Alþýðublaðið - 20.10.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.10.1967, Blaðsíða 4
 gotmsíMi) HJtstjórl: Benedlkt Grðndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngaslml: 14906. — AOsetun Alj)ý8uhúsið vlO Hverfisgötu, Rvlk. — PrentsmiOja AlþýðublaOsIns. Siml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa* Sölu kr. 7.00 elntakið. — Útgefandl: AlþýOnflnkkurlnn. Á villigötum ÞJÓÐVILJINN er á villigötum enn einu sinni. í stað þess að einbeita kröftum sínum að lausn efna- hagsvandræða fyrir alþýðu landsins, einbeitir blað- ið sér a-ð árásum á Alþýðuflokkinn og tilraunum til að sundra röðum Alþýðuflokksmanna. Þetta sann- ar enn einu sinni, að Þjóðviljinn hefur meiri áhuga á pólitískum ávinning en hagsmunum alþýðu, þegar öllu er á botninn hvolft. Þjóðviljinn hefur átt viðtöl við nokkra af forustu- mönnum Alþýðuflokksins í verkalýðshreyfingunnj. Þeir hafa allir sagt, að verðhækkanir á landbúnað- arafurðum kæmu illa við alþýðu manna, sérstak- lega barnmörgu heimilin. Þeir hafa hvatt til samn- inga milli verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar og óskað eftir breytingum til að létta hlutskipti þessa fólks. Það er ágætt, að Þjóðviljinn birti sem flest viðtöl við Alþýðuflokksmenn. Hins vegar má minna komm- únista á, að sömu ummæli um verðhækkanirnar hef- ur mátt lesa í Alþýðublaðinu frá fyrsta degi og væri því rétt fyrir Þjóðviljann að endurprenta þau líka fyrir lesendur sína. Alþýðuflokkurinn hefur gert sér fyllilega Ijóst, hve erfiðar þessar ráðstafanir væru, og Alþýðublaðið hefur enga dul dregið á þær stað- reyndir, en hvatt eindregið til viðræðna og tilrauna til að finna leiðir til að létta byrðar barnmörgu heimilanna og gamla fólksins. Þjóðviljinn hefur áhyggjur af því, hvernig mál þetta var afgreitt innan Alþýðuflokksins og reynir auðvitað að valda pólitískum erfiðleikum. Sú viðleitni mun ekki bera árangur. Málið var lagt fram í framkvæmda- stjórn og miðstjórn flokksins og rætt ýtarlega. Kom þar að sjálfsögðu fram, hvaða annmarkar væru á verðhækkunum þeim, sem fyrirhugaðar voru — að þær legðust þungt á stóru heimilin. Þá óskuðu leið- togar iverkalýðsfélaga eindregið eftir því, að ríkis- stjórnin ræddi við verkalýðshreyfinguna. Eftir þess- ar umræður var málið afgreitt einróma, eins og Gylfi Þ. Gíslason hefur skýrt frá. Þingmenn og ráðherrar Alþýðuflokksins hafa síð- an farið eftiv þeim óskum, sem fram komu í mið- stjórninni, áður en málið var afgreitt. Þeir hafa lagt áhev'Au á, að rætt yrði við verkalýðshreyfinguna, cins og fram kom í tilboði forsætisráðherra, sem Alþvðusambandið hefur nú þegið. Þá hefur Alþýðu- flokkurinn lagt fram nokkrar hugmyndir innan rík- issfiérnarinnar, sem stefna að því að nota trygginga- kerfið ti! að létta byrðar þeirra, sem sízt geta borið þær. Eru þessar tillögur nú í athugun. Þjóðviliinn mun ekkert hafa upp úr árásum á Al- þýðuflokkinn í þessu máli. Kommúnistar ættu að einbeita sér að því verkefni, sem býður úrrausnar, en gleyma pólitískum bræðravígum. 4 20. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞAU ERU KOMIN - DÖNSKU EPLIN IVIEÐ BROSI SAFA OG ANGAN LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT AÐ SUMARAUKANUM HANN ER í NÆSTU BÚÐ, SEM HEFUR DÖNSKU EPLIN TIL SÖLU. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. KYNNISFÖR I SJÖNVARP verður farin á morgun kl. 3,15. Lagt af stað frá Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Húsakynni sjónvarpsins við Laugaveg skoðuð. Leið sögumaður útskýrir tæki sjónvarpsins og undirbúning útsendinga. Erindi verður flutt um sögu og þróun íslenzka sjónvarpsins. Þátt- taka tilkynnist skrifstofu Alþýðuflokksins, sími 16724 fyrir kl. 5 í dag. STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.