Alþýðublaðið - 15.10.1967, Side 13
Sunnudags AlþýSublaSið — 15. okt. 1967
13
Ný dönsk mynd, gerð eftir hlnni
umdeildu metsölubók Siv Holms
„Jeg en kvinde“.
Sýnd kl. 5 og 9
Gög eg Gökke
Sýnd kl. 3.
ÓTTAR YNGVASON
héraðsdómslögmaður
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296
Viðtalstími kl. 4—6.
Málflutningur. Lögfræðistörf.
BÍLAKAUP
15812 — 23900
Höfum kaupendur að flest-
um tegundum og árgerðum
af nýlegum bifrelðum.
Vinsamlegast látið skrá blf-
reiðina sem fyrst.
BÍLAKAUP
Skúlagötu 55 við Rauðará
Símar 15812 - 23900.
ÖKUMENN
Látið stilla í tíma.
Hiólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
usta.
BÍLASKOÐUN &
STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100.
RAVISHANKAR, SÍTARLEIKARINN INDVERSKI
RAVI SHANKAR fæddist árið 1920 í
Varanasi, hinni helgu borg við Ganges og
er kominn af gáfuðu fólki. Elzti bróðir hans
er t. d. hinn frægi dansari og dansahöfund-
ur Uday Shankar. Ravi hóf listamannsferil
sinn á unga aldri, varð dansari í flokki
bróður síns. Hann dáði eldri bróður sinn
framar öllum, eins og drengjum er tamt og
datt ekki í hug, að nokkur lifandi vera
gæti verið honum fremri. Þó fór það svo,
er Uday Shankar taldi maharajann af Mair
á að lána sér einn hljóðfæraleikara til
hirðarinnar í eitt _ár. Þetta var hinn mikli
Ustad Állaudin Khan, sem var guru (læri-
meistari) margra frægra tónlistarmanna.
Allauddin Khan hafði lært list sína af Mo-
hammed Wazir Klian af Rampur, afkomanda
Mian Tansen, sem var við hirð Akbars hins
mikla á 16. öld.
Ravi litli var svo hugfanginn af persónu-
leika og helgiljóma þessa lærimeistara, að
hann ákvað að verða c h e 1 a hans, eða læri-
sveinn. Þetta var hægara sagt en gert, því
að Usted var vandlátur og veitti ekki við-
töku lærisveinum, fyrr en liann vissi, að
þeir komu til hans af heilum hug og undir-
gefni. Ravi Shankar hugleiddi málð um tíma
og komst að þeirri niðurstöðu, að liann yrði
að fá þær hjá Ustad og honum einum, hvað
sem það kostaði. Hann krúnurakaði sig þvi
í þeim tilgangi að sýna, að hann snéri baki
við öllum jarðneskum lystisemdum, gaf all-
ar eigur sínar og gekk á fund meistarans.
í fyrstu þekkti Alauddin Khan hann ekki,
en þegar hann bar kennsli á hann varð hann
klökkur af hrifningu að sjá', hve drengnum
var mikil alvara og gerði hann að lærisveini
sínum. Shankar var með læriföður sínum
í 15 ár og heimsækir hann oftlega, en Alla-
uddin Khan er nú 105 ára og virtasta helgi-
tónskáld Indverja og Pakistana.
Saga Ravis er ekkert einsdæmi þarna aust-
ur frá. Sérhver sá, sem leggur stund á' ein-
hverja listgrein verður að dveljast allmörg
ár með læriföður sínum í þeim gharana,
(merkir eiginlega hús) sem hann velur sér.
Þennan tíma er hann undir ströngu eftirliti
og aga. Þessir gharanar hafa verið hin-
ir eiginlegu skólar Indlands og sérhver list-
grein og iðngrein hefur átt sinn gharana.
Þeir jafngiltu að nokkru hinum fornu gild-
um og hvert „hús” þróaði með sér sín sér-
kenni. Með því að búa með læriföður sín-
um, var lærisveinninn að læra allar stund-
ir og mettaðist af því andrúmslofti, sem
ríkti í „húsinu” og lifði sögu listar þeirrar,
sem hann ætlaði að fullnuma sig í. Það var
áltið ómögulegt að ná langt í grein sinni
án þess að búa undir liandarjaðri g u r u .
í indverskri sögu eru margar sagnir um
efnislega listamenn og leit þeirra að meist-
ara, því að hann var meira en kennari, hann
bæði verndaði, leiddi og fræddi; veitti föð-
urlega umhyggju. Hindúar lærðu af múha-
meðstrúarmönnum og öfúgt. Það er eitt af
því dýrlega við indverska tónlist, að hún er
hafin yfir stjórnmálalegar og trúarlegar
deilur þessara tveggja trúflokka í landinu.
Einn megintilgangur indverskrar tónlist-
pr er að vekja bhava — hughrif, sem
eiga rætur sínar í hinum níu r a s a s , eða
frumtilfinningum í indversku heimspeki-
kerfi. Þær eru: ást, kímni, ofsi, reiði, hetju-
skapur, hræðsla, viðbjóður, undrun og al-
vara. Tónskáldið setur sér það að megin-
markmiði að vinna eftir þessum lögmálum
við samningu r a g a . Hvert r a g a hefur
að þungamiðju eina frumtilfinningu, sitt
eigið lagform og hnígur og hefst á sinn sér-
staka hátt. Hvert tónbil, eða t a 1 getur haft
allt frá þremur til hundrað og átta slætti
eða takta og takteiningunni þarf ekki að
l.iúka í lok tónbils heldur i upphafi þess
næsta. Áður en hljóðfæraleikarinn hefur
leik sinn, þai-f hann að rifja upp og skilja
þau s 1 o k a s , eða sanskrítarvers, sem á
við hvert r a g a .
Ravi Shankar kaus sér sítarinn að hljóð-
færi. Þetta hljóðfæri hefur haldizt óbreytt
i meira en sjö hundruð ár. Sumir halda því
fram, að það hafi borizt til Indlands frá
Vestur-Asíu eða Persíu, en aðrir, að það
hafi þróast úr v e s n a , hljóðfæri gyðjunn-
ar Saraswati, sem er verndari allra fagurra
lista. Það er gert úr völdum teskviði og
befur sex eða sjö aðalstrengi, sem gripið
er í með málmgripi. Þar að auki eru nítj-
án undirstrengir. Tuttugu snerlar eru á
hálsi hljóðfærisins til að strengja á strengj-
unum. Stundum er annar belgur á hálsin-
um ofanverðum.
í upphafi námsferils síns lærði Shankar,
eins og aðrir nemendur æfingar, sem meist-
ari hans lagði fyrir hann og fyrst eftir
margra ára þjáifun, þegar hann hafði á'
^valdi sínu nægilega tækni í hljóðfæraleik
og hafði tileinkað sér hin andlegu sjónar-
mið hinna einstöku r a g a , var honum smám
saman veitt tilsögn í „improvisation.” Því
meiri „improvisator” sem einhver er þeim
mun meiri tónlistarmaður er hann álitinn.
Eftir indverskum skilningi myndi hann þó
vera skoðaður sem tónskáld. Það er ein-
ungis eftir að menn hafa öðlazt fullkomna
þekkingu á lögmálunum, að menn þekkja
takmörk þeirra. Þeir einir, sem virða lögin,
geta vonazt til að geta samið ný.
Shankar sjálfur hefur samið nokkra nýja
r a g a , en síðar þegar hann uppgötvaði,
að sumum þeirra svipaði til gamalla r a g a
gaf hann þeim nöfn, sem sögðu til um skyld-
leikann. Það varð til þess að þótt þeir séu
víða leiknir og vel þekktir vita fáir að þeir
eru eftir hann. Hins vegar er hans mikla
köliun að kynna indverska tónlist á Vest-
urlöndum, þar sem mikill áhugi er á slíkri
tónlist. M. a. er His Masters Voice að gefa
út flokk hljómplatna með tónlist frá' Ind-
landi og hinn merki tónlistarmaður og
fiðlulcikari Yehudi Menuhin, sem er mik-
ill óhugamaður um austræna tónlist, hefur
leikið með Ravi Shankar tónlist eftir
Shankar inn á plötu. Shankar er vissulega
hrifinn af þeim móttökum, sem tónlist
heimalands hans fær á Vesturlöndum, en
honum er áhyggjuefni að tvenns konar mis-
skilnings virðist gæta í sambandi við hana.
í fyrsta lagi samanburðurinn við jassinn,
vegna þess að tónfallið og „improvisation-
in” virðist í fljótu bragði minna á hann. En
vegna hins gerólíka uppruna, tilgangs og
eðlis eru jassinn og indverska tónlistin
tvennt ólíkt. Shankar finnst samanburður
af hverju tæi, sem nefnist, eigi ekki rétt
á sér. í öðru lagi heldur margt ungt fólk í
fáfræði sinni, að það geti notað indverska
tónlist til að auka kynnautn og ástríður.
Ástarjátningin er efalaust ein af frumeigind-
um indverskrar tónlistar, en að nota hana
til þess ama, er eins og að lesa faðirvorið
aftur á bak. Shankar er sagður mjög ugg-
andi af þessari misnotkun á hinni helgu list.
Indversk tónlist beinist mjög að innri
vernd mannsins og reynir að skýra og kanna
alla leyndustu kima mannssálarinnar og
liugarástand. Þetta byggist fyrst og fremst
á vali á raga, en líka á því sálarástandi,
sem hljóðfæraleikarinn reynir að kalla
fram hjá áheyrendum, þeim luighrifum, sem
r a g a ð veldur. Þar að auki verður túlk-
andinn fyrir áhrifum frá áheyrendunum að
einliverju marki. Af þessu sést að hugar-
ástand listamannsins ásamt sambandinu
milli hans og áheyrendanna truflar ómeð-
vitað áhrif vísdómsins í kvæðunum og þar
méð heildaráhrifin, sem þeim er ætlað að
hafa. En það eru þessar tvær hindranir, sem
stuðla að þeim ferskleika og því nána sam-
bandi, sem gerir þessa tónlist lifandi. Ind-
versk tónlist byggir á gamalli arfleifð tvö
þúsund ára — sem sífellt endurnýjar sig, —
þess vegna er hún í senn fornleg og síung.
Shanker hefur kynnt sér gaumgæfilega
vestræna tónlist og hefur samið tónlist við
söguna Dísu í Undralandi, sú tónlíst ber
ekki hinn minnsta keim af Austurlanda-
músik. Og þegar hann var í London fyrir
skömmu var hljóðrituð eftir hann tónlist
við kvikmynd Richards Davis, V i o 1 a , sem
er gerð í framúrstefnustíl. Þar iék Shankar
á sítar og tabla og fleiri hljóðfæri, sem
virtust geta verið komin frá öðrum hnött-
um á þessari geimfaraöld. Þarna kemur
fram hið einkennilega sambland af hinu
fornlegasta og hinu nýtízkulegasta, sem
gerir verk hans athyglisyert og heillandi.