Alþýðublaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 7
ÓLGA I BREZKA ÍHALDSFLOKKNUM
MERKI breytinga innan brezka
íhaldsflokksins hafa nýlega
gert vart við sig, en flokkurinn
mun halda upp á aldar afmæli
sitt í Brighton á næstunni.
Fjórtán þingmenn flokksins
hafa undirritað yfirlýsingu þar
sem stjórn Verkamannaflokks-
ins er harðlega vítt og lásökuð
fyrir óskynsamlega stefnu í fjár
málum og atvinnumálum.
Blað eitt hlynnt íhaldsfloklm-
um segir að einn þingmaður
flokksins muni boða „hina
sönnu stefnu flokksins'* á fundi
í Brighton á föstudag. Annað
blað einnig hlynnt íhaldsflokim
um varar fylgismenn hans við
og segir hann eiga á hættu að
verða rótlausan og sundurlynd-
an.
Þeim hluta yfirlýsingarinnar or
fjallar um efnahagsmálin er án
efa ætlað að undirstrika hinar
misheppnuð fjármálaáætlanir
Reginalds Maudling's á árunum
‘63 og‘64 er hann var fjármála-
ráðherra.
Þeir sem undirrituðu yfirlýs-
inguna gefa í skyn að nokkrir
meðlimir íhladsflokksins séu að
nokkru leyti sekir um hinn S00
milljón punda halla sem Verka
mannaflokkurinn tók við 1964.
„Hinn mikla halla liefði verið
hægt að þola þar til útflutning
ur jókst og jafnvægi komst á.“
Þessi yfirlýsing mun koma
mikið við sögu á þinginu því að
henni standa fimm fyrrverandi
ráðherrar og fleiri háttsetdr
menn innan flokksins.
í yfirlýsingunni kemur fra;n
andstaða gegn gengislækkun og
hún krefst þess af flokknum að
hann undirstriki skýrar en áð-
ur að „meðlimir íhaldsflokks nú
tímans séu andvígir þeirri at-
vinuleysisstefnu er Verka-
mannaflokkurinn fylgir“. „Við
erum mótfallnir lienni vegna
þess að hún er fjandsamleg aðal
reglu flokks okkar, eins og við
Framhiad á 15. síðu
Gríma :
JAKOB eða UPPELDIÐ
það er eðlistrúr kátleikur
eftir Eugéne Ionesco.
íslenzkað hefur Karl Guð-
mundsson.
Leikstjóri: Briet Héðins-
dóttir.
Grímur og leiktjöld: Sigur-
jón Jóhannsson.
Fyrstu, og beztu, leikir Eug-
éne Ionescos eru allir paródisk-
ir, skopfærsla mannlegs máls
og tilfinninga og samskipta, bók-
menntamáls og tilburða. Skammt
að baki ærslum og fjarstæðum
leikjanna hillir ævinlega undir
hinn leiða hversdagsleika, öll-
um kunnan, meiningarlausa
serimoníu daglegs lífs; fyndni
leikjanna er ekki sízt komin
undir rótfestu þeirra í daglegum
veruleik áhorfendanna. Að
þessu leyti eru leikir Ionescos
„eðlistrúir”; hann liagnýtir sér
upp á nýtt arf natúralismans í
leikritagerð, starfar að efniviði
hans; leikir hans gera sér skáld-
skap úr lágkúrunni sjálfri. Leik-
ir Ionescos eru engan veginn
ókunnir hér á landi: Þjóðleik-
húsið sýndi fyrir nokkru Sköll-
óttu söngkonuna, sem kann að
vera meistaraverk Ionescos af
þessu tagi, á litla sviði sínu; og
Leikfélag Reykjavíkur hefur
sýnt tvo sams konar leiki, —
Kennslustundina og Stólana. —
Og nú sýnir Gríma leikinn um
Jakob, uppreisnarmanninn í
skauti fjölskyldunnar, og undir-
okun hans undir hefð og rétta
siði.
Jakob er minnsta kosti jafn-
kunnugleg persóna úr bók-
menntum, leikhúsi og veruleik-
anum sjálfum, og sama gildir
einatt um leikfólk Ionescos; allir
þekkja og þrautþekkja söguna
um (dealistann unga sem rís
gegn siðakröfum fjölskyldu
sinnar, eða samfélags, heimtar
eitthvað nýtt og betra, lætur
slævast, af konuást til dæmis,
eða þá einhverri ídeólógíu, og
hverfur aftur til uppruna síns,
dyggur sonur samfélagsins sem
ól hann. Hann setur upp grímu
eins og hinir. Muna menn ekki
eftir Uppstigningu í fyrra? Nýj-
ung Ionescos er fólgin í aðferð
hans, þeirri uppgötvun að þessi
saga er orðin meiningarlaus og
verður látin uppi á merkingar-
lausu máli; leikirnir fjalla ekki
einasta „um” mannlegt mál, sam-
skipti, tilfinningar, heldur er
afsk æming málsins og sam-
skiptann beinlínis lífsandi
þeirra; skáldskapur leikjanna
felst í henni. Til að þessi skáld-
skapur njóti sín þarf að vísu
við æði-snjallrar meðferðar á
sviðinu. Undir stjórn Bríetar
Héðinsdóttur, með þýðingu
Karls Guðmundssonar, sem „ís-
lenzkað hefur” leikinn, virtist
mér Gríma leggja í mesta lagi
upp úr „gamansemi” textans
sjálfs, margs konar afkáralegum
orðaleikjum og skrumskælingu
mælts máls, sem leiknum er
engan veginn einhlít þótt text-
inn sé víða haglega orðaður af
Karli Guðmundssyni. En hinum
ungu leikendum Grímu er kann-
ski ekki ætlandi að skapa á
sviðinu þær „týpur” sem leikur-
inn ætlast til og þarf á að halda,
enda varð miklu minna en
skyldi úr inngangsatriðum hans,
öfgafenginni skopfærslu fjöl-
skyldulífs og -leikja. Þar í flokk
þótti mér mest mark að Brynju
Benediktsdóttur, Jakobínu litlu-
systur, sem var skopvís með köfl-
um, og Oktavíu Stefánsdóttur,
Róberti mömmu, sem lánaðist
einna bezt að samhæfa hvers-
dagsleik og fjarstæðu. Betur
tókst til þegar kom að ástar-
senunni miklu sem að vísu er
þungamiðja leiksins, einhvers
konar fjarstæðuljóð Ionescös um
ástina. Þar lifnaði mikið yfir
Sigurði Karlssyni sem var ógn
daufur í viðskiptum við fjöl-
skyidu sína, en Jakob er vegna
seinni hluta leiksins helzta hlut
verk leikarans til þessa; Edda
Þórarinsdóttir, Róberta, nýbök-
uð úr skóla Leikfélagsins, virð-
ist einnig efnileg leikkona og
kann að beita sinni ljóðrænu
rödd; þetta atriði leiksins varð
fallegt í meðförum þeirra Eddu
og Sigurðar, áhrifamikið í sýn-
ingu Grímu þó hún væri í heild
harla ófullnægjandi leik Ionesc-
os. En dansiballið að leikslok-
um var hnyttin lokamynd sýn-
ingarinnar sem var prýðisvel
tekið af áhorfendum. — ÓJ. .
ALLTAF FJOLGAR
Viðgerða oy varahlutaþjónusta
Sími
21240
HEIlDVíinUNIN
HEKLA hf
Laugavegi
170172
Nýr Voíkswagen sendibíll
IVýtt útlit - Stærri gluygar - Meira útsýni - Meira rými
Nýr ‘bílstjóraklefi: Mjög rúmgóður.
Aukið rými milli framrúðu og bíl-
stjóra. Björt og skcmmtileg klœðn-
ing. Þœgilegur aðgangur. Dyrnar ná
niður að gólfi, stuðaracndi útbúinn
sem uppstig. Allur búnaður er eins
og í íólksbíl.
Nýir* og betri akstnrs-eiginleikar.
Sporvídd afturáss aukin. Endur-
bætt fjöðmn. Stöðugri í hröðum
akstri. Ilalli afturiijóla og millibii
breytust mjög lítið við hleðslu.
Sporvídd að framan hefur verið
aukin til samræmis við afturás.
Ný vél 1.6 lítra, 57 hestöfl, búin öll-
um aðalkostum V.W. véla:
A uðveld gangsetning,
Kraftmikil,
Sterkbyggð,
Ódýr í rekstri,
óháð kulda og hita.
Nýtí og aukið notagildi. 177 rúm-
fcta farangursrými. Rennihurð á
hlið/hliðum, sem auðveldar hleðslu
og afhleðslu í ]>rengslum, útilokað
að hurð fjúki upp í roki, hczt opin
)ió hillinn standi í lialla — opnan-
leg innan frá. Bcinn aðgangur úr
bílstjóraklefa i hleðslurými.
I»ægíndí: Mælaborðið er algjörlega
nýtt og miðað við fyllstu nútíma
kröfur. Allir stjórn-rofar eru auð-
veldii í notkun og greinilcga merkt-
ir. Ilallandi stýrisás. StiIIanlegt öku-
mannssæti. Öryggislæsingar á hök-
um framsæta. Kraftmikið loftræsti-
kerfi. Hitablástur á framrúður
Hitalokur í fótrými hílstjóraklcfa.
Stór íbogin framrúða. Stórar,
tveggja hraða rúðuþurrkur. Loft-
knúin rúðusprauta. Efri brún mæla-
horðs fóðruð. Stór útispegill. Fest-
ingar fyrir öryggisbclti.
W Við gætum haldið áfram að tclja upp hinar fjölmörgu endurbætur á V. W. sendibíln-
um, en í Jtess stað bjóðutu við yður að korna í söludeild okkar, Laugavegi 170—172
og kynnast kostum Itans af eigin raun.
Verð frá kr. 776.700.00. Verb til atvinnubílstjóra frá kr. 128.000.00
© Nýi V.W. sendibillinn er ekki aðeins þægilegur / umferb, heldur
@ hentugt ,-atvinnutæki, nýtizkulegur og skemmtilegt farartæki
19. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7