Alþýðublaðið - 15.10.1967, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.10.1967, Qupperneq 1
Sunnudagur 15. október 1967 — 48. árg. 231. tbl. — Verð 7 kr. Eggert G. Þorsteinsson Gylfi Þ. Gíslason ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGIÐ RÆÐIR EFNAHAGSMÁLIN FYKSTI fnndur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á þessu hausti verður haldinn næstkomandi þriðjudagrskvöld í Iðnó. Verður þá rætt um efnahags- og atvinnumál. Frummælendur á fundinum verða ráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason og Eggcrt G. Þorsteinsson. Frá því hefur verið skýrt á Alþingi, að samkomulag hafi orðið með stjórnarflokkunum um að halda áfram stjórnarsamstarfi. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1968 hefur einnig vcrið lagt fram og felast í því vissar ráðstafanir, sem nauðsynlegt er að gern vegna fjárskorts ríkissjóðs. Þá er útgcrðin nú í mfklum erfiðleik um vegna verðfalls á erlendum mörkuðum. Allt þetta verður rætt á félagsfundinum á þriðjudagskvöld í Iðnó. Allt Alþýðuflokksfólk er hvatt tii að mæta á fundinum. FRYSTIKISTUR UPPSELDAR MIKH) seldist af kjöti á fimmtu dag og keyptu margir miklarj birgðir svo sem af smjöri á mið- vikudag, er berast tók út um verð hækkanirnar. Á mörgum heimil- um munu því vera til frystikist- ur til matvælagcymslu. Alþýðublaðið hringdi í nokkrar verzlanir í Reykjavík er selja frystikistur i gær til að spyrjast fyrir um sölu á þeim og í öllum þeim verzlunum, er við hringd- um í, voru þær uppseldar. Sums staðar höfðu þær selzt upp fyrir 1—2 vjkum, en i sláturtíðinni er alltaf mikil sala í frystikistum. Annars staðar !höfðu þær selzt upp nú í vikunni og á einum stað í gær. Yfirreitt mun meiri sala nú í haust í frystikistum en á sama tíma í fyrra og mun íhafa verið látlaus eftirspurn eftir þeim alla þessa viku og munu flestar verzlanir eiga von á nýjum send- ingum bráðlega. — Algengasta stærðin sem fólk kaupir til heim- ilisnota mun vera 300 1 og kosta um 18 þús. kr. Rætt við Ragnar í Smára (sjá opnu) ST J ÓRN AE ANDSTÆÐIN G AR ráð- ast að vonum harkalega á efnahagsað- gérðir ríkisstjórnarinnar. Þjóðviljinn segir, að krafa verkamanna sé afsögn stjórnarinnar, þingrof og kosningar. En bendir nokkur á önnur úrræði til að leysa vandamálin, sem stafa af verð hruni og aflatregðu? Nei, því miður. Fram- sóknarmenn og Alþýðu- bandalagsmenn benda ekki á aðrar leiðir. Þeir hrópa aðeins, að allt sé ó- mögulegt, það verði að rannsaka ofan í kjölinn og taka upp einhverja aðra I stefnu. Hver hún á að vera segja þeir ekki. Hvert mannsbarn veit, uð tekjur ísl. þjóðarinnar af útflutningi verða á þessu ! ári 20—25% minni en þær voru í fyrra. Þetta er kjarni málsins. i Hvað gerist, ef maður, sem hafði 200. þús. krónu tekjur í fyrra, sér fram á, ARI að hann muni ekki hafa nema 150.000 í ár? Getur hann látið eins og ekkert sé? Nei,-hann hlýtur að gera ráðstafan- ir til að bjarga sér — og slíkar ráðstaf- anir eru 'aldrei þægilegar. Hvorki fyrir einstaklinga né heilar þjóðir. Síðan hefst maðurinn handa til að auka aftur tekjur sínar r framtíðinni. Þetta sama er kjarni í stefnu ríkisstjórn arinnar. Við verðum að mæta verð- hruninu með nýrri sókn til að auka fram. leiðslu, auka framleiðni og alveg sérstak lega að lækka framleiðslukostnað. ‘Það er sárt að þurfa að taka vísitölu uppbætur af kaupi um sinn. Segja við verkafólkið: Nauðsynjavörur hækka, en þið getið ekki fengið það bætt. En slíkar aðgerðir hafa þekkzt áður í landi okkar. Muna menn eftir fýrstu ráðstöfunum Vinstristjórnarinnar sum- arið 1956? Þá voru erfiðleikar eftir góð ærið 1955. Og ríkisstjórnin undir for- ystu Framsóknarflokks með þátttöku FramhaSd á bSs, 5 SjómannasambandiS efndi til sjomannaraöstefnu 1 gær sem haldin var í Lindarbæ og hófst hún kl. hálf tvö Umræðuefni voru kjör sjómanna á bátum, öryggismál og fleira. Var búizt við samþykktum frá ráðstefnunni um það er henni lyki kl. 6-7, en þá var blaðið farið fyrir nokkru í prentun. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar sjómanna frá svæðinu við Faxa- flóa, ag Snæfellsnesi og af Norðurlandi. SJÓMANNARÁÐSTEFNA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.