Alþýðublaðið - 15.10.1967, Qupperneq 10
10
Sunnudags AlþýðublaðiS — 15. okt. 1967
Þetta málverk er eftir Svein Björnsson listmálara sem nú sýnir
í Bogasalnum. Aðsókn hefur verið dágóð og nokkrar myndir selzt.
Sýningunni lýkur í kvöld.
Verstöðin
Framhald af bls. 7.
10, sem landaði 76 tonnum. Karls
efni er samt að landa í dag, 12.
10, 70 - 80 tonnum, og er hann
búinn að vera 12 daga á veiðum.
Ekki er von á löndun togara hér
í Reykjavík í náinni framtíð,
nema þegar þeir geta ekki skrap-
að í siglingu og er þá' lágmarkið
yfirleitt um 100 tonn. Það er því
heldur aumt ástandið í frysti-
húsunum en þau munu flest
liggja með nær fulla frystiklefa
af frystum fiski.
Sölur togaranna erlendis hafa
verið þokkalegar og ekkert fram
yfir það þegar búið er að draga
tolla, löndunarkostnað, umboðs-
(Jfrrkrunar,
rengikranar,
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
Burstafell
bygglngavöruverzíua
Réttarholtsvegl S,
Sfml 5 88 40.
laun og fleira frá söluverðinu.
í viKunni seldu Úranus 121,8 t.
fyrir 113.850 mörk, Hallveig
Fróðadóttir 122 t. fyrir 139.422
mörk og Sigurður 226,1 t. fyrir
203.198 mörk. Ingólfur Arnarson
á að selja á mánudag og er með
um það bil 145 tonn og einnig
Surprise og selja þeir báðir í
Þýzkalandi. Maí hef ég heyrt að
sé með 100 tonn eftir viku og
Þormóður Goði með um 80 tonn
eftir sama tíma. Jón Þorláksson
hefur verið i vélarhreinsun en
mun fara í dag. Flestir munu
togararnir vera við suðaustur-
ströndina að veiðum, þar sem
Landhelgisgæzlan tafði Hallveigu
Fróðadóttur í 12 klukkustundir
áður en hún sleppti henni, en
það er kunnara en frá þurfi að
segja þá mega togarar ekki vera
fyrir innan línu ef þeir eru ekki
með uppbundin troll og helzt
eiga þau að vera skraufaþurr.
Það verður vonandi éinn sýknu-
dómurinn í viðbót í safnið hjá
Landhlgisgæzlunni, dómurinn yf-
ir skipstjóranum á Hallveigu
Fróðadóttur.
Á meðan þeir töfðu hana var
fjöldi báta langt fyrir hana en
það er líklega meira spennandi
að taka togara en togbáta.
Pétur Axel Jónsson
Járniðnaðar
menn mót-
mæla
EFTIRFARANDI samþykkt var
gerð á stjómarfundi Félags járn-
iðnaðarmanna föstudaginn 13. okt.
1967 :
„Stjórn Félags járniðnaðar-
manna mótmælir harðlega þeirri
kjaraskerðingu, sem forsætisráð-
herra boðaði á Alþingi og kom til
framkvæmda 12. og 13. þ. m. —
Kjaraskerðing þessi er fram-
kvæmd með stórfelldum verð-
hækkunum á algengustu neyzlu-
vörum og hækkun á ýmsum al-
mennum gjöldum heimila. Kjara-
skerðingin er þeim mun tilfinnan-
legri sem atvinnutekjur ýmissa
launþega — ekki sízt járniðnaðar-
manna — hafa á sl. ári dregizt
verulega saman vegna minnkandi
atvinnu. Mun sú skerðing ein hafa
numið allt frá 25—30% í þeim til-
fellum, þar sem öll aukavinna
hefur verið afnumin. Af þeim sök-
um var aukinn kaupmáttur dag-
vinnulauna orðinn sérstök nauð-
syn.
Jafnframt lýsir stjórn Félags
járniðnaðarmanna furðu sinni á
markleysi svonefndra verðstöðv-
unarlaga” sem gilda til 31. þ. m.
varðandi vöruverðshækkanir. —
Virðist nú auðsætt að tilgangur lag
anna hafi verið sá einn að hindra
að launþegar gætu samið um sann-
gjarnar kjarabætur meðan lögin
væru í gildi.
Með hliðsjón af framangreindu
hvetur stjórn Félags járniðnaðar-
manna verkalýðshreyfinguna og
heildarsamtök hennar til að beita
sér fjTÍr samstilltum aðgerðum til
að hrinda þeirri kjaraskerðingu
sem fram er komin og tryggja
nauðsynlega hækkun á kaupmætti
daglauna.”
SERVlETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
Kennsla í rúss-
nesku við
háskólann
Kennsla í rússnesku.
í haust tekur til starfa nýr
rússneskur sendikennari við
Heimspekideild Háskóla íslands,
ungfrú A. J. Shirochenskaya.
Kvöldnámskeið í rússnesku verða
haldin fyrir almehning í vetur,
og eru væntanlegir nemendur
beðnir að koma til viðtals sem
ihér segir: byrjendur: .þriðjudag
17. okt. kl. 8.15 e.h. í 11. kennslu
stofu, framhaldsncmendur: þriðju
dag 17. okt. kl. J.15 e.h. í 11.
kennslustofu.
Gríma
Frh. af 2. síðu.
Gríma var stofnuð haustið 1961.
Fyrsta verkefni hennar var Læst-
ar dyr eftir Jean Paul Sartre.
Gríma er félag ungra Ieikara,
sem lokið hafa prófi frá leiklist-
arskóla, en enn hafa ekki fengið
fast starf við leikhús. Einnig hafa
rétt til inngöngu í félagið menn
með reynslu og þekkingu á hin-
um ýmsu störfum innan leikhúss-
ins svo og leikritahöfundar.
Núverandi stjórn Grímu er
þannig skipuð: Erlingur Gíslason
foi-maður, Brynja Benediktsdóttir,
Jón Júlíusson, Sigurður Karls-
son, Þórhildur Þorleifsdóttir, en
í varastjóm eru Helga Hjörvar
og Sigurður Örn Arngrímsson.
AFMÆLI
íþróttir
Framhald af 11. síðu
staklega tveir þeir síðustu milli
Vals og Fram og KR og Ármanns.
Fyrsti leikurinn var milli Vík-
ings og Þróttar og lauk með sigri
þeirra fyrrnefndu, 13 gegn 6. Val-
ur vann Fram með 6 gegn 5 og
jafntefli varð milli KR og Ár-
manns, 7 gegn 7.
lesið Alþýðublaðið
-Sl'&S
Bergsteinn A. Bergsteinsson, fisk
matstjóri verður sextugur á morg
un, 16. okt. — Hann verður að
heiman á afmælisdaginn.
DAVE PIKE
leikur
annað kvöld
Jazzklúbbur Reykjavíkur á von
á bandaríska víbrafónleikaranum
Dave Pike til Reykjavíkur á morg
un, mánudag, og mun hann leika
þá um kvöldið í Tjarnarbúð. —
Tríó Þórarins Ólafssonar leikur
með honum. Pike leikur hér að-
eins þetta eina kvöld, þar sem
hann kemur hér aðeins við á leið
sinni til New York.
VELTUSUNDI 1
Sirni 18722.
Ávallt fyrirllggaadi
LOFTNET off
XOFTNETSKERFI
FYRIR
2'JÖLBÝLISHÚS.
Ný verzlun - Höfum opnaö
SérverzEun með:
GLUGGÁTJALDAEFNI
HÚSGAGNAÁKLÆÐI
HANDKLÆÐI, BORÐDÚKA O.FL.
Áklæði og gluggatjöld
Skipholti 17a - Sími 17563