Alþýðublaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 8.—14. oktðber1967 næstu viku Krakkar léku saman Ef að líkum lætur verður glatf á hjalla á sjónvarpsskerminum á mánudagskvöldið klukkan hálf níu. Þá koma piltarnir í Ríó tríóinu með skemmtiþátt, sem þeir nefna „Krakkar léku saman. .Þeir munu syngja gömul lög og ný, flest af léttara taginu enda hafa þeir félagarnir oft komið fólki í gott skap með frjálslegri fram- komu sinni og skemmtilegum söng. Á dagskránni eru sem sagt gamanvísur og önnur góð lög þ.á. m. eitt frá 13. öld eitt heimatil- búið og hin úr ýmsum áttum. Auk Ríó piltanna, Halldórs Fannars, flelga Péturssonar og Ólafs Þórð arsonar, koma fram Margrét Stein arsdóttir, sem leikur á 'flautu og Sigurður Rúnar Jónsson, en hann leikur á ótal hljóðfæri, m.a. róm- verskan gítar og rússneskt bala- laika. Þar að auki mun hópur af, kátu ungu fólki taka undir í söngn um. Ríó tríó ásamt gestum. Sjónvarpið í dag í þættinum „Endurtekið efni'' kl, 17 í dag endurtekur sjónvarpið (þittinn: Munir og minjar. Þór Magnússon, safnvörður talar um uppgröft að Hvítárholti í Hruna mannahreppi. Örn Eiðsson stýrir íþróttaþættinum í forföllum Sig- urðar Sigurðssonar. Ensku liðin Chrystal Palace og Cueenspark Rangers leika „leik vikunar” og einnig eru sýndir kaflar úr leik Vals og Luxumborgarmeistaranna um síðustu helgi. Utvarps- stöðvar Langbylgjur m k* Reykjavík 1435 20* Hellissandur 201 1489 Siglufjörður 212 1412 Akureyri 407 737 Húsavík 212 141* Skúlagarður 202 1484 Kópasker 198 1510 Raufarhöfn 202 1484 Þórshöfn 198 1510 Eiðar 1435 209 Djúpivogur 212 1412 Álftafjörður 265 1133 Lón 212 1413 Höfn 451 665 Örbylgjur mc Reykjavík 94 Reykjavík 98 Langamýri 91,5 Raufarhöfn 91 Neskaupstaður 91 Vík í Mýrdal 98 Vestmannaeyjar 89,1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.