Alþýðublaðið - 10.11.1967, Side 5

Alþýðublaðið - 10.11.1967, Side 5
Hellir hinna daubu BAINAGAMAN Hver veit hvaða tvö hús eru eins Haldið þið ekki, að stóru systkinum ykkar eða pabba og mömmu þætti gaman að keppa við ykkur um það hver veit hvert rétta húsið er? Það eru nefnilega viss skilyrði, sem fylgja þessari raun. 1. Það verður að vera reyk- háfur á húsinu. 2. Það mega ekki vera gluggatjöld fyrir gluggan- um. 3. Það mega ekki vera tröpp- ur að dyrunum. 4. Hundur verður að vera við húsið. 5. Það má ekki vera sjón- varps'ofínet á húsinu. Ætil þið verðið ekki á undan mömmu og pabba að vita hvaða hús er rétta húsið? Við ætlum ekki að segja ykkur það. Þið eruð dugleg að skrifa og eina ástæðan fyrir því, að þetta var ekki höfð verðlaunagetraun er sú, að við erum alltaf að leita að cinhverju erfiðu; Þið eruð alltof dugleg. Vitið þið, að í fyrstu getrauninni voru 48, sem svöruðu rétt af 58 og í næstu getraun (sem var erfið- ari) eru þegar komin 23 rétt svör, þrátt fyrir meiri þátttöku? Þið viljið öll fá fleiri getraun- ir, fleiri gátur, fleiri skrítlur. Segið þið okkur nú, stóru krakk arnir, sem skrifa svo vel, vilja litlu systkinin ekki fá sögu fyr ir sig? Hafið þið reynt að lesa fyrir lítil börn og aðgætt, hvern g þem lízt á smábarnasögurn- ar? Þetta er nefnilega blaðið ykk ar og þið ráðið efninu. Við getum meira að segja sagt ykkur það. að í næsta blaði verð ur ekki aðeins tilkynnt, hver vann verðlaunin í síðustu keppni, heldur einnig birlar spurningar, sem eru bæði gát- ur og spurningar á borð við: — í hvaða borg er erfiðast að lifa? Oe eftir því, sem okkur er sagt er svarið: — í Liverpool (líf-er-Dúl). Og þetta verður 10 spurninea verðlaunakeppni fyr ir börn frá 7-12 ára, það er að segia. ef þið viljið svo erfiða keppni. Og sptirningakeppnin er sam in af tíu ára dreng. Hafið þið áhuga fyrir svona hlutum? Viljið þið kannski senda okkur gátur og erfiðar spurningar í næstu keppni? Þá verðið þið að muna, að það er tveggja vikna frestur áður en spurningamar bjrtast, en Við birtum alitaf nafn ykkar og heimilisfang með og við von- umst til þess að fá að taka mynd af þeim, sem duglegastur er að senda okkur gátur og spurningar. Það er skemmtilegt fyrir lesendur Barnagamans að vita. hver sigurvegarinn er og hvernig hann lítur út. Þið meg- ið senda eins mörg bréf og þið viljið næstu tvær vikurnar. — Síðasti frestur er 24. nóvember og sigurvegarinn kemur í næsta biaði þar á eftir. Við viljum hafa fr.estinn sem lengstan til að leyfa börnum utan af landi að taka þátt í keppninni. Þau eru afar dugleg. Okkur fannst lei+jt að fá 'á+ta bréf eftir að di-egið var í síðustu keppni og bví höfum við ákveðið að lengja frestinn um 7 daga. — Gangi vkkur nú vel. — Já, sagði Haukur, — og þó höfum við ekki séð helm- inginn ennþá. Við eigum eftir að finna allar menjar um komu geimfaranna til jarðarinnar. Ósjálfrátt varð honum það á að reka upp hlátur. í raun og vöru hafði hann alltaf efast um sannleiksgildi kenningar Bills og nú þegar hann sá að i stað undarlegra menja um menningu sem ekki hafði átt upptök sín á jörðinni var hér aðeins að finna fornar beina- leifar, létti honum mikið. Það, sem maður þekkir er aldrei eins óhugnanlegt og það, sem hugann aðeins órar fyrir. Nú fóru þeir báðir að grafa í beinahrúguna. Eftir smá stund fundu þeir koparstykki, sem orðin voru græn af elli, síðan steinaxir og óbrotna skartgripi. Þeir voru aðeins við yfirborð- ið og þó höfðu þeir þegar fund- ið menjar frá steinöld. Hvað leyndist neðst á botn- inum? Þeir litu báðir upp sámtímis og störðu framundan sér með Ijómandi augum. Hvernig stóð á því að öll saga mannkynsins virtist geymd á þessum undursamlega stað? Hver hafði verið hér að verki? Haukur hugsaði um vanmátt þeirra. Þeir voru aðeins tveir og í stað þess að þeir hefðu upplýst leyndarmálið varð það sífellt dularfyllra og dular- fyllra. Bill Martin leit á hann. — Augu hans glóðu al' æsingi. — Þetta er stórkostlegt, — sagði hann. — Þetta er einmitt það sem mig hefur alltaf dreymt um. — Já, ekkert gullæði jafnast á við þetta, sagði Haukur, en veizt þú, hvað við höfum ver- ið lengi hérna niðri? Við höf- um hvorki verið hér meira eða minna en þrjá klukkutíma. Ég held við ættum heldur að fara upp aftur. Við þurfum líka að fá okkur betri tæki áður en við förum og rannsökum meira. — Mig langar ekki til að fara upp, sagði Bill Martin. En þú hefur víst rétt fyrir þér. Við skulum koma. Þeir gengu yfir að reipinu. Haukur beindi ljósgeislanum þangað sem það átti að hanga bundið fast við segldúkskörf- una. Reipið lá í stórri hrúgu yfir körfuna og endar þess löfðu niður í beinahrúguna. 1 FIMMTI KAFLI. > LOKAÐIR INNI NEÐAN- JARÐAR. Haukur stóð eins og lamað- ur og starði á reipið. Skyndi- lega fannst honum allar haus- kúpurnar glotta hæðnislega. Það var engu líkara en þær glottu og segðu: — Velkomnir í okkar hóp, félagar. Bill Martin gekk yfir að segl dúkahrúgunni. — Skollans óheppni, sagði hann áhyggjufullur. K^eldurðu að kraninn hafi bilað? Kannski reipið hafi runnið fram af spil- inu og fallið hingað niður. Það gæti verið, sagði Haukur. Kannskei eyjarskeggjar hafi verið að eiga við það af ein- skærri forvitni og hleypt því fram af. En Bill Martin hristi höfuð- ið. Ef það liefðu verið ein- hevrjir aðrir, væri það hugs- anlegur möguleiki, sagði hann, en ég þekki þá Toai og Ram- hai og ég veit að þeim er hægt að treysta í hvívetna. Haukur laut niður og greip reipisendann. Hann starði undr- andi á hann. — Hvað heldur þú? spurði BiII Martin. — Ég skil ekki hvað hefur skeð, sagði aHukur alvöru- þrunginn. — En eitt veit ég að kraninn hefur ekki bilað. — Hefur kraninn ekki bilað? — Nei, sagði Haukur, reipið hefur verið skorið í tvennt. Bill Martin hljóp til hans cg tók reipið af honum. — Þetta er rétt. Þetta er mjög merkilegt. — Hvað getur hafa komið fyrir? spurði Haukur skelfdur. — Hafi reipið bilað eða kran- inn, höfum við ekkert að ótt- ast,” sagði Bill Martin rólega. Þá þurfa Toai og Ramhai að sækja varareipið og láta það síga niður. Þá er þetta aðeins tímabilsástand. Á hinn bóginn Hann lauk ekki við setning- una og þess þurfti heldur ekki. Haukur minntist einnig ógn- anna í London og slöngunnar, sem hafði skriðið upp eftir fót- leggjum hans. — Þá getum við ekki beðið hérna, sagði hann ákveðinn. — Við vitum ekkert, hvað hefur skeð uppi á yfirborðinu. Hafi eitthvað — eitthvað lys hept, þá þýðir ekkert fyrir okkur að hanga hér og bíða eftir hjálp, sem aldrei kemur. Það er ekki nema um eitt að gera, sagði Bill Martin. Við verðum að skoða hellinn og vita hvort við finnum ekki aðra útgönguleið. „Það hljómar kynsamlega”, samsinnti Haukur. „Við skulum skilja hér“, sagði Bill Martin og fara meðfram hellisveggjunum þangað til við mætumst hér aftur. Ef til vill finnum við aðra útgönguleið". Haukur tók annan lampann og lagði af stað, hann skoðaði veggi hellisins vandlega og lý-sti upp eftir þeim. Bill Martin gekk í hina átt- ina, en hvergi fann hann nein merki þess að um aðra útgöngu- leið væri að ræða. Hann hafði miklar áhyggjur af Hauk. t fyrsta lagi hafði hann átt upptökin að ævintýrinu og í öðru lagi kenndi hann sér um að hafa ekki gert nægilegar öi?- yggisráðstafanir gegn því að mn skemmdarverk yrði að ræða.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.