Alþýðublaðið - 16.11.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.11.1967, Blaðsíða 4
Bltstjóri: Benedikt GrBndal. Slmar 14900—14903. — Auglýsingaslml: 14906. — ACsetur: AiþýðuhúslS vlö Hverfisgötu, Kvlk. — PrentsmlOja AlþýOublaðslns. Siml 14905. — Áskriítargjald kr. 105.00. — t lausa* sölu kr. 7.00 elntaklO. — Útgefandl: AlþýSuflokkurlnn. Aðvörun til Vísis FYRIR NOKKRÚM DÖGUM gerðist það, að bátar Romu hlaðnir af síld til hafna á Suðvesturlandi, en síldarverksmiðjur á því svæði neituðu að kaupa afl ann og vinna hann. Alþýðublaðið sagði þá, að rétt- ast væri að þjóðnýta verksmiðjur, sem tækju slíka afstöðu þegar mikið lægi á. Nokkru síðar tilkynntu verksmiðjurnar, að þær mundu taka á móti úrgangi vi'nnslustöðva, og síðan hefur verið hljótt um málið. Þó hefur dagblaðinu Vísi þótt ástæða til andsvara, j;ar sem Alþýðublaðið hafði vakið máls á þjóðnýtingu. Þarf ekki að lýsa þeirri fyrirlitningu, sem kom fram í grein Vísis, og minnti blaðið á tap Hafnfirðinga af íogaraeign og frystihúsi. Það má að sjálfsögðu benda á þjóðnýtt fyrirtæki, .’em hafa tapað. En hafa engin einkafyrirtæki í þessu landi tapað? Hafa engin ein^afyrirtæki fengið að- stoð úr ríkisábyrgðasjóði? Lendir ekki tap einkafyrir tækja eins og annarra að lokum á þjóðinni allri. Einkaframtaksmenn eru ekki feimnir við þjóðnýt- ingu, þegar það hentar eiginhagsmunum þeirra. Þeir ætluðu að græða skjótlega á nýjum síldarverksmiðj- um á Austurlandi — en ganga nú bónarveg til ríkis- ins og biðja það um að kaupa verksmiðjurnar. Aðr- :ir berjast fyrir því, að ríkið kaupi Áburðarverksmiðj- una, sem það hefur alltaf átt! Jafnaðarmenn halda ekki lengur fram, að þjóðnýta eigi öll atvinnutæki heldur vilja þeir hlandað hagkerfi, þar sem opinber rekstur, samvinnurekstur og einkarekstur fara saman. En hlutverk ríkisrekstr- arins er enn mikið og það hefur ekki farið minnkandi tiér á landi síðustu ár. Seðlabankinn er voldugasta og þýðingarmesta ríkisfyrirtæki, sem komið hefur verið upp hér á landi. Hann er bæði stórfyrirtæki og sterkt hagstjórnartæki, sem gerir ríkisstjórn kleift að Uafa úrslitáhrif á efnahagslífið. Þessi banki er þýð- ingarmeiri þjóðnýting en ríkisrekstur hundrað smá- fyrirtækja. Þá er Sementsverksmiðjan ríkisfyrirtæki, og ríkið er mikill hluthafi í fleiri nýjum iðnfyrirtækj- um. Sjónvarp er enn eitt ríkisfyrirtæki, sem hefur rnikla þjéðfélagslega þýðingu. Vísir þarf að gera sér ljóst, að það er ekki alltaf veifað rauðum fánum, þegar þjóðnýttur rekstur er aukinn hér á landi. Samt sem áður hefur hlutur rík- isins stöðugt vaxið og það væri ekkert stórskref þótt nokkrum síldarverksmiðjum iværi bætt þar við, ef ástæða þætti til. 4 16. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID Loðfóðraðir háír og lágir kuldaskór fyrir KARLMENM SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR, Laugavegi 100. Stór sending: há og lág kuldastígvél fyrir kvenfólk Ný sending: Verð kr.: 324-341-383-442-486 531-552-590. Margar gerðir - Margir litir - Póstsendum Skóbúð Austurbæjar Kjörgarður skódeild Laugavegi 100. Laugavegi 59. Skóval Austurstræti 18 Eymundssonarkjallara. ★ SPURNINGAKEPPNI í ÚTVAIIPI OG SJÓNVARPI. „Sjónvarpsnotandi” skrifar: „Spurn- ingaþættir af ýmsu tagi hafa tíðkazt í útvarpinu um allmörg ár og þótt góð dægrastytting. T. d. var mikið hlustað á þáttinn Kaupstaðirnir keppa A sínum tíma, eins og margir eflaust muna. Sömu- leiðis hefur spurningakeppni skólanna vcrið vin- sælt útvarpseíni. í vetur eru tveir spurningaþætt- ír á döfinni, annar í útvarpinu, sem er skóla- kcppni, hinn í sjónvarpinu, þar sem nokkrir starfs liópar keppa. Skólakeppnin í umsjá Baldurs Guð-. laugssonar fór vel af stað. Skipulag keppninnar er gott og þættinum röggsamlega stjórnað. Keppni Stýrimannaskólans og Kennaraskólans sem leiddu saman hesta sína í fyrsta þætti, var jöfn — og skemmtileg. Spurningakeppni sjónvarpsins, sem stjórnað er af Tómasi Karlssyni, er liins vegar ný af nálinni og hefur ekki við neina hefð að styðj- ast. Er því að sjálfsögðu erfiðara um vik fyrst í stað. í fyrsta þætti komu fram slökkviliðsmenn og lögreglan. Þrátt fyrir smávegis mistök hjá stjórn- anda þáttarins mátti segja, að keppnin tækist vcl að mörgu leyti. Góður hraði var í henni og nota- leg gamansemi í sumum viðfangsefnunum. Að einu leyti varð þó stjórnándanum á í messunni. í upphafi þáttarins lét hann þess getið, að keppn- inni l.vki nákvæmlega þegar liinn fyrirfram ákveðni tími væri. úti, hvernig sem leikar stæðu. Hins vegar féll hann í þá freistni að bæta við einni spurningu eftir að tímavörður hafði tilkynnt að líminn væri búinn og keppninni átti að vera lokið. Þetta var auðvitað brot á leikreglunum, sem vand- lega þarf að fylgja í þáttum sem þessum, þótt jkki sé um neina heimsmeistarakeppni að ræða. Ekkí réðu þessi mistök þó neinum úrslitum í keppninni og sjálfsagt hefur þetta einungis stafað af fljótfærni og athugunarleysi. Og sem sagt: pátturinn lofar góðu.“ FYRIRHYGGJULEYSI. Verkfall yíirmanna á kaupskipaflotan- um hófst á miðnætti aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags og stendur enn yfir. Hafa nokkur skip þegar stöðvazt m. a. olíuskipin, sem ekki hafa fengið af greiðslu eftir að vinnustöðvun hófst. Margir hafa Curðað sig á því, að þegar á fyrstu dögum verk- fallsins eru olíuþirgðir á þrotum á allmörgum stöðum á landinu, sums staðar má heita olíulaust. Hér virðist eitthvað skorta á forsjá' og fyrirhyggju, þar sem ekki er í önnur hús að venda um olíu- kaup. Burtséð frá öllum verkföllum og vinnustöðv- unum sýnist hér teflt á tæpasta vaðið í þessum bfnum. Nú mun að vísu hafa rætzt úr þessu, þar sem undanþágur hafa fengizt fyrir olíuafgreiðslu á þeim stöðum, sem verst eru settir, svo að ekki ætti til þess að koma, að tjón hlytist af að þessu sinni. Hins vegar virðist einsætt, að búið sé þannig um hnútana, að nægar olíubirgðir séu jafnan fyrir hendi hvar sem er á landinu og ekki sízt þar sem milljónaverðmæti er i húfi. Annrð er varla afsakanlegt. — S t e i n n .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.