Alþýðublaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 8
II
ALEXEI Kapler á heim-
ili sínu í Moskvu. Hjá
honum situr þriðja eigin-
kona hans, skáldkonan
Julia Drunina. (Á bls. 10)
MYNDÍR sem Kapler tók
af Svetlönu við Svartahaf
ið sumarið 1954. Þá urðu
þau loks elskendur, dótt-
ir Stalíns og rithöfundur
inn sem hafði unnið
hjarta hennar ellefu ár-
um áður og verið sendur
í fimm ára fangabúðavist
fyrir þá dirfsku. (Til
vinstri).
SVETLANA tveim árum
eftir lát föður síns. Hún
var einmana — „ég hef
aldrei þekkt neina mann-
eskju jafneinmana og
hana“, sagði Kapler.
Alexei Jacovlevich Kapit-r
haliar sér aftur á bak í sófann.
Andiitið er þreytulegt, hann er
ekki við góða heilsu. Hann er
kominn á sjötugsaldur, og hár
hans er alhvítt.
„Ég kynntist henni haustið
1942“, segir hann lágt og næst-
um tregðulega.
Það er Svetlana Stalín sem
hann er að tala um. Hann er
hálfvandræðalegur, fer hjá r,ér.
„Það var Vassili Stalin, bróð-
ir hennar, sem kynnti okkur
heldur hann áfram. „Hann bauð
mér og tveim vinum mínum á
sveitasetrið í Zubalovo. Vassilí
var glaðlyndur piltur, kannsxi
helzt til óstýrilátur. Hann kaus
sér oftast káta og kærulausa íé-
laga: íþróttamenn, flugmenn og
kvikmyndaleikara. Hann /ar
mjög ungur, en þegar kominn
í háa stöðu. Ég man ekki betur
en að hann hafi verið tuttugu
og fjögurra ára þegar hann var
gerður að yfirmanni flugflot-
ans.
„Svetlana hafði strax sterk
áhrif á mig. Hún var fríð og
þokkafull, gáfuð stúlka. Ég undr
aðist hversu frjálslega hún tal
aði, hvernig hún gagnrýndi sitt
af hverju í sovétkerfinu. Hún
sagði mér, að hún hefði verið
að lesa skáldsöguna ,Borgar-
virki‘ eftir A. J. Cronin. ,Ég lif.i
líka í virki!1 sagði hún, ,og ég
er heldur ekki laus við skugg-
ann sem fylgir mér!“.
„Veturinn skelfilegi“ var að
byrja. Á þessum mánuðum
féllu eða hurfu tvær milljónir
sovézkra hermanna, átta þúsund
herbílar og fimmtán þúsund fall
byssur eyðilögðust. Stalín zar
hvergi sjáanlegur. Hann lokaöi
sig inni og vann, lagði sig á dív-
an í öllum fötunum og svaf smá
stund þegar ekki varð hjá bví
komizt, ljósið slokknaði aldrei í
herbergi hans.
Svetlana var í menntaskóla.
Churchill hitti hana í veizlu og
gaf þessa lýsingu á henni: „Hún
var lagleg stúlka með blá augu
og rautt hár, brosmild, sterk-
þyggð“.
Anita Galliussi, dóttir ítalsks
•kommúnista, sem fluttist til
Sóvétríkj'anna á þeim árum, lýs-
ir henni svona: „Hún var hlé-
dræg og yfirlætislaus, kærði sig
ekki um að láta mikið á sér
bera, gerði sig ekki merkilega,
eitthvað annað en Svetlana Molo
tov sem var duttlungafull og
metnaðarsjúk".
Svetlana var sextán ára, og
hún var einmana og ófrjáls og
varð að iifa eftir strangri stunda
töflu. Þegar hún var ekki í skól-
anum, þá voru einkatímar í
ensku eða píanóleik, lestur, æf-
ingar. Skuggi föður hennar hvíldi
alltaf yíir henni, — hátíðlegur,
goðsagnakenndur. Hún var þving
uð af lotningunni sem bjó í anct-
rúmsloftinu.
Og sjálf fór hún ekki varhluta
af tilbeiðslunni. Þegar hún fór í
fyrsta sinn að sjá ballettinn í
Bolshoi - leikhúsinu var sýndur
ballett sem nefndist „Svetlana
Og þótt „Papotska". föður henn-
ar, geðjaðist ekki að ilmvötnum
seldu verzl. heilar hillur af
ilmvatnsgiösum sem voru kennd
ar við einkadóttur einvaldsins.
,,Svetlana“, segir Kapler, „var
allt öðruvísi en ég hafði ímyndað
mér hana. Hún var sjálfstæð í
lund með djarfar skoðanir, en
framkoma hennar var mjög lát-
laus. Hún klæddist vönduðum
fötum, en íburðarlausum. Ég man
að ég tók eftir dýrmætri brjóst-
nál í peysunni hennar.Ég spurði
ihvort þetta væri gjöf eða minn-
ing um eitthvað, og hún svaraði:
„Móðir mín átti hana.”
„Við tengdust einkennilegum
höndum. Ég var fertugur, hún
sextán ára, ég var kvæntur, og
ég var orðinn vel þekktur í kvik-
myndaheiminum: ég hafði m.a.
samið handritin að myndunum
,Lenin í október' og ,Lenín 1913‘
sem báðar nutu mikilla vinsælda,
en ég þakka það raunar mest
aðalleikandanum Boris Sukin.
Ég var einnig fréttaritari
,Pravda‘.
„Hún minntist sjaldan á föð-
ur sinn. Það var einhver ágrein-
ingur milli þeirra. En hún hafði
gaman af að rifja upp ýmsar
minningar frá bemskudögunum
er hann lét hana sitja til borðs
við hliðina á sér, jafnvel 'pótt
þýðingarmiklir gestir væru við-
staddir, eða þegar hann fór með
hana út að ganga í skóginum og
kenndi henni nöfn á blómum og
fuglum. Hann kenndi henni líka
að tefla skák og hafði gaman af
að leika við hana. Oft kallaði
hann hana ,litla spörfuglinn
sinn‘. Hann kenndi henni að
elska náttúruna.
„Þá hafði hún enga hugmynd
um, að móðir hennar hefði fram
ið sjálfsmorð. Svetlana var ekki
nema sex ára þegar Nadia Alle-
luyeva skaut sig, og hún hat'ði
aldrei notið mikillar •móðurást-
ar. Nadia var ströng og kulda-
leg við börn sín, skipti sér lítið
af þeim og sýndi þeim sjaldan
blíðu. Hún hafði engan tíma til
að sinna þeim. Samt saknaði
Svetlana hennar; hana langaði
til að eiga móður sem hún gæti
trúað fyrir leyndarmálum sín-
um“.
Og enn heldur Kapler áfram:
„Ég minnist þess, að 1 Zubalovo'
voru spilaðar grammófónplötur
i
með amerislcri jazzmúsik, og ég
man, að við dönsuðum foxtrot
og spjölluðum saman um kvik-
myndir og skáldsögur. Það var
gleði og kátína í loftinu.
„Svetlana sagði mér frá því
sem hún var að gera, og hún
spurði mig spjörunum úr u:n
starf mitt. Við töluðum mikið
saman, en á hælunum á okkur
var sífellt sami leynilögreglu-
þjónninn sem 'var settur til að
gæta Svetlönu. Hann elti okkur
meðan við löbhuðum um í skóg-
inum, hann fór með þegar Svet-
lana fór á skíði, 'hann sat ■s ið
hliðina á henni þegar hún fór
í leikhús og á konserta. Leiðin-
legast fannst honum að sitja
undir löngum hljómleikum, en
hann sýndi aðdáanlega þolin-
mæði og þrautseigju. Svetlana
var óttalega þreytt á honurn
stundum, en hann gerði það fyr
ir náð að sitja í næsta lierbergi
meöan við töluðum saman undir
fjögur augu. Hurðin varð þó
alltaf að vera opin milli herbergj
anna á meðan“.
Kapler hefur lesið nokkra
kafla úr ævisögu Svetlönu og
ýmislegt sem hún hefur sagt í
viðtölum við vestræna blaða-
menn. Hún minnist hans, „með
ást og þakklæti" og segist hata
álitið hann „skemmtilegasta og
gáfaðasta manninn á allri jörð-
inni“.
„Það er erfitt að tala um til-
finningar okkar á þessu tíma-
bili“, segir Kapler. „Þá vorum
við enn ekki orðin elskendur.
Samband okkar var öðruvísi, það
var vinátta og þó meira en vin-
átta, platonsk ást. Ég var hrif-
inn af henni, og hún endurgalt
tilfinningar mínar.
„Við fórum að sjá gamla
Garbo-kvikmynd, „Kristín Svia-
drottning1. Og við bárurn okk-
ur saman við hina ógæfusömu
Framhald á bls. 10.
8 19. október 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ