Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 4
Bltstjörl: Benedlkt GrSndal. Simar 14900—14903. — Auglýslngaslml: 14900. — ACsetur: AlþýCuhúslO vlO Hverfisgötu, Rvflc. - PrentsmiBJa AlþýBublaBslns. Slml 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — 1 lanna. sölu kr. 7.00 elntakiO. — Útgefandi: AlþýBuflokkurinn. Símakönnun ALÞÝÐUBLAÐIÐ gerði örlitla símakönnun á því í fyrrakvöld, bve m'argir hlustuðu á útvarpsum- ræðurnar. Slíka könnun hefur blaðið gert tvívegis áður. Var það eftir að sjónvarp var komið á þúsund- ir heimila á Suðvesturlandi, áður en íslenzka sjón- 'varpið hófst. I bæði skiptin reyndist hlustað á stjórn inálaumræður á rétt um helming heimila. Nú kom í Ijós, að síðara kvöld umræðnanna var hlustað á 30% heimila, en 50 % sögðu, að hlustað hefði verið fyrra kvöldið. í raun réttri geta stjórnmálamennirnir verið ánægðir með þessar tölur, því 30% íslenzkra heimila ■eru 12-13.000. Það er ekki lítill þjóðmálafundur. Hins vegar gefur lækkunin úr 50% í 30% til kynna þróun, sem á eftir að vaxa. Þess vegna er tími til kominn að breyta útvarpsumræðum á Alþingi verulega og hafa þær styttri, einstakar ræður styttri c.g fleiri umferðir til skoðanaskipta. f fyrravetur samdi þingnefnd, sem allir flokkar áttu fulltrúa í frumvarp um slíkar hreytingar. Er nú rétt að taka 1 það upp, fjalla um það og gera breytingar í þá átt, sem nefndin lagði til. I Gylfi og Callaghan { í FYRRADAG barst sú fregn, að James Call- , aghan, fjármálaráðherra Breta, hefði sagt af sér. Gengislækkun sterlingspundsins hvíldi aðallega á i hans herðum, og sagði hann 'af sér hennar vegna. 1 Framsóknarmenn voru ekki lengi að grípa þessa fregn á lofti og nota hana í útvarpsumræðunum. Spurðu þeir, hvort einhverjir íslenzkir ráðherrar gætu ekki af þessu lært. Ekki sögðu framsóknarmenn sannleikann allan um þessi tíðindi frekar en við var að búast. Þeir slepptu þeirri skýringu Callaghansj að hann hefði fullviss'að erlend ríki um, að inneignir þeirra í pund- : um væru öruggar, en svo lækkað gengið. Þetta, en •ekki innanríkispólitíkin, olli því, að ráðherrann sagði af sér. Flér á íslandi er ekki um neitt slíkt að ræða, engin erlend ríki voru blekkt í sambandi við gengis- . -lækkun krónunnar. Að auki slepptu framsóknarmenn því úr ræðum sínum, að Callaghan fer alls ekki úr brezku stjórninni, heldur skiptir um starf við innan- j ríkisráðherrann, Roy Jenkin. Callaghan situr áfram | í. einu þýðingarmesta ráðuneytinu í London. ; Þessi fregn breytir engu um afstöðu íslenzkra ráðherrr:. Það er engin ástæða til bess, að Gylfi Þ. Gíslason og Jóhann Hafstein skiptist á störfum, þótt stjórnin hafi lækkað gengi krónunnar við þær að- stæður, sem ríktu. 4 1. desember 1967 — ALÝÐUBLAÐIÐ Spyrfum uð 8eiksS&kum ÆSISPENNANDI SAGA eftir metsöluhöfundinn ALISTAIK MAC- LEAN. — Leynilögreglumanninum Philip Calvert er faliö að leysa gátuna um skip hlaöin gulli, er hurfu meö dularfullum hætti af yfirborði sjávar. Leynilegar athuganir brezku lögreglunnar og eðlisávísun beindu athygli hans aö afskekktum stað á vesturströnd Skotlands. Þar gerast margir undarlegir atburðir, en lausn gátunn- ar virðist þó ekki á næsta leiti. Eftir hraða og viðburðaríka at- burðarás koma svo hin óvæntu sögulok. -—Alistair MacLean er í essinu sínu í þessari sögu. Ib. kr. 325,00. Læknir kvenna ENDURMINNINGAR MIKILHÆFS og gáfaðs læknis, FREDERIC LOOMIS. — Hið mikilsvirta bandaríska tímarit, Saturday Review of Literature, segir um bókina m. a. á þessa leið: „Konur, ungar sem eldri, munu finna í þessari bók ótalmargt, sem þær þurfa að vita og vilja gjarnan vita um sjálfar sig, og flest hugsandi fólk mun finna óblandna ánægju í leiftrandi kímni hennar og glöggum skilningi á mannlífinu." Ib. kr. 278,00. SVÖRTU MESTARNIR Svörtu hestarsiir RISMIKIL OG SPENNANDI ÁSTAR- OG ÖRLAGASAGA eftir TARJEI VESAAS einn nafnkunnasta núlifandi höfund á Norður- löndum. Með útkomu þessarar sögu hófst frægðarferill höfundar- ins og náði hámarki, er honum voru veitt bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1963. Óhaett má fullyrða, að persónur þessarar sögu og örlög þeirra muni verða lesandanum eftirminnileg, svo og þáttur hestanna, gæðinganna góðu, sem áttu ríkan þátt í að skapa eiganda sínum örlög. Ib. kr. 275,00. Beveriy Gray ÞETTA ER FYRSTA BÓKIN UM BEVÉRLY GRAY eftir CLARIE BLANK sem nú kemur út ööru sinni eftir að hafa verið ófáanleg og mjög eftirspurð árum saman. Bækurnar um Beverly Gray eru óskabækur allra ungra stúlkna, enda bæði skemmtilegar og góðar: bækur. Ib. kr. 220,00. Verð bókanna er tllfært án söluskatts. Sendum burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu um land allt. I Ð U N IV Skeggjagötu 1 - Símar 12923 og 19156 - Pósthólf 561 Fögnuður á sjálfstæðisdaginn Aden 30. nóvember (ntb-reuter) Gathan Mohammed Al-Shaabi, foringi þjódernissinnahreyfingar- innar NLF, var í gær útnefndur fyrsti forsti hins nýja Iýðveldis í Suður-Jemen, sem fékk sjálf- stæði í fyrrinótt eftir að lial'a verið undir stjórn Brcta í 12S ár. Al-Shaabi var veitt forseta- tignin, þegar hann kom heim frá Qenf, en þar hafa undanfarið staðið yfir samningaviðræður milli fulltrúa Breta og Jemenbúa um tilhögun sjálfstæðisgjafarinn ar og fjárhagsaðstoð þá, sem Bretar h.vggjast veita Jemenbú- um eftir sjálfstæðistökuna. Mikil fagnaðarlæti urðu á strætum úti í Suður-Jemen er sjálfstæðinu var lýst yfir, en skömmu áður liöfðu síðustu brezku hermennirnir yfirgefið Aden í flugvélum og herflutn ingaskipum. í tilkynningunni um útnefningu Al-Shaabis segir enn íremur, að íúkisstjárn mcð 15 meðlimum muni vera honum til Uáðuneytis um stjórn landslags. Eins og fyrr segir er Al- Shaabi foringi þjóðernissinna. hreyfingarinnar NLF, en hún var á sínum tíma bönnuð af Bret um fyrir að beita ógnaráhrifurn Al-Shaabi hélt blaðamanna- fund á flugvellinum, þegar hann kom frá Genf. Sagði liann Breta hafa sýnt óbilgirni í samningavíð ræðunum, meðal annars viljað gera eyna Perim við mynni Rauðahafs alþjóðlegt yfirráða- svæði, en því hefði verið hafnað af fulltrúum NLF. mmmm V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.