Alþýðublaðið - 02.09.1967, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 02.09.1967, Qupperneq 1
3. - 10. september 1967. næsfu viku Frú Jóna, Jóns ásamt ráðgjaja sínum. SJÓNVARPSÚTSENDING í DAG Fyrsta laugardagsútsending sjón- varpsins er í dag. Hefst hún kl. 17.00 og lýkur um kl. 23. Nýr myndaflokkur verður tekinn til sýningar á laugardögum og mun hann standa næstu mánuði. Þessi myndafiokkur heitir á frummál- inu ,,Mrs. Thursday", en í íslenzkri þýðingu ,,Frú Jóna Jóns“. Þættirnir fjalla um ekkjuna Jónu Jóns, sem starfað hefur um langa liríð hjá auðkýfingi nolckr- um. í þessum fyrsta þætti and- ast kauði og eftirlætur hann Jónu 10 miiljón pund. Verður þarna snögg breyting á högum hennar og lýsa næstu þættir ýmsum æv- intýrum hinnar nýríku konu. Eins og fyrr segir munu laugardagsút- sendingar hefjast kl. 17, og þá á endurteknu efni. Er ráðgert að sá liður standi um það bil hálfa klukkustund. Að þessu sinni verð ur endurtekinn þáttur með Karla- kórnum Vísi frá Siglufirði. Þá hefst íþróttaþáttur og mun hann standa til kl. 19 en þá verð- ur nokkurt hlé. Sjónvarpið hefur keypt sýningarrétt á enskum myndaflokki, sem kallast „Leik- ur vikunnai" og sýnir þann knatt- spyrnuleik ensku deildarkenninn- ar, sem beðið var með mestri ó- þreyju hverju sirmi. Á að gizka 30 leikir verða sýndir, einn í hverri viku, og er það venjulega viku eftir að þeir hafa farið fram Hver leikur tekur þó aðeins 45 mín. í sýningu, því að þeir eru klipptir til. í dag verða leikirnir tveir. Sjáum við leik Fulham og Wolvs og síðan leik Tottenham og Westham. Mynd um sland Á föstudaginn kl. 20.55 sýnir sjón- varpið kvikmyndina „ísland nú- tímans". Þessi kvikmynd er fyrsti hluti af þremur, sem fjalla um Færeyjar, Grænland og ísland og heita á ensku „Forgotten Europe". I-Iöfundur myndanna er franskur, en aðalkvikmyndatökumaður er ungur mjög efnilegur Pólverji. Þrándur Thoroddsen, kvikmynda- tökumaður sjónvarpsins var þeim til aðstoðar hérlendis. Myndin var tekjn hér á tíma- bilinu júlí 1964 — marz 1965. Að standendur þessarar íslandsmynd- ar lögðu á það ríka áherzlu að forðast bæri hinn sígilda keim venjulegra landkynningarmynda. Myndin fjallár um ReykjaVík, um sveitina og um auðn landsins. All- rnargir ónaíngreindir íslendingar voru látnir tala um sjálfa sig, um landið og ekki hvað sízt um tengsl sín við náttúruna og heyrast skoð- anir þeirrá af og til undir mynd- ihni. Einnig heyrist þjóðleg tón- list og jazzkvintett Péturs Östlund leikur. Þessi kvikmyndasamstæða hef- ur hlotið ýmiss konar viðurkenn- ingu, m.a. ítalska viðurkenningu 1965, og valin var hún af Frakk- lands hálfu á kvikmyndahátíðina í Florenz 1966 sem og á hátfð í Mannheim samá ár. Sjónvarps- stöðvar flestra landa Evrópu hafa nú keypt myndirnar. Sjónvarps- stöðvar JBorgarnes rás 7 Grindavík rás 8 Grundarfjörður rás 6 Flellissandur - rás 8 Ólafsvík rás 5 Reykjavík rás 10 Stykkishólmur rás 3 Vestmannaeyjar rás 5 Vík í Mýrdal rás 11

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.