Alþýðublaðið - 22.11.1967, Page 8
1
verá fróðlegur í hvívetna þótt
færri sætu liann en búast hefði
mátt við.
Síðdegis á miðvikudag snæddu
sjórnarmenn S. U. J. og fleiri
'kvöldverð með Reiulf Steen og
var honum þá færð lítil gjöf
frá S. U. J. í kveðju- og þakkar-
skyni. Um kvöldið hélt hann
ræðu á almennum fundi í Lind-
arbæ um Norræna jafnaðar-
stefnu andspænis nýjum viðhorf
um. Rakti hann þar greinilega
þær kröfur sem þjóðfélag nú-
tímans gerir á hendur þegnun-
um og hverra ráða jafnaðar-
mannaflokkarnir verða að
grípa til, eigi þeir að geta vísað
áfram veginn fram. — Að er-
indinu loknu vóru fjölmargar
fyrirspurnir bornar fram jafn-
framt því sem athugasemdir
voru gerðar. Tók Reiulf eðli-
lega mikinn þátt í þeim mál-
flutningi sem stóð til kl. 11 um
Framhald á 10. síðu.
HEIMSÖKN REIULF STEEN
REIULF STEEN, varaformaður
norska Alþýðuflokksins, dvaldi
Ihér á landi í boði Sambands
ungra jafnaðarmanna dagana
12. —15. nóvember s. 1. Heimsókn
hans var ungum jafnaðarmönn-
um fagnaðarefni. — Þann tíma
sem hann dvaldi hér á landi
átti hann ítarlegar viðræður
við þá, einkanlegá þó forystu-
menn þeirra og ljúka allir upp
einum munni um gagnsemi
þeirra viðræðna. Þá ræddi Rei-
ulf einnig við forystumenn Al-
þýðuflokksins, ráðherra, mið-
stjórnarmenn og þingmenn
flokksins og aðra frammámenn
hans. Er enginn vafi 4 að mikið
gágn hefur orðið af JSéssum við
ræðum, enda Reiulf ungur mað-
ur og líklegur til merkrar for-
ysta í flokki sínum og með
norsku þjóðinni er stundir líða.
Reiulf flutti erindi á fundi
miðstjórnar hinn 13. nóvember
og fjallaði það um utanríkis-
stefnu norska Verkamanna-
flokksins. Var erindið fróðlegt
mjög. Um kvöldið efndi stjóm
S. U. J. til hringborðsráðstefnu
í Átthagasal Hótel Sögu — og
flutti Reiulf Steen þar erindi
um nýjar hugmyndir og nýjar
leiðir með breyttum tímum. í
eríndinu rakti hann ástand mála
og vék síðan að þeim viðfangs-
efnum er hann taldi að biðu
jafnaðarmanna á komandi tím-
um. — Á þriðjudag fór hann
til Þingvalla í boði S. U. J. í
fylgd Helga Sæmundssonar rit-
stjóra. Lét hann ‘hið bezta af
því ferðalagi. Um kvöldið hélt
hann ræðu á almennum stúd-
entafundi í Háskóla íslands, þar
sem hann fjallaði um norrænt
samstarf á alþjóðavettvangi. —
Að ræðu hans lokinni voru
margar fyrirspurnir bornar
fram sem Reiulf svaraði. Þótti
fundurinn hafa telkizt 'vel og
I. Frá Sambandsráðsfundi SUJ.
Fyrir enda borðsins: Hörður Zóp
haníasson, Karl Steinar Guðna-
son, Örlygur Geirsson og Sigurð
ur Guðmundsson.
II. Nokkrir fulltrúar á Sambands
ráðsfundi hiýða á umræður um
stefnuskrána, sem fundurinn fjall
aði um.
II. Reiulf Steen varaformaður
norska Verkamannaflokksins á
fundi með miðstjórn Alþýðu-
flokksins.
IV. Varaformaður norska Verka-
mannaflokksins með flokkstjórn
Alþýðuflokksins Emil Jónssyni,
fcrmanni flokksins, Gylfa Þ. Gísla
syni, varaform. flokksins og
Benedikt Gröndal, ritara flokks-
ins.
V. Þessi mynd var tekin af Reiulf
Steen með Sigurði Guðinunds-
syni, Karli Steinari Guðnasyni og
Orlygi Geirssyni á blaðamanna-
fundi, sem haldinn var í tilefni
komu hans til íslands.
3 V nóvember 196.7. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ