Alþýðublaðið - 16.11.1967, Blaðsíða 8
B
Lina er þarna með syni sínum Gerardo. Hann er að'eins fimm ár um yngri en hún og þau ólust upp sem systkin.
í JÚNÍ s.l. varð Lina Medina
33 ára, og átta mánuðum seinna
eða í fehr. n.k. varð sonur hennT
ar 28 ára. Þeir, sem lesa þetta
hljóta að halda að prentvillupúk
inn hafi brugðið sér á kreik. Gec
ur aldursmunur móður og son-
ar verið fimm ár? Jú, það er
svo. Lina er aðeins fimm árum
eldri en sonur hennar, Gerardo.
Lina Medina býr í Lima í Perú.
Hún er nú grönn og fínleg kona
og er gift verzlunarmanni. Brúð
kaupið fór fram með leynd og
viðstaddir voru fulltrúar ríkis--
stjórnar Perú. Lína hefur nefni
lega notið sérstakrar verndar
ríkisstjórnarinnar, siðan hiin
fæddi aðeins fimm ára gömul
heilbrigðan og eðlilegan son .
með keisaraskurði.
Sonur hennar Gerardo, sem
enn er ókvæntur, heimsækir oft
móður sína og stjúpföður. Eri
hann kallar Linu ekki mömmu
heldur bara Linu og hann lítur
á hana sem systur sína.
Lina hefur aldrei- viljað láta
hafa viðtöl við sig. 1962 sagði
hún við erlendan blaðamann: Ég
á mitt einkalíf og það er ekkert
öðruvísi en einkalíf annarra.
Hvers vegna skyldi það ýera
það?
Bandariskt sjónvarpsfyrirtæki
bauð henni háa fjárhæð fyrir að
koma fram í viðtalsþætti. Við-
talið átti að taka á heimili henn
ar og átti ekki að taka lengri
tíma en tíu mínútur. En Lina
hafnaði. Seinna bauð annað sjón
varpsfyrirtæki henni nær eim
og hálfa millj. króna fyrir hálf
tima viðtal. Hún átti að fá lista
yfir spurningarnar og gat strik
að þær út, sem hún vildi. En
Lina hafnaði enn og þó svo að
um svo háa fjárupphæð væri að
ræða.
— Ég þarf ekki peniga og vil
þá ekki, sagði Lina. — Einka-
líf mitt er mér meira virði en
peningar.
Bandarískur útgefandi bauð
henni tvær og hálfa millj. fyrir
ævisögu hennar, en hann ;fékk
neitun.
Lina vann þá sem vélritunar-
stúlka í viðskiptafyrirtæki í Lima
og hafði um 1500 kr. í laún á
viku, og þar vinnur hún enn elt
ir að hún gifti sig.
Það er langt síðan að ibúar
í Lima hættu að stara á hana
eins og furðuverk, en þó kem-
ur fyrir að bent er á hana á
götu yngstu móðir heims. —
stúlkuna sem kom vísundunum á
óvart. Það hefur aldrei fengizt
útskýrt hvernig fimm ára barn
getur alið sér vel skapað og eðli
legt barn.
Móðir fimin ára gömul.
Árið 1939, rétt áður en Lina
varð fimm ára, kvartaði hún um
það við móður sína, að sér væri
illt í maganum. Móðir hennar
gaf henni þá nokkra dropa af
engiferessens í heitu vatni, en
það ráð nota flestar mæður í
Perú, ef börnin fá illt í mag-
anum. Þetta dugði Linu lítið.
Svo voru notuð öll tiltæk ráð
og eftir um það bil viku hurfu
verkirnir. Enginn hugsaði meira
um þetta fyrr en nær sex mán-
uðum seinna, þegar. litla stúlk-
an fór aftur að kvarta um magi
verki. Sömu „meðulin" voru
reynd aftur en ekkert dugði.
Loks fór móðirin með Linu til
trúboðalæknisins, sem var á
staðnum, en hann fann ekkert
hvað var að. Honum fannst þó
undarlegt, hversu magastór Linn
var og það virtist votta fyrir
brjóstum á henni. Hann ákvað
því að senda ætti Linu til sér-
fræðingsj Lima - sem var í tíu
mílna fjarlægð.
Þar rannsakaði dr. Gerardo
Lozada Linu, en hann var einn
helzti sérfræðingur Perú í kven
sjúkdómum.
Hann sló því föstu nær sam-
stundis, að litla telpan væri
barnshafandi, komin nær sex
mánuði á leið.
Faðirinn fannst aldrei.
Samkvæmt læknaskýrslum um
víða veröld hafði slíkt aldrei
gerzt. Læknir íhugaði fyrst
þann möguleika að eyða fóstr-
inu, en þetta var þó á móti trú
arlögmálum þeirra, þar sem
barnið var þegar fuilmyndað og
næstum fullburða.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar
voru kallaðir á ráðstefnu með
helztu prestum þjóðkirkjunnar.
LINA Medina frá Perú vai
hún ÓI vel skapaðan son. Nú
ung kona, og hún hefur haJ
að fá að hafa einkalíf sitt í f:
Örlög Linu Medina voru ákveð-
in. Það var ákveðið að hún yrði
undir vernd stjórnarinnar og
fengi að fæða barnið Dr. Loza
da benti á, að gera yrði keisara-
skurð og þegar kom að fæðingu
var allt tilbúið til skurðaðgerð
arinnar, sem varð einsdæmi í
sögu læknisfræðinnar. Lögregl-
an leitaði árangursiaust að mar.ni
þeim er hafði framið kynferðis
afbrotið gagnvart telpunni, en
hann fannst aldrei. Það er held-
ur ekkert skrýtið, því að kyn-
ferðisgiæpir era mjög algengir
í þeim hiuta Perú, þar sem Lina
fæddist og þar sem hún bjó, þar
til hún kom á sjúkrahúsið í
Lima.
Skurðlæknar víða að úr heim
inum komu til að vera viðstadd-
ir keisaraskurðinn. Aðgerðin tók
eina klukkustund og gekk vel,
og litla stúlkan hafði eignazt
son, sem vóg 2500 grömm. Barn
ið var fullkomlega hraust og eðli
legt og ekki á nokkurn hátt öðru
vísi en önnur nýfædd börn.
Bróðir systir.
Doktor Lozada bað stjórnina
í Perú um leyfi til að Lina fengi
að búa hjá honum og konu hans
og það var veitt, þó að Lina
ætti áfram að vera undir vernd
stjómarinnar og það er hún enn
í dag.
Þegar frú Lozada sagði Linu,
að nú yrði hún að gefa syni sín-
um nafn, svaraði hún: — Ég vil
að han heiti Gerardo eftir dr.
Lozada. Hann hefur verið svo
góður við mig. Og svo var dreng
úrinn skírður Gerardo Medina.
Tveimur árum síðar fluttu for-
eldrar Linu til Lima og hún
fékk þá að flytja til þeirra á
samt syninum. Foreldrar henn-
Gerardo er nú 28 ára að.aldrí.
Hann heimsækir oft móður sína
og stjúpa. En hann kallar Linu
ekki mömmu, heldur bara Linu.
g 16. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ