Alþýðublaðið - 01.12.1967, Page 3
FJölhreytt hátíða-
höld stúdenta í dag
Stúdentar efna að venju til há-
tíðahalda á fullveldisdaginn 1. des
ember. Fullveldishátíðarhöld Stú-
dentafélags íslands hefst með
guðsþjónustu í kapellu Háskóla
íslands. Brynjólfur Gíslason, stud.
theol. prédikar, en séra Þorsteinn
Björnsson þjónar fyrir altari. Guð
fræðistúdentar syngja undir stjórn
dr. Róberts A. Ottóssonar. Guðs-
þjónustan hefst klukkan 10,30.
Klukkan 14.00 hefst hátíðar-
samkoma í hátíðasal Háskóla ís-
lands. Helgi E. Helgason, stud
jur., formaður hátíðaniefndar set
ur hátíðina með ávarpi. Lára
Rafnsdóttir leikur einleik á píanó.
Hjörtur Pálsson, stud. mag., les
frumort ljóð. Sigurður A. Magnús
son, ritstjóri, flyfur aðalræðu full
veldishátiðarinnar: „ísland á al-
þjóðavettvangi". Stúdentakórinn
syngur undir stjórn Þorvalds
Ágústssonar.
Klukkan 17.00 hefst listkynning
á vegum Stúdentafélags Háskóla
íslands. Á efnisskrá verður:
Frumflutningur Guðsbarnaljóðs,
fimm smálög við samnefnt ljóð
eftir Jóhannes úr Kötlum, samin
af Atla Heimi Sveinssyni. Hljóð-
færaleikarar úr Sinfóníuhljóm-
sveit íslands leika. Stjórnandi er
Ragnar Björnsson.
Jóhannes úr Kötlum og Vilborg
Dagbjartsdóttir lesa upp. Háskóla
nemar lesa upp: a. Þoi'leifur
Hauksson, stud. mag, les frumort
ljóð eftir Ögmund Helgason, stud.
philol., b. Friðrik Guðni Þórleifs-
son, stud. philol., les frumort Ijóð,
c. Böðvar Guðmundsson, stud.
mag., les úr óútkominni skáldsögu
sinni, d. Hjörtur Pálsson, stud.
maj., les ljóð.
Klukkan 19 efna háskólastúdent
ar til fullveldisfagnaðar að Hótel
Sögu, sem hefst með borðhaldi.
Margt verður þar til skemmtun-
ar. Jónas Árnason, alþingismaður,
flytur þar ræðu.
Stúdentafélag Reykjavíkur sér
um dagskrá í útvarpi í kvöld. For-
maður félagsins, Ólafur Egilsson,
lögfræðingur, flytur ávarp, Pétur
Thorsteinsson, sendiherra flytur
ræðu: ísland og samfélag þjóð-
anna. Þá verður útvarpað atriðum
úr dagskrá fullveldisfagnaðar
Stúdentafélags Reykjavíkur, sem
fram fór í gærkvköldi. Kristinn
Hallsson óperusöngvari syngur,
Ólafur Haukur Ólafsson, læknir,
flytur ræðu og flutt verða gam-
anatriði eftir Guðmund Sigurðs-
son.
FL0KKS5TARFIÐ
T
BAZAR
kvenfélagsins
Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur bazar í Iðnó uppi laugar-
daginn 2. desember n.k.
Tekið verður á móti munum til bazarsins, milli kl. 10 og 12 fýrir
hádegi n.k. laugardag í fðnó.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Alþýðuflokksins í síma
16724.
Níu skipaðir í
verðlagsnefnd
Viðskiptamálaráðherra hefur í
dag skipað eftirtalda menn í verð
lagsnefnd samkvæmf lögum nr.
72/1967 um breytingu á lögum
um verðlagsmál nr. 54/1960, sem
samþykkt voru á Alþingi 28. nóv-
ember sl.:
Eftir tilnefningu Alþýðusam-
bands íslands:
Múrarar atvinnulausir
Kenna byggingaráætluninni um
Nokkuð er farið að bera á atvinnuleysi hjá múrurum að sögn Ein
ars Jónssonar starfsmanns Múrarafélags Reykjavíkur, Tjúði hann,
Alþýðublaðinu í gær, að 10-12 múrarar væru með öllu atvinnulausir,
en talsvert stór hópur hefði litla og stopula vinnu. Telja múrarar að
framkvæmdir byggingaráætlunar ríkisins í Breiðholtshv. hafi orðið
til að ýta undir þessa þróun í atvinnumálum stéttarinnar. !
Á fundi í Múrarafélagi Reykja-
víkur fyrir skömmu voru sam-
þykktar eftirfarandi ályktanir:
„Fundur haldinn í Múrarafélagi
Reykjavíkur 16. nóv. 1967 mótmæl
ir harðlega þeim framkvæmdum
í Breiðholtshverfi, sem fram-
kvæmdanefnd byggingaráætlunar
ríkisins er og hefur verið látin
framkvæma, t.d. með byggingu
timburhúsa. Fundurinn telur að
fé því sem ætlað er til íbúðabygg
inga og Húsnæðismálastofnun rík
isins hefur ráðstafað fram að
Jólasöfnun
að hefjast
Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar
hefst n.k. mánudag. Fjárframlög-
um til söfnunarinnar ásamt um-
sóknum um hjálp verður veitt mót
taka á skrifstofu nefndarinnar að
Njálsgötu 3 kl. 10-18 daglega.
Nefndin vill beina þeim tilmælum
til umsækjenda að senda umsókn-
ir sínar sem allra fyrst, því í ár
verður ekki úthlutað eftir göml-
um beiðnum.
Jólasöfnun á vegum nefndar-
innar hefur verið liður í störfum
hennar síðan árið 1928. Þá voru
styrktar barnmargar ekkjur er
Framhald á 15. síðu.
\ Afgreiðslutími verzlana 1. des.
þessu, væri betur varið á sama
hátt og hún gerði áður“.
„Krefjast verður s(f ríkisstjórn-
inni að hún sjái lánakerfi Hús-
næðismálastofnunar íríkisins fyrir
nægu fjármagni svó lokið verði
byggingu þeirra íbúða, sem þegar
eru að verða fokheldar, svo stað-
ið verði við júnisamkomulagið
hvað þetta snertir og Húsnæðis-
málasjórn þurfi ekki að vísa láns-
hæfum umsóknum frá“.
Er Alþýðublaðinu bárust þess-
ar samþykktir í hendur hafði það
samband við Einar .Tónsson starfs
mann Múrarafélags Reykjavíkur.
Hann kvað það álit múrara að
framkvæmd byggingaráætlunar-
innar hefði enn sem komið er ver-
ið vanhugsað, og hún hefði mikið
gengið í þá átt að sniðganga ís-
lenzka iðnaðarmenn. Vinna við
framkvæmdirnar væri að miklu
leyti unnin af erlendum aðilum,
án þess þó að séð væri að um
neitt ódýrari verk væri að ræða
en þótt innlendir aðilar hefðu
leyst þau af hendi.
Þá sagði Einar einnig, að múr-
arar teldu eina orsökina að sam-
drættinum á atvinnumálum. þeirra
vera þá, að byggingaáætlunin
hefði tekið fé frá hinu almenna
lánakerfi Húsnæðismálastjórnar,
og ennfremur sagði hann það
vera skoðun margra iðnaðarmanna
að óþarfi hefði verfð að setja fram
kvæmdanefnd byggingaráætlunar-
innar upp sem sérstaka stofnun,
eðlUegra og ódýrara heíði verið
að Húsnæðismálasjórn hefði haft
verk hennar með höndum líka,
fýrst ríkið fór út í þessa bygging
Björn Jónsson, alþingismann,
formann Verkalýðsfél. Einingar,
Hjalta Kristgeirsson, hagfræð-
ing.
Jón Sigurðsson, formarin Sjó-
mannasambands íslands.
Eftir tilnefningu Bandalags
starfsmanna ríkis- og bæja:
Svavar Helgason, kennara.
Eftir tilnefningu Sambands ísl.
samvinnufélaga:
Stefán Jónsson, framkvæmda-
stjóra.
Eftir tilnefningu Verzlunarráðs
íslands:
SVein Snorrason, hæstaréttarlög
mann.
Eftir tilnefningu Vinnuveitenda
sambands íslands:
Björgvin Sigurðsson, hæstarétt-
arlögmann.
Þorvarð Alfonsson, framkvæmda
stjóra.
Formaður nefndarinnar er ráðu
neytisstjórinn í viðskiptamálaráðu
neytinu, Þórhallur Ásgéirsson.
Nefndin kemu rsaman til fyrsta
fundar í dag.
Reykjavík, 30. nóvember 1967.
V iðskiptamálaráðuney tið.
ÚTGÁFAN gefur út sjö bækur í
ár. Starfandi stúlkur eftir norsku
skáldkonuna Margit Ravn. Þetta
er þriffija bókin, sem Hildur gef-
ur út eftir hana, en margar bæk-
ur hennar komu út fyrir stríff
hjá bókaforlagi Þorsteins M. Jóns
sonar og voru afar vinsælar og
Athygli almenning skal vakin á því, aff verzlanir verffa opn
ar á laugardögum í desembermánuði sem liér segir:
E^augarda^inn 2« desember til kl. 16.00
Laugardaginn 9. desember til kl. 18.00
Laugardaginn 16. desember til kl. 22.00
Laugardaginn 23. desember til kl. 24.00
1 desember ei;u verzlanir opnar eins og aðra föstudaga.
TVEIR RÁÐHERRAR FARA
TIL FINNLANDSAFMÆLIS
Ríkisstjórn Finnlands hefur boð Bjarni Benediktsson, forsætisráð-
ið ríkisstjórn íslands að senda j lierra, og Emil Jónsson, utanrík-
fulltrúa til þess að taka þátt í
hátíðahöldum í tilefni af 50 ára
afmæli fullveldis Finnlands í Hels
ingfors 5. og 6. desember n.k.
Ákveðið hefur verið, að dr.
isráðherra verði fulltrúar ríkis-
stjórnarinnar við framangreind
hátíðahöld og fara þeir utan 4.
desember n.k. og koma heim 7.
desember.
virffast þær njóta sömu vinsælda
enn í dag.
Sonur óðalseigandans eftir Ib
Henrik Cavling. Cavling er vin--
sælasti þýddi rithöfundurinn hjá
kvenþjóðinni í dag og aukast
vinsældir hans með hverri nýrri
bók. Þetta er níunda bókin sem
Hildur gefur út eftir Cavling.
Tímavélin eftir H. G. Wells.
Hún kemur nú í fyrsta skipti út
í bókarformi á íslenzku. Tímavél-
in er talin eitt mesta listaverk
Wells og hefur ímyndunalrafl
hans án efa hvergi notið sín bet-
ur en i iþessari framtíðarsögu.
Menfeya kastalinn eftir Victor
iu Holt er spennandi ættarsaga,
útgáfan á eftir að gefa út fleiri
bækur eftir Victoriu Holt í þeirri
trú, að hún eigi eftir að eignast
stóran lesendahóp.
Elsass-flugsveitin, saga orr-
ustuflugmanns eftir Pierre Clost
ermann. Höfundurinn sem var
or^ustuflugmaðun, segir írá
1 Framhald á bls. 14.
1. desember 1967 — ALÝÐUBLADI0 3