Alþýðublaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 14
Alþýðufíokksfélag Reykjavíkur. KYNNISFÖR I SJÓNVARPIÐ verður farin n.k. laugardag kl. 3,15. Lagt af stað frá Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Húsakynni sjónvarpsins við Laugaveg skoðuð. Leið sögumaður útskýrir tæki sjónvarpsins og undirbúning útsendinga. Erindi verður flutt um sögu og þróun íslenzka sjónvarpsins. Þátt- taka tilkynnist skrifstofu Alþýðuflokksins, sími 16724 fyrir föstudags kvöld. STJÓRNIN. Bók um útrýmingarbúð irnar í Treblinka Framhald af 1' síðu. kynnt, að stjórnin féllist á beiðni þeirra um tíu dasa frest. Fyrstu umræðu um frumvarpið irar nokkru síðar lialdið áfram, os lauk henni skömmu fyrir klukk an sjö. Tilkynnti forseti þá, að atkvæðagreiðsla um málið mundi fara fram kl. 2 í dag. í síðustu ræðu sinni hvatti for sætisráðherra mjög til samkomu lags og lét þau orð falla, að slikl samkomulag gæti leitt til frekara samstarfs í þjóðmálum, en óábyrg andstaða mundj leiða til áfram- haldandi einangrunar þeirra, er hana sýndu. Frh. af I síðu. hlutverk Alþýðuflokksins að tryggja næga atvinnu fyrir alla. Leggur fundurinn áherzlu á, að nauðsynlegar ráðstafanir í atvinnumálum verði gerðar þegar í stað. Frummælendur á fundinum voru ráðherrarnir dr. Gylfi Þ. Gíslason og Eggert G. Þorsteins- son. Gylfi talaði um stjórnarsam- starfið og hina nýju stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar. Kvað hann aðalatriði í hinni nýju stéfnuyfirlýsingu vera framleiðni- stefnu. Leggja ætti höfuðáherzlu á aukna framleiðni, er gæti skap að grundvöll bættra lífskjara. Væri þetta hið sama og Wilson legði áherzlu á í Bretlandi og sænskir jafnaðarmenn hefðu einn- ig lagt mikla áherzlu á þetta sama. Gylfi sagði, að samkvæmt stefnuyfirlýsingunni ætti að end- urbæta almannatryggingarnar svo að þær yrðu ávallt í fremstu röð og breyta ætti um stefnu í landbúnaðarframleiðsluna við inn anlandsþarfir og afnema útflutn- ingsuppbætur. Eggert talaði um efnaliagsað- gerðirnar. Hann sagði, að aðrar Ieiðir hefðu verið athugaðar, svo sem söluskattshækkun og geng- islækkun, — en álitið hefði ver- ið að þær kæmu verr við almenn ing. Söluskattsliækkun hefði hrund ið af stað nýrri almennri verð- hækkunarskriðu og gengislækkun hefði orðið þungbær fyrir allan almenning. Ríkisstjórnin væri þó fús til viðræðna við alla aðila um þessi mál og ef unnt væri að finna leiðir til þess að hjálpa hinum efnaminnstu til þess að bera þær byrðar sem nú hefðu verið lagð- ar á almenning og þyrfti að at- huga það. Framhald af 3. síðu. verið hentugt, þegar þörf er inn lausnar að hluta bréfaeignar. Eig andi á hins vegar val á því, að halda bréfunum allan lánstíman, og njóta þar með fullra vaxta og verðtryggingar allt tímabilið. 3. Vaxtakjör. Vextir og vaxtavextir leggjast við höfuðstól skírteina, þar til inn lausn fer fram. Tvöfaldast höfuð- stóll þeirra á 12 árum, en það þýðir 6% meðalvexti allt lánstíma bilið. Ofan á innlausnarfjárhæð skírteinis, sem er höfuðstóll, yext ir og vaxtavextir, bætast fuliar verðbætur skv. vísitölu byggingar kostnaðar. 4. Skattafrelsi. Spariskírteini njóta alveg sömu fríðinda og sparifé við banka og sparisjóði og eru þannig undan þegin öllum tekju- og eignarskött og tekju- og eignaútsvari, svo og framtalsskyldu. 5. Bréfastærðir: Þær eru hentugar.. Yfirleitt 500, 1000 og 10.000. Nú eru dil sölu sérstök gjafamerki, 500 kr., í fallegum umbúðum, sem henta til tækifærisgjafa til barna og unglinga. Ástæða er til að benda stjóm- endum sjóða og félaga sérstak- lega á það, að spariskírteini ríkis sjóðs henta þeim mjög vel til á- vöxtunar á slíkum sjóðum. Sala spariskírteinanna fer fram við banka, sparisjóði, hjá nokkr- um verðbréfasölum og hjá Seðla- bankanum og hjá bönkum og sparisjóðum. Spariskírteini eru gefin út til handhafa. í því sambandi ber þess að geta, að eigendur, gegn fram lagningu kaupnóta og skírteina, geta fengið þau skráð á ’ sín nöfn hjá Seðlabankanum. Einnig er vert að geta þess, að bankar og sparisjóðir taka að sér geymslu og innheimtu hvers konar verð- bréfa, þ. m. t. spariskírteina, gegn vægu gjaldi. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi ’hjá söluaðilum. Út boðsskilmálar verða einnig póst- lagðir til þeirra, sem þess óska, ef hringt er í síma 20500, innan- hússími nr. 53. Sérstök upplýsingaþjónusta um spariskírteinin verða látin í té f Seðlabankanum fyrst um sinn Verður lögfræðingur til viðtals í bankahúsinu, Austurstræti 11, 3. hæð, á afgreiðslutímum, sími 16312. 19. október 1967. Seðlabanki íslands. Framhald 3. síðu. hefði lokkað marga óflokksbundna kjósendur að honum, þótt han/i einnig á hinn bóginn hefði bakað sér óvinsældir ýmissa íhaldssamra manna í flokknum. Þá taldi Bar- ber það Heath að þakka, hve flokknum hefur gengið vel í ýms- um aukakosningum undanfarið. Þrátt fyrir þessa skeleggu vörn Barbers, fékk Heath .fremur lítið lófaklapp, þegar hann steig í ræðustólinn. Þessi setningarræða Barbers er talin glöggt vitni þess, að miðstjórn flokksins ætli að gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að efla Heath í sessi og safna iflokksmeðlimum saman að baki hans. iesið Alþýðublaðið FRÁ Det Schönbergske Forlag í Kaupmannahöfn hafa blaðinu borizt fjórar nýjar bækur. Tre- blinka opröret í koncentrations- lejren eftir Jean-Francois Stein- er segir frá útrýmingarbúðum Þjóðverja í Póllandi, þar sem 800 þúsund Gyðingar voru teknir af lífi í gasofnum á stríðsárunum, en í Treblinka voru einustu fanga búðirnar sem eingöngu voru ætl aðar til útrýmingar Gyðingum. Treblinka voru líka einu fanga- búðrnar þar sem Gyðingar gerðu að lokum uppreisn gegn morð- ingjum sínum, en 1000 fangar voru að staðaldri í búðunum og störfuðu við gasofnana. 600 kom ust undan, en einungis 40 þeirra lifðu stríðið af. Steiner segir sög una af Treblinka eftir frásögn þeirra og öðrum heimildum, en hef ur skáldsögusnið á frásögn- inni. Bók hans kom fyrst út í fyrra í Frakklandi en hefur síð- an verið þýdd víða um lönd, Jens Einenhardt þýðir hana á dönsku. Formáli er eftir Simone de Beau voir. — Alice B. Toklas kogebog er eftir vinkonu, ritara og ráðs- konu amerísku skáldkonunnar Gertrude Stein, en þær bjuggu lengi saman í París, endurminn- ingar og uppskriftasafn Anna- beth og Jens Kruuse þýddu á dönsku — Simplicius 45, eftir Heinz Kúpper, Jens Eisenhardt þýddi úr þýzku, er skáldsaga sem lýsir uppvexti ungs drengs í Þýzkalandi á stríðsárunum, hann er 15 ára gamall þegar stríðinu Trésmiðrr mótmæla Félagsfundur í Trésmiðafélagi Reykjavíkur haldinn 17. okt. 1967 mótmælir harðlega þeirri vald- níðslu ríkisstjórnarinnar að rifta einhliða grundvallaratriði kjara- samninga verkalýðshreyfingarinn- ar, er ríkisstjórnin sjálf stóð að, um greiðslu vísitöluuppbótar á kaup. Kjaraskerðingu þeirri sem rík- isstjórnin hefur boðað og kemur þyngst niður á efnaminnstu þegn um þjóðfélagsins mótmælir fund urinn eindregið sem ranglátri og ástæðulausri ráðstöfun, sem frá- leitt sé að verkalýðshreyfingin uni. Þá lýsir fundurinn furðu sinni á markleysi yfirlýsinga ríkis- stjórnarinnar um svokallaða „verðstöðvun", sem augljóslega hafi haft þann helzta tilgang að koma í veg fyrir kauphækkanir til launþega. Fundurinn hvetur eindregið samtök verkalýðsins til samráðs og einhuga samstöðu til varnar því að ríkisvaldið brjóti þannig gerða samninga Við verkalýðs- hreyfinguna og til sóknar fyrir því að dagvinnutekjur einar nægi til menningarlífs. lýkur. Sagan gerist í smábæ f Þýzkalandi, nazisminn og striðið séð úr sjónarhóli hans. — Lok3 er ritgerðasafn eftir Hakon Step hensen sem lengi var aðalrit- stjóri Politiken, Mod et nyt ár- tusinde. Síðan hann lét af því starfi hefur hann skrifað tvær skáldsögur, en f þessari nýju bók eru níu greinar um sundurleit efni. Eining á Akur- eyri mótmælir Á fundi stjórnar Verkalýðsfé- lagsins Einingar, Akureyri, 16. okt. 1967 var eftirfarandi sam- þykkt einróma: Stjóm Verkalýðsfélagsins Ein- ingar mótmælir harðlega þeim miklu verðhækkunum á nauð- synjavörum, sem nýlega hafa orð ið fyrir aðgerðir ríkisstjómarinn ar og fordæmir frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi og gerir ráð fyrir stóraukinni skatt heimtu, hækkun vömverðs, en stöðvun dýrtíðaruppbóta á laun. Stjórnin vill benda á, að með þessum ráðstöfunum em núgild- andi kjarasamningar verkafólks að engu gerðir og að verkalýðs- samtökin hljóta að snúast til varn ar nú þegar. Viil stjómin í því sambandi taka undir ályktun mið stjórnar A.S.Í. um þessi mál og skorar á stjórn heildarsamtak- anna að skipuleggja aðgerðir til að hrinda árás þessari. Sjái ríkisstjórnin ekki önnur úrræði til að mæta fjárþörf rík- issjóðs, en þau að þrýsta lífs- kjörum hinna lægst launuðu nið- ! ur á algert hungurstig, ber henni að segja af sér tafarlaust. BÆNDUR Nú er rétti tíminn tli að skrá zélar og tæki sem * að’ sexja, TRAKTORA MÚGAVÉLAR SLÁTTUVÉLAR BLÁSARA 4MOKSTURSTÆKI Við seljum tækin 8íla- og ^úvélasalan Miklatorg, síml 2S136. eykur gagn og gleði 14 19. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.