Alþýðublaðið - 22.11.1967, Side 4
HAFNARFJÖRÐUR
HAFNARFJÖRÐUR
Bltstjórl: Benedlkt Grðndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngaslml:
14906. — ABsetur: AlþýBuhúsIB vl6 Hverflsgötu, Rvík. — PrentsmlOJn
AlþýOublaBsIns. Slml 14905. — Askrlftargjald kr. 105.00. — t laui»
■ölu kr. 7.00 elntaklO, — útgeíandl: AlþýBuflokknrlnn.
Gengisbreyting
ÞEGAR RÆTT ER um gengi íslenzku krónunnar,
verður að hafa tvö atriði í huga öðrum fremur. Hið
í'yrra er verðlag á íslenzkum afurðum í markaðs-
löndum okkar, en hið síðara er tilkostnaður við
framleiðslu aíurðanna hér heima.
Við getum lítil áhrif haft á verðlag afurða erlendis.
Hins vegar ættum við að geta haft áhrif á fram-
leiðslukostnað þeirra innaniands.
Þegar framleiðslukostnaður verður meiri en verð
vörunnar á erlendum markaði, er augljós hætta á
ferðum, því ekki er hægt að reka megin atvinnuveg
þjóðarinnar lengi með tapi. Þetta hefur oft gerzt á
íslandi undanfarna áratugi. Hefur þá annað bvort
verið gripið til niðurgreiðslu eða gengisbreytingar.
Fyrri leiðin er sú, að ríkisvaldið leggur gjöld á þjóð
ina og notar féð til að styrkja útflutningsframleiðsl-
una. Gengisbreyting hefur ekki ósvipuð áhrif, því
þjóðin greiðir meira fyrir innfluttar vörur, en út-
ílytjendur fá meira fyrir afurðir sínar.
Sá munur er hins vegar á þessum tveim leiðum, að
gengisbreyting hefur mun víðtækari áhrif á ýmsum
sviðum. Hún snertir til dæmis fjárhag ríkissjóðs og
hefur lækkun krónunnar jafnan aukið tolltekjur ríkis
ins til muna. Nú hlýtur að koma til athugunar hvort
ekki er hægt að lækka tolla um leið og genginu verð
ur breytt og þannig draga úr verðhækkunum á nauð
synjavöru. Við það mundi þó tekjuaukning ríkis-
sjóðs minnka.
Það veldur töluverðum áhyggjum í sambandi við
gengislækkun, að ýmsir aðilar skulda miklar fjár-
hæðir erlendis. Tilfinnanlegast tjón af þessum sök-
um bíða útgerðarmenn, sem nýlega hafa keypt báta
frá Noregi eða öðrum löndum og hafa fengið erlend
lán í því sambandi. Munu mörg skip verða fyrir 1-2
milljóna tjóni vegna lækkunar krónunnar. Þá er vit-
að, að verzlunin hefur á síðustu árum tekið mikið af
lánum til skamms tíma erlendis, eða fengið gjald-
frest á vörum í nokkra mánuði. Mun þetta nema 7-
800 mihjónum króna og skapar alvarlegt vandamál
I heild rnunu viðskipti bankanna við önnur lönd
standa bannig, að Seðlabankinn hljóti nokkurn geng
ishagnað. Einnig skapast gengishagnaður hjá þeim,
sem eina birgðir útflutningsafurða, sem væntanlega
verða seldar á hinu nýja gengi.
Þ;’*ingarmest aí öllum afleiðingum gengisbreyting
ar verða áhrif hennar á framfærsluvísitölu og við-
brö'rð G'inbeeasamtaka til að verja afkomu fólksins.
Mun ríHsstjórmn án efa lcggja meiri áherzlu á það
en nokkuð annað að hafa samstarf við samtökin um
að gera byrðar almennings eins léttar og framast
er unnt.
4 22. nóvember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIf)
SPILAKVÖLD
Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði verður í Alþýðuhúsinu í kvöld fimmtu
dagskvöld 23. nóv. kl. 8.30 stundvíslega.
■fe Félagsvist. i? Kaffiveitingar.
Ávarp: Vigfús Sigurðsson hæjarfulltrúi, flytur.
ÍZ Myndasýning.
Munið vinsælu spilakvöldin í Alþýðuhúsinu.
Spilað á tveimur hæðum.
Pantið aðgöngumiða í
SÍMA 50499.
Öllum er heimill aðgangur.
SPILANEFNDIN.
krossgötum
★ MILIL TÍÐINDI.
Fall sterlingspundsins fyrir helgina
þótti miklum tíðindum sæta hér . eins og annars
staðar. Strax og fréttin barst til landsins settust
regin öll a rökstóla og ihuguðu hvernig bezt yrði
brugðist við hinum óvæntu atburðum. Fundir voru
l.aldnir í ríkisstjórn og fjármálastofnunum, for-
ustumcnn verkalýðshreyfingarinnar athuguðu sinn
gangi. Vinnuveitendasambandið kynnti sér málið.
Ekkj varð síður uppi fótur og fit hjá al-
menningi í bænum. Hvar sem tveir menn hittust
um helgina var fall pundsins umræðuefnið, — í
heimahúsum, á götuhornum, í mjólkurbúðinni og
strætisvagninum. alls staðar var málið tekið fyrir
og rætt. Sýnt þótti þegar, að þetta myndi hafa
þýðingarmikil áhrif á cfnahagsmál íslAndinga,
enda barst fljótlega tilkynning um, að samkomu-
lag lieíði orðið um að fresta útvarpsumræðum
þeim, sem ákveðnar höfðu verið á mánudagskvöld-
ið um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál-
um. Nýtt viðhorf hafði skapazt.
★ SKEIÐARÁRHLAUP í VIÐ-
SKIPTALÍFINU.
Það var þó ekki fyrr en á mánudags-
morgun, sem áhrifanna fór að gæta verulega I
bænum. Strax og búðir voru opnaðar sást, að bæj*
arbúar reiknuðu með gengisbreytingu íslenzkus
krónunnar og hækkuðu vöruverði. Óvenju margií
voru á ferli og verzlunin örari en hún átti að sér
að vera á þeim tíma dags. Þegar kom fram á' dag*
inn færðist höndlunin öll í aukana og fyrirsjáan*
legt var, að skeiðarárhlaup var í aðsigi í viðskipta*
lííinu í bænum. Hvarvetna mátti sjá fólk á þön-
um með fangið fullt af pökkum og pinklum og
innkaupatöskurnar stóðu á blístri af offylli. Fólk
keypti allt sem hönd á festi, frá eldspýtustokk
cða sjónvarpi upp í bíl eða hús. Einhver hafði á
orði, að réttast væri að kaupa búðarholuna með öllu
tilheyrandi, jafnvel heilan kjörgarð, það munaði
ekki um minna. j
Svona getur Wilson kallinn sett allt
á annan endann í heiminum með einu pennastriki.
Jafnvel hér norður í hafsbotnum er allt á tjá og
tundri að undanskildum gjaldeyrisdeildum bank-
anna, þar sem ekkert gerist og allt er kyrrt eins
og daginn fyrir sköpunina. Viðskiptaapparat
lreimsins er merkileg maskína. — S t e i n n .
wmmm
Wiá
—TCTfTBP—§
Kðiib
MUNIÐ