Alþýðublaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 6
c Snnnudags AlþýðublaðiS — 15. okt. 1967 -segir hinn frægi kvikm yndaleikari Marcello Mastroianni MARCELLO MASTROIANNI, hinn alis staðar nálægi og' óhjá- kvæmilogi aðalleikari í svo að segja hverri einustu ítalskri mynd sem kemur ó' heimsmark- aðinn, er ekki síður lífsleiður og óánægður í einkalífi sínu en myndunum, að minnsta kosti þeim listrænustu. Hann telur sig ekki stjörnu, segist fremur vera „anti-stjarna”, en þrátt fyr- ir það fara vinsældir hans sí- vaxandi úti um heiminn. Viðtal þetta var tekið á kvikmyndaliá- tíðinni í Feneyjum í seinasta mánuði. S p u r n i n g : Þér vitið nátt- úrlega, Mastroianni, að- aðeins einn ítalskur leikari hefur unn- ið fyrstu verðlaun á kvikmynda- hátíðinni hérna í Feneyjum fyr- ir bezta leik ársins. Hvernig stendur á þessu? Eru leikararn- ir okkar þeir lélegustu í heimi? S v a r : Við skulum bara horf- ast í augu við staðreyndirnar — það þýðir ekkert að kvarta um ranglæti eða hlutdrægni. Það er tæplega hægt að segja, að til séu atvinnukvikmyndaleikarar á ít- alíu eða að minnsta kosti er mjög stutt síðan sú stétt varð til. Fyr- ir nokkrum árum þegar ítalskar kvikmyndir urðu frægar fyrir neo-realisma sinn tóku leik- stjórarnir venjulegt fólk af göt- unni og létu það fara með aðal- lilutverk og smærri hlutverk. Á síQari árum hafa atvinnuleikar- ar verið notaðir, en jafnframt hefur kvikrnyndagerð okkar far- ið aftur — ekki kannski í tækni- legu tilliti, en myndirnar eru hugmyndasnauðari, ófrumlegri og meiri verzlunarvara en áður. Þess vegna er ekki nema eðli- legt, að það séu fáir góðir kvik- myndaleikarar á Ítalíu. Að maður nú ekki tali um leikkonurnar — það má segja, að tvær eða þrjár séu Sæmilegar, og það er sennilega of há tala. Og til að vinna fyrstu verðlaun á kvik- myndahátíð þurfa leikarar að kunna sitt fag. Sp.: Stundum er nóg að vera á samningi hjá voldugum kvik- myndaframleiðanda; þér vitið hvernig þessar kvikmyndahátíð- ir eru. Hvernig finnst yður ann- ars Feneyjahátíðin? Sv.: Ég kann ekki við mig hérna. Ég hitti alltof lítið af listafólki og alltof mikið af alls kyns undarlegum náungum, titl- uðum herrum, auðmönnum, fjár- málajöfrum, bröskurum, skringi- legum fígúrum sem maður veit ekki hvað eru að flækjast á kvik- myndahátíð. En þannig eru kvikmyndirnar — þetta er allt eins og dýragarður, og ég skammast mín fyrir að vera til sýnis eins og api í búri. Kvik- myndagérð er eins og verk- smiðja; listin má sín einskis inn- an um peninga og stórviðskipti. Sumum finnst kannski gaman að sjá alla trúðana samankomna á einum stað, en ekki mér. Og ekki líður mér betur að horfa á stjörnurnar og fólkið sem hyllir þær — það veit ekki,rað það er að hylla innantóma tál- sýn sem ekkert er í varið. Sp.: Þér eruð ekki sérlega kurteis í garð starfsfélaga yðar — eruð þér kannski ekki sjálfur stjarna? Sv.; Nei, ég er engin stjarna. Ég er anti-stjarna. Algerlega mótfallinn öllu þessu stjörnu- braski. Og ekki hefði ég heldur löngun til að vera eins og leik- ararnir í gamla daga, t. d. Kean, ekkert nema snilligáfa og brjál- æði í jöfnum hlutföllum. I kvik- myndunum var minna um snilli- gáfuna, og þá byrjaði auglýs- ingaviðbjóðurinn. Maður eins og Clark Gable væri ekki stjarna núna; hann væri þjónn eða dá- valdur eða töframaður eða allt annað frekar en stjarna. Stjörn- urnar eru dauðar, horfnar af sjónarsviðinu, og það er engin eftirsjá að þeim. Ekki syrgi ég þær. Mér finnst hetjur hlægi- Iegar. Eða þær fara í taugarnar á mér. Og finnst yður ekki kom- inn tími til að snúa tilbeiðsl- unni að einhverjum öðrum en kvikmyndaleikurum? Til dæmis geimförum? Hvort er meira spennandi: Valentina Tereskova eða hestakarl genginn í barn- dóm eins og John Wayne? Tarz- an var ágætur hérna áður fyrr, en ekki lengur. Ég vildi heldur vera arkítekt eða eðlisfræðingur. eða yfirleitt hvað sem er annað en kvikmyndastjarna. Sp.: Með leyfi að spyrja, hvað eruð þér þá að gera hérna á kvikmyndahátíðinni? Sv.: Ef ég hefði fengið að ráða myndi ég ekki hafa komið hing- að. Ég hef engan áhuga á þess- um skrípaleik. En ég fékk eng- an frið. „Það er nýjasta myndin þín sem verður sýnd, ÓKUNNI MAÐURINN,” var sagt við míg. „Ætlarðu að móðga Visconti, leikstjórann þinn, með því að vera ekki viðstaddur?. Það er skylda þín að fara.” Og svo framvegis. Og ég lét tilleiðast. Ég nennti ekki að standa í deil- um, sannfæra fólk um mitt sjón- armið, útskýra og útskýra. Nei, þá var minni fyrirhöfn að draug- ast hingað. Ég er latur og fram- takslaus. Oft finnst mér ég hafa á réttu að standa, en ég hef ekki nógan viljakraft til að halda fram skoðunum mínum. Ég læt hina heldur ráða. Ég veit ósköp vel, að þetta sýnir dugleysi mitt, vanþroska og karlmennskuskort. Sp.: Hafið þér ánægju af að gera lítið úr sjálfum yður? Ef til vill hafið þér lært þann sið af Fellini sem segir, að það geti verið gaman að tala illa um sjálfan sig — þá sé líka minni hætta á, að aðrir geri það. Sv.: Nei, hvers vegna þurfið þér endilega að misskilja mig? Ég hef enga löngun til að fá hrós frá öðrum. Ég hef aldrei gert neitt til að falla öðru fólki í geð. Mér geðjast ekki vel að sjálfum mér, ég er fullur af sjálfsgagnrýni. Það er óþarfi að hártoga orð mín. Sp.: Á hvern hátt geðjast yður ekki að sjálfum yður? Lík- amlega séð? Sv.: Þegar ég var ungur piltur hafði ég andstyggð á útliti mínu. Ég vildi vera vöðvafjall, sterk- ur, hraustur og karlmannlegur. En þess í stað var ég rýr og vis- inn, mjór yfir axlirnar og með spóaleggi. Það útlit hefði vakið mikla hrifningu núna. Því ólán- legri sem ungu mennirnir eru á allan hátt, þeim mun eftir- sóttari eru þeir af stúlkunum. Ljótleikinn er í tízku. Ég vildi, að ég væri aftur orðinn tvítugur. En ég er orðinn ríkur og hóglát- ur, ég hef fitnað, þó að ég sé reyndar jafnvöðvarýr og áður. Fallegur er ég ekki og hef aldr- ei verið. Ég er sviplaus, andlitið á mér er svo venjulegt, að ég hverf í fjöldann. Ég er búra- legur, dálítið sveitalegur eigin- lega. Aldrei líður mér eins ó- þægilega og í ástarhlutverkun- um. Ég kvennagull! Tilhugs- LUCHINO VISCONTI, leik- stjóri ræóir viS Marceiio Ma- stroianni, aðalleikara í kvik- myndinni „Ók't mi maffurínn,“ sem gerð er eftir skáldsögu A1 berts Camus. Hún var sýnd á kvikmyndahatíðinni í Feneyj- um í seinasta méut^Si við mikla aðsókn, en hlaut frem- ur neikvæða dóma g'is'nrýn- enda. / unin ér skopleg. Hclzt vil ég fela mig bak við skegg. eða þykka málningu. Mér finnst gam- an að breyta á mér andlitinií, finna upp tæki, ganga iialtur og skakkur — það á við trúðinn í mér, allan barnaskapinn sem er sterkur þáttur í eðli mínú. ■ Sp.: Er þaö þá af bamaskap sem þér hafið lagt fyrir yður leiklist? Sv.: Já, ég býst við því. Ég vildi gjarnan vera þroskaður maðux-, hugrakkur og sjálfsör- uggur. En ég hef narla lítið sjálfstraust, og ég er raggeit. Ef ég mæti örðugleikum reyni ég að flýja þá, og ef ég þarf að taka ákvörðun reyni ég að láta aðra gera það fyrir mig. Ég er á- kaflega liversdagslegur maður. kannski, að ég hafi séð „Ókunni leikari til að hylja getuleysi mitt á öðrum sviðum. Ég reyni að leika persónur sem líkjast mér sjálfum, en eru þó skárri en ég. Það gefur méi' vissa liísfyllingu. Sp.: Þetta err sjaldgæft sjón- armið hjá atvinnuleikara. .. Sv.: Já, því miður. En ég hugsa nefnilega ekki eins og at- vinnuleikari, ég er alltaf við- vaningur. Ég byrjaði sem áhuga- leikaiú — vann í skrifstofu á daginn og lék á kvöldin mér til skemmtunar. Og viðhorf mitt hefur ekki breytzt með tíman- um, þó að ég hafi leikið í fleiri kvikmyndum en ég veit tölu á. Ef ég vildi verða stjarna færi ég til Ameríku, lærði að tala ensku almennilega, lóti gera kvikmyndir þar sem lilutverkin væru sniðin við mitt hæfi, ætti sjálfur hlut í fyrirtækinu, léti setja af stað gífurlega auglýs- ingaherferð, o.s.frv. Þannig íór Sofia að, og raunar ekki hún ein. Ég dáist að dugnaði þeii’ra sem nenna að standa í þessu vafstri; það útlieimtir mikinn viljastyrk. En ég er viljalaus. Það er ekki, að ég sé lítillátari en hinir, en ég nenni bara ekki að leggja neitt á mig. Mér stendur á sama um allt. Mér leiðist. Það er verið að segja mér, að ég eigi að læra meira, ferðast um, læra tungumál, mennta mig. .. Já, já, það er sjálfsagt alveg rétt, en það er alllof mikil fyrirhöi'n. Ég veit lítið, og stundum vildi ég gjarnan vera betur að mér, en það strandar á því sama. Ég nenni því ekki. Sp.: Eruð þér virkilega svona latur eða eruð þér að gera að gamni yðar? Sv.: Nei, ég er ekki gamansam- Frh. á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.