Alþýðublaðið - 22.11.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 22.11.1967, Side 7
í Ólafsvík BISKUPINN, séra Sigurbjörn Einarsson, vígði nýja kirkju á sunnudaginn. Sóknarprestur, séra Hreinn Hjartarson, préd ikaði og þjónaði fyrir altari með biskupi. Víxluvottar voru: séra Þor- grímur Sigurðsson, prófastur, Staðarstað, sr. Magnús Guð- mundsson, fyrrv. prófastur, í Ólafsvík, séra Sigurður Lárus- son, fyrrv. prófastur, Stykkis- hólmi og séra Magnús Guð- mundsson, Grundarfirði. I upphafi athafnarinnar las séra Árni Pálsson, Söðulsholti, bæn, en í lokin flutti séra Hjalti Guðmundsson, Stykkis- hólmi, stutta bæn. Söngstjóri var organistinn frú Björg Finn bogndóttir. Formaður sóknar- nefndar flutti ávarp og skýrði frá byggingarsögu kirkjunnar. Frumortur sálmur, eftir sér Magnús Guðmundsson, var sunginn við athöfnina. Fjölmenni var við vígsluna, þar á meðal fjölmargir burt- fluttir Ólsarar, svo og gestir úr nágrannabyggðum. Barnamessa var á eftir og önnuðust hana þeir séra Magnús Guðmundr- son Grundarfirði og séra Hjalii Guðmundsson. Var athöfn þessi liin hátíðlegasta. Kirkjusagan: Kirkja var fyrst byggð í Ólafsvík 1892 en áður höfðu Ólafsvíkurbúar sótt kirkjusókn að Fróðá í Fróð- árhreppi, 5 km. innan við þorp ið. Vígsla á þeirri kirkju átti að fara fram 19. 11. 1892, en fórst fyrir vegna veikinda prófasts. Það liðu því rétt 75 ár, unz ný kirkja var vígð. Hin gamla kirkja var byggð á grösugum bölum upp af Snoppu. Var sá staður þá aðeins utan við byggð ina og hinn ákjósanlegasti. En er höfn var tekin í notkun í skjóli Snoppunnar, þrengdist mjög að kirkjunni og var svo komið á árunum milli 1940 og 1950, að séð var, að kirkja gæti ekki staðið þar til fram búðar. í vísitasíuferð prófasts, séra Jósefs Jónssonar, Setbergi 24.8 1946, hvetur hann til þess að þegar sé farið að vinna að gerð nýrrar kirkju, bæði sakir þess, að kirkjan sé mjög úr sér gengin svo og vegna þess. að fiskvinnsluhús séu risin svo að segja upp að kirkjunni. Þetta ílrekaði prófastur Sig- urður Lárusson á vísitasíuferð- um sínum á árunum 1954 og 1957. Ásmundur Guðmundsson, biskup kom hér 1956, lýsir hann sig samþykkan héraðs- prófasti og sóknarnefnd um það að nauðsyn sé á því að hef.ia byggingu nýrrar kirkju og lýs- ir sig samþykkan staðarvali skipulagsstjóra og skipulags. nefndar þorpsins á svonefnd- um Hólavöllum, þar sem var hið forna bæjarstæði Ólafsvík urbæjar, Formaður sóknar- nefndar var þá Jónas Þorvalds- son, fyrr. skólastjóri og odd- viti hér. A fundi sóknamefndar og safnaðar 1957 og 1958 var sam- þykkt endanlega að hefjast handa um undirbúning kirkju- byggingarinnar. Formaður sókn arnefndar var þá Ásgeir Jó- hannesson. Árið 1960 tók Há- kon Hertervíg, arkitekt, að sér að gera tillöguuppdrátt að nýrri kirkju og lagði hann fyr ir sóknarnefnd 18. 8. 1960 Hafizt var handa um bygging- una i maí 1961, og tók þáver andi safnaðarfulltrúi, Stefán Kristjánsson, fyrstu skóflustung una að hinni nýju kirkju við hátíðlega athöfn. Stefán stjórn aði einnig greftri og ýtu- vinnu, sem fram fór þá um sumarið. 1962 lágu framkvæmd- ir niðri, að öðru leyti en því, að platan var steypt. Böðvcvr Bjarnason, húsasmíðameistari í Ólafsvík, tók að sér smíði húss ins. Hákon Hertervíg, arkitekt, gerði allar teikningar og var ráðgefandi um framkvæmdir allar, járna- og burðarteikning ar gerði Eyvindur Valdimars- son, verkfr. Reykjavík, raf- magnsteikningar gerði Björn Einarsson, Kópavogi. Kirkjan er hituð með rafmagni og reifgeisla liitun í neðri hæð hennar. Sigurbjörn Einarsson biskup ís lands við vígsluna. Kirkjan er sérstæð að útliti. Hver flötur hennar er þríhyrn- ingur og hinn þrístrendi turn hennar er yfir 30 metrar að hæð. Hún er 346 fermetrar en 2.541 rúmmetri. Kirkjan er öil steypt, einnig þakið. Hún er einangruð og veggir klæddir viðurplötum. Hún tekur um 250 manns í sæti og hægt er að koma þar fyrir um 100 sæt- um til viðbótar. Á neðri hæð er safnaðarheimili, sem tekur milli 150 og 170 manns í sævi Framhald á 15. síðu. Fyrsta skírnarathöfnin í kirkjunni. ALÞÝÐUBLAÐIÐ T Mt 22. nóvember 1967 —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.