Alþýðublaðið - 20.10.1967, Blaðsíða 8
Norskur bindindisfrömuður
hér á ferb
Hingað er kominn Erling Sör-
lie, námstjóri bindindisfræðsl-
unnar í norskum skólum. Það
er Bindindisfélag íslenzkra
kennara, sem að komu hans
stendur, með fjárhagslegri að-
stoð Áfengisvarnarráðs ríkis-
ins, en ráðið er að E. Sörlie
veiti forstöðu námskeiði í bind
indisfræðslu við Kennaraskóla
íslands fyrir forgöngu B. í. K.
Alþýðublaðið hafði tal af Sörlie
sl. laugardag, og spurði hann
nokkuð varðandi áfengisvanda-
málið í Noregi, og þær varnir,
sem skipulagðar eru þar í skól-
um, gegn áfengisnautninni.
— Jú, áfengisvandamálið er
erfitt viðfangs hjá okkur, seg-
ir Sörlie. Áfengisneyzla þjóðar-
innar eykzt stöðugt — t.d. um
9% árið sem leið. Hættulegast
er þó, að áfengisneyzlualdurinn
færist sífellt niður á við, ef
svo mætti að orði komast, þetta
á einkum við í bæjum og borg-
um, þar sem áfengisneyzla ung
linga eykst jafnt og þétt, og
raunar er svipað ástatt f sveit-
unum, þótt ekki beri eins mik-
ið á því. Þess vegna er lögð á
það mikil aherzla, að afla sem
mest bindindisfræðslu í skól-
um, sem er nú orðin skyldu-
námsgrein, og ætlaður viss
stundafjöldi til kennslunnar.
Er þarna um að ræða hlutlausa
fræðslu, byggða á vísindalegum
staðreyndum á sviði heilsufræði
og félagsfræði, en ómenguð óll
um áróðri.
Við hvaða aldursflokka er
fræðsla þessi miðuð?
— Hún hefst á 5 ári við 0
ára skyldunám. Þann vetur eru
nemendur einkum fræddir um
í>á umferðarslysahættu, sem
stafar af neyzlu áfengis, og
sú fræðsla samræmd kennslu
í umferðarreglum. 6. árið eru
-nemendurnir fræddir um eðli
áfengra drykkja og áhrif þeirra
á taugakerfið og viðbrögð þess,
og sú fræðsla aukin næstu tvö
árin, en síðasta árið er lögð á-
herzla á fræðslu um skaðsemi
áfengisnautnar varðandi heilsu
mánna, félagsfræðileg áhrif
hennar, drykkjusýki og helztu
læknisráð við afleiðingum lang
varandi áfengisnautnar og varn
ir gegn henni, þessi bindindis-
fræðsla er með öðrum orðum
skipulögð eins og aðrar náms-
greinar á kennsluskrá.
Og kennaraskólarnir búa nem
endur sína undir að veita þá
fræðslu, eins og aðra kennslu?
— Já, bindindisfræðsla er
skyldunámsgrein í kennarskól-
unum, öllum seytján, og byggð
á vísindafræðilegum grundvelli,
eins og áður getur. Ég geri ráð
fyrir, að sjálf kennarstéttin
sýni yfirleitt meiri hófsemi í
neyzlu áfengra drykkja, en
fólk almennt, þar sem starfið
veitir þeim víst aðhald, meðal
þeirra eru og margir bindindia
menn, en svo líka aðrir, sem
telja sér heimilt að fá sér í
glas, þegar svo oer undir. En
afstaða þeirra sjálfra hefur
ekki nein áhrif á þetta, bind-
Erling Sörlie.
indisfræðslan er eins og hvert
annað skyldufag, sem þeir
kenna. -r Bindindisfræðslan or
skipulögð af bindindisfræðslu-
ráðinu norska, sem starfað hef
ur frá því 1902, en það skipu-
leggur einnig námskeiðin við
kennaraskólana og auk þess
námskeið fyrir starfsmenn í fé
lagsmálum og kirkjumálum,
Síðustu árin hefur frétzt af
vaxandi eiturlyfjanautn ung-
linga í Svíþjóð og Danmörku.
Hvernig er það í Noregi er
eiturlyfjanautn unglinga orðin
viðlíka vandamál þar?
— Ekki viðlíka, en vandamál
samt sem áður, sem taka verð-
ur afstöðu til. Þetta á einkum
við í Osló og þeim borgum,
sem standa í nánustum tengsl-
um við sænskar borgir þar sem
eiturlyfjanautnin bréiðist fit.
einkum marijunanotkunin. Því
er það að bindindisfræðslá í
skólum tekur nú þegar einnig
til fræðslu um skaðsemi eitur-
lyfjaneyzlu. Þið hérna megið
líka gera ráð fyrir því að verða
að taka afstöðu til þessa vanda-
máls áður en langt um líður —
eða það mætti heita einstök
heppni, ef svo væri ekki. Þetta
herjar á æskuna alstaðar. Ann
ars ber að geta þess, að norsk
æska er dugmikil í verunni, ög
það er mannslið að henni, 'ef
unnt er að vekja áhuga hennar
til þátttöku í einhverju starfi.
Nú fyrir skömmu hófu ung-
templarar „herferð gegn
hungri" — fjársöfnun í- því
skyni að kenna Ceylonbúum ný
tízku fiskveiðitækni, og samtím
is var hafin áróður fyrir söfn-
uninni í útvarpj og sjónvarpi.
Unglingarnir hafa unnið að
þessu af frábærum dugnaði og
með ágætum árangri. En ung-
mennafélögin norsku virðast
hafa átt erfitt uppdráttar síð-
ustu áratugina, hvað sem veld
ur. Það er eins og hún finni
ekki þann næma hljómgrunn
með æskunni sem áður var. Aft
ur á móti starfa íþróttafélög
af miklum krafti, og fremstu í-
þróttamenn okkar veita bind-
indishreyfingunni mikilvægan,
óbeinan stuðning, þar sem þeir
eru á einu máli um að áfengis-
nautn og íþróttaiðkanir fari
ekki saman. Æskan dáir þá ____
og tekur mark á þeim. . .
Eins og áður segir, er það
erindi Erlings Sörlie hingað, að
skýra nemendum kennaraskól-
ans frá tilhögun bindindis-
fræðslu í skólum í Noregi, á
námskeiði í þeim málum, sem
efnt er til í sambandi við komu
hans. Löguun hindindisfræðslu
í skólum munu fyrir hendi hér '
á landi, þótt þeim hafi ekki ver
ið framfylgt sem skyldi, en von
ir standa til um að heimsókn
Sörlie verði upphaf þáttaskila á
Því sviði. Hann hefur farið
víða um lönd, flutt fyrirlestra
og efnt til svipaðra námskeiða,
og má geta þess, að hann var
hér á ferð fyrir tólf árum og
flutti þá fyrirlestra á vegum
BÍK.
Hjónaskilnaðir Hollywodd-leik
ara eru svo algengir, að engum
kemur mjög á óvart þegar til-
kynnt er, að þessi eða hin „al-
sælu“ hjónin ætli nú að fara að
skilja að skiptum. Og oftast er
„hugrænni grimmd“ annars aðil
ans kennt um ófarirnar. En þrátt
fyrir hina tíðu skilnaði brá mörg
um í brún þegar stuttorð til-
kynning barst frá lögfræðingum
þeirra Audrey Hepburn og Mels
Ferrer þess efnis, að þau hjón-
in hygðu nú á skilnað eftir þrett
án ára hjónaband.
Audrey Hepbum og Mel Ferr-
er hafa löngum verið tekin sem
dæmi um farsælt hjónaband
leikara. Bæði gáfuð og vel mennt
uð, fáguð og veraldarvön, sem
sagt þau þóttu hæfa hvort öðru
íullkomlega. „Ég trúi þessu
ekki“. sagði nákominn vinur
þeirra í London þegar fregnin
barst honum. „Þau sem voru
eins og skopuð hvort- fyrir ann-
. . að.: Þau áttu svo margt sameig-
irilegt, þau voru vinir og félag-
ar, unnu saman og höfðu sömu
áhugamálin. Nei, þau verða
aldrei. hammgjusöm án hvort
annars. Mel finnur aldrei betri
eiginkonu en Aurey og Audrey
alörei betri eiginmann en Mel.
Nei, ef þau skilja, verður það
þéim báðum til ógæfu“.
-/ Audrey er þrjátíu og sjö ára,
Mel fimmtugur. Þau eiga einn
son sem heitir Sean og er sjö
ára gamall; það er ekkki langt
síðan Audrey talaði um, að hún
yrði að fara að eignast litla syst
ur handa honum. En nú virðist
það úr sögunni nema þau hjóiv
in sjái sig um hönd áður en þau
slíta þrettán ára hjónabandi
sem hefur verið talið með ein-
dæmum gott.
Audrey var orðin fræg stjarna
þegar hún kynntist Mel og hafði
unnið Oscar-verðlaunin fyrir
fyrsta aðalhlutverk sem hún lék
í kvikmynd, „Roman Hoiiday" á
móti Gregory Peck, en hún hafði
hvergi nærri áunnið sér þær vin
sældir sem hún nýtur nú. Hún
vakti aðdáun, en ekki hrifningu,
þótti prýðileg leikkona, en of
sérstæður persónuleiki til að
túlka nema fá hlutverk. Hún var
engin kynbomba. „Hvað eigum
við að gera við þessa þvengja-
lengju sem er eins og strákur
í laginu og með alltöf stór augu,
stóran munn og alltof langan
háls?“ sagði einn af þekktustu
leikstjórunum í Hollywood um
þær mundir. Satt að segja átti
Audrey allt annað en auðvelt
með að fá hlutverk þrátt fyrir
Oscarinn og ágætan leik í fleiri
myndum eftir „Roman Holiday".
Hún var svo tíguleg í fasi og
framkomu, að það var óhugsandi
að segja um hana slúðursögur
eins og aðrar ungar leikkonur.
Og hún virtist ekki hafa mikinn
áhuga á ástarævintýrum. Raun-
8 20. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ