Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 11
t=RitstiórTÖrn Eidsson; Hér eru tveir skíðakappar að leggja af stað í lyftu nni. Skíbalyfta tekin í notkun á Akureyri EINS og skýrt er fr*á á síðunni verður skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri tekin í notkun á morgun. Hér birtum við reglur um notkun lyftunnar: 1. Stólar skíðalyftunnar ganga viðstöðulaust, meðan lyftan er í notkun. Farþegar fara því í og úr stólunum meðan þeir eru á ferð. 2. Farþegar koma að lyftunni norðan frá að miðasölu í lyftu- húsinu við forstöð lyftunnar. — Fara skal í biðröð, ef slíkar að- stæður skapast vegna fólksfjölda. , Þegar gengið hefur verið frá far- miðum, bíðlai fatyþegar eftir a)ð röðin kcmi að þeim. Fara iþeir ' þá tveir í veg fyrir stólana,. bíða samhliða og snúa í sömu átt og stólarnir fara <þ. e. í vestur, þeg- ar farið er upp). Þegar stólarnir koma að þeim, setjast farþegar samtímis í þá, taka niður örygg- isslána og þá um leið þverslá (fót stig), þar sem hægt er að tylla fótum á meáan farið er upp. 3. Ef einn farþegi fer í stólinn skal hann setjast vinstra megin í hann (nær möstrunum). 4. Á leiðinni upp skulu far- þegar sitja kyrrir, og bannað er að gera tilraunir til að sveifla stólunum til hliðar eða fram og til baka. Skíðum og stöfum skai einnig haldið kyrrum og rétt er að minna á það hér, að skíðafólk hafi ávallt skíðaútbúnað sinn í lagi, svo að hann verði ekki til trafala við notkun skíðalyftunn- ar. 5. Þegar nálgast er endastöð uppi, eru fæturnir teknir af fót- stiginu og öryggisslánni lyft upp. Farþegar með skíði á fótum eiga að halda skíðabeygjunum vel uppi og hafa skíðastafi tilbúna. Þegar komið' er á endastöðina, renna skíðin eftir snjónum, far- þegarnir standa upp og renna sér niður aflíðandi brekku fram og til hægri frá stólunum. Þegar komið er á endastöð uppi, stíga skíðalausir farþegar fram sinn til hvorrar hliðar, það langt, að stóllinn komist áfram milli Framhald á 15. síðu. N O K K RI R leikir fóru fram í Evrópubikarkeppninni í knatt- spyrnunni á miðvikudag. — í keppni meistaraliða urðu úrslit þessi: Eintracht Braunshweig, Vestur Þýzkalandi vann Rapid, Vín með 2:0. Austurríkismenn unnu fyrri leikinn 1:0, svo að Þjóðverjar fara í þriðju umferð. Real Madrdi vann Hvidovre 4:1 í síðari leik liðanna í Madrid. Jafntefli Varð i fyrri leiknum 2:2, svo að Real Madrid heldur áfram. Manchester Utd. sigraði Sara- jevo, Júgóslóvíu 2:1 í Mancliester. Fyrri lefknum lauk með jafn- tefli 0:0, svo að Manchester fer í þriðju umferð. Síðari leik Dynamo Kiev, Sov- étríkjunum og Krakaow, Póllandi, lauk með jafntefli 1:1. Pólverjar unnu fyrri lejkinn 2:1, svo að pólska liðið fer í þriðju umferð Áður hafði Dynamo sigrað Celtic, meistarana frá í fyrra. Sparta Prag vann Anderleclit, Belgíu 3:2 í fyrn Kúk tiðanna, en leikurinn fór fram í Prag. Úrslit í keppni bikarmeistara: Sandard Liége, Belgíu, vann Aberdeen, Skotlandi 3:0 í fyrri leik liðanna, sem fór fram í Liége. SV Hamborg vann Wizla, Pól- landi með 4:0 og 5:0 í báðum leikjunum. — Loks sigraði Card- iff NAC Breda, Hollandi 4:1- Sam anlagt vann Cardiff 5:2. R-ví ur háð 9. desemb. FLOKKAGLÍMA Reykjavikur fer fram að Hálogalandi laugar- daginn . 9. desember kl. 4 síð- degis, en ekki 3. desember eins og áður heíur verið auglýst. Þátt- tökutilkynningar skal senda Óm- ari Úlfarssyni Mávahlíð 32, og skulu þær hafa borizt eigi síðar en fimmtudaginn 7. desember. Mótanefnd. LYFTUNNAR LAUGARDAGINN 2. des. verð- ur skíðalyftan í Hlíðarfjalli vígð og hefst sú athöfn kl. 1,30 e.h. Frá þessu skýrði íþróttaráð Akureyrar á fundi með blaðamönnum sl. mánudagskvöld. Til vígslunnar hef ur verið boðið mörgum gestum, m.a. fjármálaráðherra, stjórn ÍSÍ, íþróttafulltrúa ríkisins, stjórn Skíðasambandsins, forráðamönn- um skíðafélaga út um land og þingmönnum kjördæmisins, auk þess blaðamönnum og fleiri gest- um. Ræður verða fluttar, en síðan gefst gestunum kostur á að fara í skíðalyftuna. Klukkan 3 e.h. hef- ur bæjarstjórn Akureyrar kaffi- Framhald á biaðsíðu 15. Óvænt úrslit í Evrópukeppninni Haustmót TBR ÁRLEGT haustmót Tennis- og badmintonfélags Reykjavikur fór fram sl. laugardag í íþróttphúsi Vals. Haustmótið er innanfélags- mót og eingöngu kcppt í týíliða- leik og gefin forgjöf. ; Alls kepptu 24 lið í þremur flokkum. Úrslit urðu sem hér segir:' 1. MEISTARA- OG FYRSTI FLOKKVR Sigurvegarar urðu og hrepptu þar með Walbomsbikarinn, þeir Jón Árnason og Viðar Guðjóns- son. (höfðu — 10 í forgjöf). Til úrslita léku þeir við Garðar Al- fonsson og Steinar Petersen (— 6 í forgjöf) og unnu þá léttílega í tveimur lotum. Framhald á blaðsíðu 15. • t Fyrsta stólalyftan hérlendis í Hlíðarf jalli við Akur ayri. 1. desember 1967 - ALÝÐUBLAÐIÐ ^ ■ —‘L’i 4*~

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.