Alþýðublaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 13
Ný dönsk mynd, gerO eftir hlnni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg ien kvinde". Sýnd kl. 9. ÓTTAR YNGVAS.ON héraðsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLfÐ 1 • SÍMI 21296 BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur aO flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látlff skrá bif- reiöina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 viO RauSará Sirnar 15812 - 23906. ÖKUMENN Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. Lesið Alþýðublaðið — Kannski þú kærir þig lítið um hnefaréttinn, en stundum er hann nauðsynlegur til að vekja virðingu. Ég vann virðingu verka- mannanna með þvi að berja Jan Newton niður, það sá ég á þeim og ég stend við það, sem ég sagði. — Ég skil þig ekki. — Ég býð þér að verða verk- stjóri við námuna, sagði hann. Meg brá skjótt við. - Nei! Hann virti hana fyrir sér. — Hvers vegna ekki, Margaret? — Af því að — ja, af því að ég treysti þér ekki og vegna þess, að ég vil að þú farir frá Polzennor. Hún leit snöggt á bann. — Þig vantar víst starf til að vinna þér inn peninga, en ég ætla ekki að borga þér fyrir að búa hér. — Mig vantar ekki pening- ana þína, Margaret, þú misskild- ir mig — ég vil ekki laun fyrir vinnu mína — ég býð hana fram ókeypis. — Það kemur ekki til mála! sagði hún reiðjlega. Mig dreym- ir ekki um að vera þér skuld- bundin á þann hátt. Áður en hann komst til að segja meira, sneri hún sér á hæl og fór. David elti hana samt ekki inn, en Peter kom skömmu seinna. — Hefur eitthvað komið fyr- ir? spurði Meg. Hann hló. — Ég vildi spyrja þig um það. Carew kom og sagð- ist ætla að sjá um stjórnina og nú er hann að vinna með verka- mönnunum. Ég hélt, að þú vildir það ekki, Meg. — Ég vil það heldur ekki. Hún titraði af reiði. -— Ég fer með þér til námunnar, Peter og ég .... ég .... Hann greip um hönd liennar. — Já', komdu með — ég skal standa með þér. En þegar þau komu að stein- námunni, sagði Meg rólegri en fyrr : — Láttu mig sjá um hann. Það er engin ástæða til að þú æsir þig upp og auk þess gæti hann orðið óviðráðanlegur, ef þú færir að blanda þér í málin. Peter lét hana ganga að steinnámunni, hún nam staðar við gryfjuna og leit niður. Hún sá David þar niðri, hann var ekki í skyrtunni og jafnvel í fjar- lægð sá hún, hve kraftalegir handleggir hans voru, þegar hann sveiflaði öxinni. Hún leit við og benti verka- manni að koma til sín: — Gjör- ið svo vel að segja hr. Carew að ég vilji tala við hann. Fáeinum mínútum síðar kom maðurinn aftur upp stigann, sem lá niður í námuna og gekk til Meg. — Hann segist ekki geta kom- ið strax, en hann kemur um leið og hann hefur lokið við verkið, sem liann er að vinna, ef það kemur sér ekki verr fyrir yður. Hún vildi ekki leggjast svo lágt að ræða þetta mál við mann- inn. Segið honum að ég bíði hans heima, sagði hún og fór. Hann kom ekki heim fyrr en eftir að vinnu var hætt um kvöldið. Hún fylgdist með koma hans og kallaði til hans og bað Christina Lafferty: hann að koma inn í eldhúsið. Þar gátu þau rætt saman í friði. — Hvað ertu eiginlega að gera í námunni, ef mér leyfist að spyrja, sagði hún þrjózkulega. Hann brosti afsakandi. — Ég bað eiginlega um leyfi þitt af kurteisi, því að ég hafði þegar ákveðið að taka verkstjórnina að mér. Það gleður þig áreiðan- lega að heyra, að vinnunni mið- ar vel áfram núna. Meg starði á hann í hjálpar- vana reiði. — Af hverju ertu að skipta þér af minum málum? Steinnáman mín kemur þér alls ekki við . . ef þú ferð þangað aftur, læt ég kæra þig fyrir á- troðslu. — Það væri heimskulegt af þér og yrði mikið rætt. Hann brosti til hennar. — Þú mátt hata mig eins og þú vilt, Mar- garet, en þú verður að viður- kenna, að ég get aðstoðað þig mikið við rekstur steinnámunn- ar. — Hvers vegna viltu hjálpa mér? spurði hún full efasemda. Hann svaraði ekki að vörmu spori, en leit á hana dökkum augunum og þegar hann svar- aði, var rödd hans djúp og lág. — Þú ert töfrandi, Margaret, þú ert ekki jafn fögur og Jan- ice, en þú fangar hug manns. Hann strauk um hár hennar. — Þú hefúr englahár, tautaði hann. Hún reyndi að losa sig við töfrana, sem orð hans og rödd færðu með sér. — Slepptu mér! Þú sleppur ekki með því að hrósa mér og slá mér gullhamra. Ég er ekki jafn heimsk og Jan- ice. Ég spurði þig — hvers vegna viltu hjálpa mér? Hann yppti öxlum. — Ég verð hvort eð er hér á Polzennor. Ef ég hef eitthvað að gera, liður mér vel. Hún þagði, hún trúði honum ekki, en hins vegar gat hún ekki séð, að hann gæti gert neitt af sér í steinnámunni. — Ég vildi að ég vissi hvað þú vilt og hvers vegna þú ert á Polzennor og skiptir þér af lífi okkar. — Er erfitt að skilja það? — Þú ásakar- mig fyrir að hafa drepið föður þinn, Margaret — hefur þér aldrei komið til hug- ar, að það sé samvizka mín.-sem veldur því, að ég vil hjálpa ykk- ur þremur? — Nei, það hefur mér aldrei komið til hugar, svaraði hún stutt í spuna. — Það er eitthvað dularfullt við þig. Dularfullt og myrkt og um leið og ég veit, hvað það er. . . Hún þagnaði og þau horfðu þegjandi hvort á annað. — Þá það, sagði hann loksins, ég ætla samt að halda áfram að vinna við námuna. Mér fannst rétt að hafa Jan Newton áfram, annars hefðu mennirnir gert verkfall. Hún var of reið til að svara honum. Frekja hans og yfirlæti, — fyrst með því að vilja ráða yfir systkinum hennar og svo í námunni — gekk of langt. Það versta var, að hún þorði ekki að neyða hann til að fara. Það var auðséð, að mennirn- ir báru virðingu fyrir honum og viðurkenndu hann sem yfirmann sinn og ef hann færi, yrði hundr- að sinnum erfiðara að stjórna hlutunum. NÍUNDI KAFLI. Hún var enn reið, þegar þau Peter fóru út að ganga um kvöldið. Ég hef aldrei kynnzt manni eins og honum, sagði hún og horfði fram á veginn. Hann gerir það sem honum þóknast og skiptir sér af öllu! Þetta er ó- þolandi! Peter tók höndina af stýrinu og tók um hönd hennar. — Gleymdu honum; við skul- um skemmta okkur. Hún brosti og hana langaði til að gera eins og hann sagði. Hún skemmti sér líka vel. Hann fór með hana á gamla krá og á eftir fóru þau að spila og skemmtu sér vel og hún gleymdi áhyggjunum smá tíma. En þegar þau óku aftur heim að Polzennor varð hún aftur ör- væntingarfull. — Stundum álít ég, að bezt sé að hætta við stein- námuna, selja húsið og fá íbúð í London — þá losna ég að minnsta kosti við David Carew! Peter stoppaði bílinn og leit á hana. — Það er önnur leið, Meg. Gifstu mér og láttu mig sjá um vandamálin. Hún greip andann á lofti. — En .... — Ég ætlaði að vera róman- tískari. Hann tók um hönd henn- ar. — Ég hef elskað þig lengi, en ég hef aldrei þorað að segja þér það fyrr. Mér fannst að pabbi þinn vildi betri eiginmann handa þér, en mig. Hann leit í augu hennar. — Viltu verða kon- an mín, Meg? Hún hvíldi lengi þögul í faðmi hans. Það væri ekki rétt gagn- vart þér, Peter. — Steinnáman gengur illa og Tom og Janice .. ég get ekki látið þig bera mínar byrðar. HARÐVIÐAB UTIHURÐIR TRÉSMIÐJA | Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 ÁRMÚLA3 SÍMI 38900 19. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.