Alþýðublaðið - 20.10.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.10.1967, Blaðsíða 2
Samþykktir landsþings Kvenfélagasambandsins 17. LANDSÞING Kvenfélaeasam- bands íslands var haldið' dagana 24. til 26. ágnst s. 1. að Hallveig- arstöðum. Voru þar mættir full- trúar héraðssambanda, sem hafa um 16 þúsund félagrskonur innan sinna vébanda. Þessar ályktanir og áskorani,- voru m. a. samþykktar á þinginu: 1. Um fræðslu- og menningar- mál. a) Landsþingið beinir þeirri á- skorun til menntamálaráðuneytis- ins, að það hlutist til um að byggt verði sem alh-a fyrst húsnæði fyr- ir sérgreinakennslu í mið- og gagnfræðaskólum í dreifbýlinu, og að eftirlit sé haft með því, að áílar tilskyldar námsgreinar séu kenndar. Ennfremur beinir þingið þeirri áskorun til borgarráðs Reykjavik úr, að það láti ihraða meira en verið hefur byggingu húsnæðis fyrir hússtjórnarkennslu í mið- og gagnfræðaskólum borgarinnar. þ) Húsnæðisvandamál Hús- mæðrakennaraskóla ísh standa allri stafrsemi skólans fyrir þrif- um. 17. landsþing K. í. skorar því iá Alþingi og ríkisstjórn að veita nú þegar á næsta Alþingi fé til byrjunarframkvæmda við nýtt húsnæði fyrir skólann. c) Landsþingið samþykkir að iela stjórn K. í. að ráða húsmæðra ráðunaut á fullum launum við Leiðbeiningastöð húsmæðra, ef fjárhagur leyfir. d) Landsþingið lýsir ánægju sinni yfir vaxandi áhuga þjóðar- innar á allri lisjt og aukinni við- leitni til að skreyta ýmsa staði með listaverkum, og vill um leið minna á þann fjársjóð, sem þjóð- in á í listaverkum Einars Jóns- sonar. Væri mjög æskilegt, að fteiri verk hans gætu skreytt að minnsta kosti höfuðstað landsins, og ef til vill fleiri staði. e) Landsþingið lýsir andúð simii á útgáfu og innflutningi Þeirra tímarita og bóka, er flytja efni, sem teljast hlýtur að hafa siðspillandi óhrif á lesendur. f) Landsþingið beinir þeirri á- skprun til forstöðumanna útvarps og dagblaða, að toetur sé vandað til flutnings og framsetningar ís- Vikan á hirt- ingarréttinn ÞAÐ skal tekið fram, að myndirnar sem birtust með greininni „Sá sem Svetlana elskaði fyrst“ eru fengnar úr svokölluðu Albúmi Stal- íns og hefur Vikan einka- rétt til birtingar hér á landi úr því. MUn hún smátt og smátt birta myndir úr al- búminu og auðvitað miklu fleiri en þær sem með þess- ari grcin komu. lenzks máls við stofnanir þeirra. Einnig að vel sé vandað til efn- isvals og þýðinga. 2. Um bindindismál: a) Landsþingið fagnar þeirri miklu breytingu, sem orðin er á samkomuhaldi um verzlunar- mannahelgina og þakkar öllum, sem unnið hafa að því að svo vel tókst til, sem raun ber vitni. — Þingið telur nauðsynlegt, að hald- ið verði. áfram að vinna að því, að áfengisneyzla verði bönnuð á öllum skemmtisamkomum ryrir unglinga. Þingið skorar á landsmenn alla, ekki sízt konur, að leggja niður þann ósið að hafa áfengi um hönd á heimilum og gefa þannig toörnum slæmt fordæmi. — Telur þingið mikilsvert fyrir framtíð þjóðarinnar, að börnin venjist á reglusemi • á heimilum. Þlngið samþykkir að skora á kvenfélög um land állt að vinna að þessari hugarfarsbreytingu eftir beztu getu. 3. Heimilis- og ræktimarmál: a) Landsþingið styður eindregið framkomnar áskoranir Bandalags kvenna í Reykjavík, að viðskipta- málaráðherra hlutist til um, að sett verði reglugerð um vörumerk ingar þegar í stað. Og ennfremur að verðlagsstjóri herði á eftirliti með verðlagi á vörum og þjón- ustu og sjái um, að framfylgt sé reglugerðinni um verðmerkingar í verzlunum og láti herða á viður- og beinir því til skólastjóra og lögum við brotum. I kennara, hvort skólaferðalög gætu Þing K. í. skorar einnig eindreg ekki orðið aflvaki í þeim málum ið á innflytjendur heimilisvéla að og glætt þar með áhuga hinna sjá um, að jafnan séu fyrir hendi ! Framhald á 13. síðu. nægir varahlutir í heimilisvélar, sem inn eru fluttar. b) Þingið þakkar áminningar þær og aðvaranir, sem fluttar hafa verið í ríkisútvarpinu að til hlutan Slysavamafélags íslands og samtakanna „Varúð á vegum ‘, um bætta umferðarmenningu og telur þær mjög gagnlegar. Þing- ið beinir þeirri áskorun til heim- iia og skóla, að sameinast um að innræta börnum umferðarmenn- ingu, ef verða mætti til að draga úr hinum sorglegu slysum, sem átt hafa sér stað. c) Landsþing K. í. telur æski- iegt, að aukin verði garðyrkju- kennsla við húsmæðraskólana og þeir vinni að því að glæða áhuga nemendanna fyrir ræktun og bag nýtingu hvers konar matjurta og garðávaxta. Einnig skrúðgarða- rækt með þeirri heimilisprýði og menningu, sem þeirri starfsemi fylgir. Þingið lítur svo á að í þessum efnum sé um algjöra kyrrstóðu, ef ekki afturför að ræða. Væri ekki óhugsandi, að með meiri fræðslu í húsmæðraskóium gætu hinar ungu stúlkur bætt úr brýnni þörf fyrir aukna leiðbein- ingarstarfsemi í garðyrkju í sveitum og þorpum landsins, með an fræðsla í þeim málum er svo takmörkuð sem raun ber vitni. Þingið þakkar þann áhuga leik •manna, sem komið hefur fram í sumar að græða öræfi landsins Nýr borgarstjóri í Vestur-Berlín BERLIN, 19. okt. (ntb-reuter). Klaus Schuetz, fyrrverandi rík isritari í vestur-þýzka utanríkis- ráðuneytinu, var í gær formlega kjörinn borgarstjóri Vestur-Ber- línar í stað Heinrich Alberts, sem afsalaði sér stöðunni i síðastliðn um mánuði eftir harða baráttu inn an flokks sins, en Albertz hafði bakað sér óvinsældir vegna við- skipta slnna við stúdenta þar í borg. Schuetz er fertugur að aldri og er meðlimur Alþýðuflokksins þýzka og hefur verið náinn aðstoð armaður Willy Brandts, fyrrver- andi borgarstjóra Vestur-Berlínar, í hinni nýju stöðu hans sem ut- anríkisráðherra Sambandslýðveld- isins. Við borgarstjórakjörið, sem fór fram í borgarstjórn Vestur- Berlínar í gær, fékk Scuetz 2/3 hluta atkvæðanna eða 81. 8 kusu gegn honum, en 3 skiluðu auðu. Mótmælendapresturinn Heinrich Albertz, sem var borgarstjóri næst ur á undan Schuetz, hafði sinnt embættinu í tæpt ár, þegar hann sagði því af sér. Hann tók við em- bættinu, þegar Willy Brandt gerð ist utanríkis- og varaforsætisráð- herra í samsteypustjórn Alþýðu- flokks og Kristilegra í fyrra haust. Hinn nýi borgarstjóri er talinn dæmi um nýju kynslóð ákveðinna og duglegra stjórnmálamanna, sem hafa alizt upp í Vestur-Þýzka landí eftir stríðið. Schuetz gegndi hernaðarskyldu sinni i síðari heimsstyrjöldinni, en að henni lok inni stundaði hann nám við Har- var-háskólanum í Bandarlkjunum. B.S R.B. heldur aukðþing bráðum Á fundi stjórnar B.S.R.B. í fyrradag var eftirfarandi ályktun samþykkt með öllum atkvæðum: Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja mótmælir harðlega þeim ráðstöfunum í efnahagsmál- Dauf síldveiði í gær SÍLDVEJBI síðastliðinn sólar- hring var afarlítil. Stormur var á miðunum og í gær var spáð á- framhaldandi stormi. Aðeins var kunnugt um afla tveggja veiði- skipa eða alls 60 lestir. Alþýðublaðið hafði samband við fréttaritara sinn á Seyðisfirði í gær og spurði bann frétta. — Sagði hann, að dauft væri yfir Seyðisfirði eins og stæði enda væri bræla á miðunum og skip- in fengju litla sem enga síld. Síld veiðiskipin toafi flest farið út á miðin í fyrrakvöld nema þau, sem urðu að toalda kyrru fyrir í höfn vegna vélarbiiunar eða annarra erfiðleika. Fréttaritari blaðsins tjáði því að nú væri fullráðið á allar sölt- unarstöðvar á Seyðisfirði, og væri sums staðar svo komið að framboð vinnuafls væri orðið meira en söltunarstöðvarnar þyrftu á að halda. Nú biði því fólk aðeins eftir því að síldin berist á land, þegar brælunni linnir. Töluvert frost toefur verið síð- ustu daga á Seyðisfirði, en í gær var orðið frostlaust. Sömu sögu er að segja frá Rauf arhöfn. Þar bíður fólkið eftir :íld inni. Þar var í gær leiðindaveður. Ekkert skip var væntanlegt þang- að í gær. Flest veiðiskipin voru fyrir austan. TVÖ síldveiðiskip frá Húsavík eru nú hæst á síldarvertíðinni fyrir norðan og austan, en þau hafa bæði fengið yfir 5000 lestir af síld á vertíðinni. Aflatoæst er Héð inn ÞH með 5.147 iestir, en næst kemur Dagfari ÞH með 5.038 lest ir. Samkvæmt skýrsiu Fiskifélags íslands hafa 139 síldveiðiskip fengið einhvem afla, en 110 þeirra toafa fengið yfir 1000 lest- ir á vertíðinni. Þau skip sem hafa fengið yfir 4000 lestir eru: Jón Kjartansson SU með 4.848 lestir; Gísli Árni RE með 4.641 lest; Kristján Val- geir NS með 4.513 lestir; Jón Garð ar GK. með 4.410 lestir; Náttfari ÞH með 4.299 lestir; Harpa RE með 4.263 lestir; Fylkir RE með 4.194 lestir; Ásgeir RE með 4.127 lestir og Örn RE með 4.083 lestir. Önnur skip hafa fengið minni afla en 4000 lestir. Lýst eftir sjónarvottum LÖGBEGLAN í Reykjavík lýsir eftir sjónarvottum að bílaárekstri sem varð fyrir framan húsið núm er 176 við Laugaveg um kl. 3.30 á þrlðjudaíT. — Ekið var aftan á Skodabifreið, en bifreiðin sem á- rekstrinum olli ók þegar á brott. Fólk sem var nærstatt er beðið að gefa sig fram við lögregluna. um, sem boðaðar eru í fjárlaga frumvarpi og fram koma í frum- varpi til laga um efnahagsaðgerð ir. Kaupmáttur launa opinberra starfsmanna hefur ekki aukizt á undanförnum árum í hlutfalli viS auknar þjóðartekjur. Allar þær verðhækkanir, sem af þessum ráðstöfunum leiða munu valda beinni stórfelldri kjaraskerð ingu launþega, þar sem þær fásí ekki bættar í kaupgjaldsvísitölu, en meginþorri hinna nýju álaga eru verðhækkanir á brýnustu neyzluvörum og nefskattur og koma því þyngst niður á þeim lægst launuðu og fjölmennura fjölskyldum. Þeirri tekjuöflun ríkissjóðs, sera nauðsynleg er vegna ríkjandi á- stands í efnahags- og atvinnumál um þjóðarinnar, ber að mæta me8 öðrum ráðum. Á sama fundj stjórnarinnar var ákveðið að kalla saman aukaþing bandalagsins um miðja næstu vikíi til að fjalla um kjaramálin með hliðsjón af nýjum viðhorfum. Frétt frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja 18. okt. 1967. LÍDÓ OPNAR AFIUR Veitingahúsið Lídó hefur verið lokað að undanförnu, en n.k. laug* ardag opnar það að nýju og verður rekstrl þess hagað á sama hátt og verið hefur. Róbert Kristjánsson rekur veitingastaðinn eins og áður, og verður húsið opið síðari hluta þessa viku, líkt og verlð hefur. Hljómsveit Ólafs Gauks Ieikur fyrir dansi í Lídó, eins og verið hefur að undanförnu. í 2 20. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.