Alþýðublaðið - 20.10.1967, Blaðsíða 5
Kurf Durpitz:
Staða Þýzkalands í
Evrópu framtíðarinnar
(INP). — Eining Evrópu á
enn langt í land. Þjóðir Evrópu
vita hins vegar, að þær verða
að halda áíram þeirri samvinnu,
sem hafin hefur verið, með þol-
gæði og þrautseigju. Evrópu-
samband eða bandalag þjóða,
sem nær jafnvel einnig til
Austur-Evrópu, mun verða árang-
ur þessa. Sú er að minnsta kosti
von milljóna Evrópubúa eftir
hörmulegar afleiðingar tveggja
heimsstyrjalda.
Evrópuráðið, Efnahagsbanda-
lagið og fjölmargar stofnanir,
sem starfa á öðrum grundvelli
en ríkisstjórnir viðkomandi
landa, eru sá grundvöllur, sem
byggja verður á einingar- og
samrunastefnu Evrópu í fram-
tíðinni. Víðfeðmu neti alþjóð-
legra sambanda og samskipta
liefur verið komið upp á und-
anförnum áratug, og nær ógern-
ingur er að rjúfa það eða gera
að engu. Sambræðsluþróun Evr-
rópu er miklu lengra á veg kom-
in en margir gera sér grein fyr-
ir, einkum á þeim sviðum, sem
stjórnast ekki af tilfinningun-
um, svo sem í tækni, viðskipt-
um og alþjóðlegri efnahags-
stjórn. ;. |
SAMBANDSLÝÐVELDIÐ
VEIT, HVAR ÞAÐ
STENDUR.
í þessari Evrópu framtíðar-
innar verður að vera öruggur
sess fyrir sameinað Þýzkaland.
Landafræðin skipar því landi í
miðju meginlandsins. Reynsla
sögunnar veldur því hins vegar,
að grannar þess, nærri og
fjarri, spyrja hvort Þýzkaland
framtíðarinnar muni verða fúst
til að sætta sig við merkingu
„miðjunnar” — fara meðalveg,
auðsýna tillitssemi og vilja til
samkomulags. Sambandslýðveld-
ið Þýzkaiand gerir allt, sem í
þess valdi stendur — og það
talar einnig fyrir borgara sína
bak við gaddavír og vegg — til
að svara þessari spurningu á
sannfærandi hátt, því að hún
sýnir ótta manna við þýzka æv-
intýralöngun: Þýzkaland hefur
tekið afstöðu sína. Það hefur
ákveðið að gera málstað Evrópu
að sínum — beita sér fyrir sam-
starfi, stillingu og starfi í þágu
velfarnaðar. Þýzkaland hefur
sýnt, að það starfar af heilum
huga og í anda góðrar samvinnu.
í stefnuskrárræðu þeirri, sem
kanzlari Sambandslýðveldisins,
dr. Kurt Georg Kiesinger, flutti
í Sambandsþinginu 13. desem-
ber 1966 sem leiðtogi hinnar
nýju samstjórnar Kristilegra
demókrata og Sósíaldemókrata,
sagði hann afdráttarlaust, að ör-
lög Þýzkalands væru samtvinnuð
örlögum annarra Evrópuþjóða
og komst svo að orði:
„Þýzka ríkisstjórnin styður
kerfisbundna og áhrifamikla
friðarstefnu, sem muni draga
úr stjórnmálaspennu og tak-
marka vígbúnaðarkapphlaupið.
Vér munum hafa samstarf um
tillögur um eftirlit með víg-
búnaði, takmörkun hans og af-
vopnun. Gagnvart bandamönn-
um sínum hefur sambandsstjórn-
_in fallið frá tilkalli til fram-
leiðslu kjarnavopna og fallizt
á samsvarandi alþjóðlegt eftir-
lit. Vér sækjumst ekki eftir að
hafa stjórn slíkra vopna á hendi
eða að þjóð vor eignist slík
vopn. Vér erum staðráðnir í að
halda uppi góðri samvinnu við
allar þjóðir, sem byggð verði
á gagnkvæmu trausti jg vilja
til að starfa saman.”
ÞÁTTTAKA í HINU
FRJÁLSA, VESTRÆNA
KERFI.
Sú stefna, sem sambandslýð-
veldið hefur fylgt frá stofnun
sinni 1949 og siðan það hlaut
fullveldi árið 1955, hefur leitt
til algers samruna þess við kerfi
hins frjálsa, vestræna heims.
Það hefur tengzt böndum, sem
eru ómenguð og traust, og horf-
ur eru á, að þau verði til lang-
frama. Yfirgnæfandi meirihluti
þýzku þjóðarinnar veitir þeim
stuðning sinn. Þrátt fyrir alla
erfiðleika og vonbrigði, sem
Þýzkaland hefur orðið að
þola á undanförnum árum, hef-
ur enginn hugsað í alvöru um
að ótryggt hlutleysi sé heppi-
legasta stefnan eða hugleitt,
hvernig bezt mætti hagnast á
spennunni milli austurs og vest-
urs.
Þessi afdráttarlausa afstaða
Þjóðverja í Sambandslýðveld-
inu táknar, að þeir hafa látið
sér sögulega reynslu að kenn-
ingu verða. Það hvílu- eins og
mara á þýzku þjóðinni, ef hún
lenti aftur í einangrun af því
tagi, sem hefur tvívegis leitt til
blóðugrar styrjaldar, þegar
fjendur í austri og vestri hafa
snúizt gegn Þjóðverjum.
Sambandslýðveldið Þýzka-
land hefur ákveðið að verða
aðili að hinum vestræna hluta
Evrópu og samfélagi þjóðanna
við Atlantshaf. Enginn vafi leik-
ur á þessari grundvallarákvörð-
un Þjóðverja. Þótt þeir leitist
við að taka upp nýja og hóg-
værari stefnu gagnvart ríkjum
Austur-Evrópu, hefur það eng-
in áhrif á þessa staðreynd, þar
sem hin evrópsku vinariki þeirra
standa einnig eindregið að nýrri
stefnu gagnvart ríkjunum í
austri. Þetta er frumskilyrði
fyrir því, að dregið verði úr
spennunni í Evrópu, og sú þró-
un mun síðar auðvelda nánari
samruna Evrópuríkja á stærra
mælikvarða, sem síðar mun
verða.
I
BRÚ MILLI AUSTURS
OG VESTURS.
í þessu sambandi komst dr.
Kiesinger kanzlari svo að orði í
stefnuskrárræðu sinni: „Þýzka-
land var öldum saman brúin
milli Austur- og Vestur-Evrópu.
Vér vildum aftur taka þetta hlut-
verk að oss á vorum timum. Vér
höfum áhuga á að bæta sambúð-
ina við granna vora í austri, sem
ala sömu 'ósk, á öllum sviðum
efnahagsmála, menningarmála og
stjórnmála; og taka upp stjórn-
málasamband, hvar sem aðstæð-
ur leyfa.”
Eftir styrjöldina styrktust bönd
in milli Sambandsiýðveldsins og
grannríkja þess mjög hægt. Það
tók tíma fyrir Sambandslýðveld
ið að öðlast traust hins frjálsa
heims. En það eru lífræn tengsl
sem myndazt hafa, og það gefur
góða von, að þau verði til fram-
búðar.
EVRÓPURÁÐIÐ HEFIR
SKAPAÐ NÝTT LOFTSLAG.
Evrópuráðið í Strasburg hafði
úrslitaáhrif í þá átt að skapa
hið nýja loftslag, en mönnum
hættir oft til að gera lítið úr
hlutverki þess. Þetta var fyrsta
stofnunin, sem sett var á lagg-
ir eftir stríðið og hafði einingu
Evrópu að markmiði. Evrópuráð
ið á rætur sinar að rekja til hug
myndar, sem Winston Churehill
fyrst setti fram árið 1943 og
ræddi síðan ýtarlega í hinni
frægu Ziirich-ræðu sinni, en ráð
ið var loks stofnað árið 1949.
Sambandslýðveldið hefur ver-
ið fullgildur aðili að þessu sam-
félagi þjóðanna síðan 1951, en
innan vébanda ráðsins eru nú
alls 18 Evrópuríki, þar á meðal
Malta og Kýpur. Því miður reynd
ist ekki unnt að framkvæma á-
ætlanir, sem fyrst voru gerðar
um að breyta Evrópuráðinu i
undirstöðu raunverulegs Evrópu-
sambands með réttindum sem
fullvalda ríki. Ráðgjafaþing þess
í Strasborg hefir þó orðið mikill
og áhrifaríkur vettvangur evr-
ópskra umræðna. Hinar löngu og
tíðum heitu umræðum þing-
manna hafa greitt úr margvís-
legum misskilningi. Skyldleiki
með þjóðum hefir komið í ljós,
dómar hafa verið endurskoðaðir
og viljinn til að skapa meiri sam
búð þjóða í milli og virða
skoðanir annars hefði orðið að
veruleika í Strasbourg. Ráðg'jafa
þingið hefir einnig orðið fyrir-
mynd rökræðna á öðrum vett-
vangi. Þýzkaiandsvandamálið
hefir verið rætt af kostgæfni þar
og menn hafa ekki forðazt við-
kvæm vandamál. Israelsmenn
sendu til dæmis áheyrnarfulltrúa
á þingið, þegar rætt var, hvort
fella skyldi niður sekt stríðsglæp
amanna, og þeir fóru ekki dult
með skoðanir sínar.
í janúar á þessu ári varð Stras
bourg aftur vettvangur mikil-
vægrar-yfirlýsingar, Harold Wil
son, fors.ráðh. Bretlands skýrði
frá fyrirætlunum stjórnar sinn-
ar um að sækja um upptöku í
Efnahagsbandalag Evrópu. Menn
eru farnir að eygja mynd af
stærri, nýtízkulegri Evrópu, sem
hefir í fullu tré við Bandarík-
in og Sovétríkin í tæknilegum
efnum.
Þegar Willy Brandt, utanríkis
ráðherra sambandsstjórnarinnar,
gerði þingheimi grein fyrir mark
miðum stefnu sinnar gagnvart
Austur-Evrópu, létu menn í ljós
stuðning sinn. Þegar tuttugu ár
eru tíðin frá lokum styrjaldar-
innar, þrá allar þjóðir, að endir
verði bundinn á hina hörmulegu
skiptingu álfunnar.
Aðild Sambandslýðveldisins að
þessari andlegu byggingu, sem
hefir að undirstöðu hinar mann
úðlegu erfðir evrópskrar menn
ingar, hlaut þann stuðning í
Strasbourg, sem mestu máli
skipti.
Sambandslýðveldið var líka
eitt fyrsta landið, sem staðfesti
Evrópusáttmálann um mannrétt
indi frá 1952.
SAMEIGINLEGI MARKAÐ-
URINN SIGRAR EFNAHAGS
EIGINGIRNI.
Þátttaka Sambandslýðveldis-
ins í stofnun sameiginlega
markaðsins táknaði fyrstu skuld
bindingu þess í þágu heildarinn
a,í, að efnahagsgeta lýðveldisins
ætti að verða öðrum til hags-
Framhald á 15. síðu.
Pia Degermark
Hin 17 ára gamla sænska yngismey, Pia Deag
ermark, hefur aldeilis haft heppnina með sér.
Fyrst dansaði hún við sænska krónprinsinn,
Carl Gustav, síðan sá kvikmyndaleikstjórinn, Bo
Wiederberg, myndina af þeim (sem birtist hér
til hliðar) og var ekki í nokkrum vafa um, að
hér væri komin stúlkan, sem ætti að leika að-
alhlutverkið í fyrstu litmynd hans, Elvira Madi-
gan, sem fjallar um ástir sirkussýningarstúlku
og sænska aðalsmannsins, Sixten Sparre.
Þegar kvikmyndin var sýnd í Cannes í sumar
varð dómnefndin svo hrifin af leik Piu, að þeir
veittu henni verðlaun fyrir bezta kvenhhitverk-
ið. Síðan hefur Pia fengið mörg tilboð frá er-
lendum kvikmyndaframleiðendum, en hún hefur
hafnað þeim öllum.
Bo Wiederberg, sem er stjórnandi myndarinn-
ar Elvira Madigan er nú almennt talinn efnileg-
asti kvikmyndaleikstjóri á Norðurlöndum. Raun-
ar hefur engin mynda hans sézt hér á landi, enn
sem komið er, þó að hann hafi þegar gert fimm
myndir, en þess verður vonandi ekki langt að
bíða, að við fáum að sjá einhverja þeirra.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. október 1967 5