóta hana. Það
var nefnilega betra að eiga hana
fyrir konu en óvin.
Enginn skildi af hverju Kol-
rassa vildi giftast Stóra-Ljót,
hann skyldi það sízt af öllu sjálf
ur. Hún var bæði rík og göldr-
ótt og hefði hæglega getað feng
ið prinsinn og Stóri-Ljótur var
eins og nafnið gefur til kynna
bæði^stór og hræðilega ljótnr.
Þau giftu sig í kyrrþey og það
fannst Stóra-Ljót leiðinlegt.
Hann vildi hafa veizlu, þó að
Kolrassa væri nízk, en Kolrassa
sagði að það hentaði sér ekki
og um kvöldið fluttu þau iieim
í liúsið hennar Kolrössu. Meðan
þau voru að borða sagðist Kol-
rassa þurfa að fara í ferðalag.
Stóri-Ljótur brosti út að eyi'-
um.
—Það verður skemmtilegt, sagði
hann og dinglaði skottinu.
— Gaman? sagði Kolrassa. —
Heldurðu að þú fáir að fara með?
Nei, ekki aldeilis góði. Ég gift-
ist þér til að láta þig gæta húss-
ins fyrir mig á meðan ég er ekki
heima og sjá um að enginn steli
neinu frá mér, Ef þú gerir það
ekki skal ég breyta þér í mann
þegar ég kem heim. Og það get
ég. Sjáðu bara!
Kolrassa benti á Stóra-Ljót
með fingrinum, sem var langur
og boginn og tautaði galdraorð.
Stóri-Ljótur fann hvernig hár-
ið datt af honum, nefið minnk-
aði og hann allur. Hann fór að
gráta hástöfum og lofaði að
gæta hússins vel ef hún breytti
honum aftur í tröll.
Kolrassa fyllti margar töskur
af fínum fötum og skartgripum,
því hún ætlaöi í skírnarveizlu
hjá kónginum. Stóra-Ljót fannst
gott að vera einn heima. Hann
var svo hræddur, þegar galdra-
nornin ætlaði að breyta honum
í mann og hann lagðist endilang
ur í grasið.og steinsofnaði. Hann
svaf í þrjá daga og þrjár nætur
en fjórða morguninn vaknaði
hahn við að einhver kitlaði hann
í hnakkann. Og þarna stóð fyrir
framan hann agnarlítil dauð-
hrædd telpa. Hún hafði haldið
að hárið á Stóra-Ljót væri mosi.
SIÚRI - UÖTUR
Þarna sjáið þið hvað hann var
Ijótur!
—Þú ert yndisleg, sagði Stóri-
Ljótur og horfði á litlu telpuna.
— Hvað heitir þú?
— Ég heiti Anna Soffía, sagði
stelpan. — Kýrin okkar er týnd.
Tókst þú hana?
Stóri-Ljótur hristi stóra haus
inn sinn. Hann hafði ekki tekið
kúna, en hann vildi gjarnan að-
stoða við að leita að henni.
Hann leitaði og leitaði og skynd'
lega lyfti hann einhverju upp.
Það var raunar kýrin. Þá ætlaði
Anna Soffía að fara heim.
— Æ, farðu ekki strax, tal-
aðu við mig, sagði Stóri-Ljótur,
honum leiddist mikið. — Komdu
og sjáðu húsið okkar Kolrössu.
—Hjálpi mér hamingjan hróp
aði Anna Soffía dauðhrædd. —
ert þú maðurinn hennar Kol-
rössu. Þá fer ég heim. Hún er
bæði göldrótt og þjófótt. Hún
stal gullfestinni hennar mömmu.
— Gerði hún það? Þá skulum
við finna hana. Kolrassa er ekki
• heima.
Svo fóru þau að leita Anna
Soffía og Stóri-Ljótur og þau
fundu gullfestina. Stóri Ljótur
setti hana um hálsinn á Önnu
Soffíu og hún hljóp alla leiðina
heim með kúna 'á eftir sér og
sagði frá því, sem fyrir hana
hafði komið. Allir í sveitinni
höfðu misst eitthvað til Kolrössu
og allir fóru til Stóra-Ljóts
Hann tók þeim ljúfmannlega og
fann alla týndu gripina. Síðast-
ur kom forsætisráðherrann og
hann fékk kórónu kóngsins og
gullfingurbjörg litiu prinsess-
unnar.
En þá voru allir skartgripirn-
ir horfnir.
Stóri-Ljótur beið eftir Önnu
Soffíu fyrir utan. Hún kom á
hverju kvöldi með pönnukökur
handa honum og pönnukökur
eru góður matur. Hún fór að
spyrja Stóra-Ljót, hverjir hefðu
kornið.
En hvað prinsessan hlaut að
vera glöð yfir að fá gullfingur-
björgina s?na aftur, sagði Anna
Soffía og klappaði saman ló.'un
um.
En hvað skyldi Kolrassa
Þegar Stóri-Ljótur r’r -ð
hugsa um Kolrössu varð hann
sv.o hræddur að hann stakk
hausnum ofan í gjótu og kom
ekki nærri strax aftur upp.
— Kolrassa gerir mig að
■manni! stundi hann. — Æ, hvað
ég á bágt!
— Það er ekkert voðalegt,
sagði Anna Soffía.
—Það finnst okkur tröllunum.
Hvað ætti ég að gera, ef ég væri
maður?
— Ef þú værir maður, vildi
ég giftast þér, sagði Anna Soff
ía.
—Þú ert bæði góður og heiðar
legur og meira þarftu ekki að
vera.
Svo kyssti hún Stóra-Ljót.
Og þá gerðist dálítið undar-
legt. Hrúga af mosa og þurrum
greinum hnígaðist upp með
braki og brestum og fyrir fram
an hana stóð ljómandi laglegur
ungur maður.
Stóri-Ljótur — teikning eftir Hólmfríði.
— Þakka þér kærlega fyrir
Anna Soffía, sagði ungi maður-
inn og hló glaðlega. — Nú þarf
Kolrassa ekki að hafa fyrir því
að breyta mér í mann. Amma
hennar bleytti mér í tröll fyrir
mörgum árum og hún sagði að
ég yrði að trölli þangað til að
einhver stúlka kyssti mig og
segði að ég væri góður. En ég
hef ekki vitað það fyrr en nú
að ég væri maður og því var
það skiljanlegt að ég væri
hræddur við að Kolrassa breytti
mér í mann.
—Eigum við ekki að sjá, hvað
hún gerir þegar hún kemur
heim? sagði Anna Soffía. —
Næst þegar tunglið er fullt ætl
aði hún að koma heim og þá
skulum við vita, hvað verður.
Svo ihlupu þau heimleiðis og
sögðu alla söguna. Presturinn
fór að semja brúðkaupsræðuna
og foreldrar Önnu Soffíu fóru
að hugsa um veizluna. Kóngur-
inn gerði Stóra-Ljót að ríkisfé-
hirði og allir sendu kökur.
En um nóttina læddust ungu
hjónin upp að húsinu ihennar
Kolrössu einmitt um leið og
tunglið kom upp fyrir fjallsbrún
ina.
Hvað haldið þið að þau liafi
séð?
Þegar galdranornin sá að all
ir dýrgripirnir og Stóri-Ljótur
voru á bak og burt varð hún
svo reið að hún breyttist í þurrt
laufblað, sem fauk á brott með
vindinum.
Þannig fór fyrir Kolrössu. en
Anna Soffía og Stóri-Ljótur
lil'ðu bæði vel og lengi.
ÞESSI VINSÆLU LEIKFÖNG ERU KOMIN í VERZLANIR
HEIDVERZLUN INGVARS HELGASONAR
5