Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 16
Jólasvipur og hjartans lítillæti
JÓLASVIPURINN er að byrja
að, færast yfir með öllum þeim
ólátum viðskiptalífsins sem hon-
um fylgir.
Það er sem óðast verið að setja
upp jólaskreytingar í búðarglupg
um, þvi að hver gluggi þarf að
verða ómótstæðileg freisting. Fín
gerðar útstillingar dömur tipia
fram og aftur um suma glugg.
annia og tylla einum hlutnnm
þap og öðrum hér eftir einhverj-
um kúnstarinnar reglum. En veg
fafandinn kemst ekki hjá að
hugsa hve glugginn væri miklu
fallegri ef sjálfri útstillingardöm
un-ni væri bara stillt út, en allt
glingrið látið eiga sig.
Upp í gluggana raðast gullið og
•silfrað drasl sem kallast jóla-
skraut rósir og blöð og grein-
ar, og jólasveinar sem baða út
öilum öngum eins og þeir séu
að stæla afgreiðslufólk og við-
skiptavini í jólaösinni, Jólatré
eiga eftir að rísa á torgum og
gatnamótum, en þau kváðu veva
að uppruna úr evrópskri heiðni
•og því sennilega ókristileg. Það er
safnað fyrir fátæka á torgum og
gatnamótum svo að menn geti
með auðvVdu móti gert góðverk
á þeim stöðum. Og þó að það
isé ekki beinlínis verzlað í must-
erum þá er það þó sannarleg.i
gert allt í kringum þau, og þá
er víst ekki margt eftir sem látið
•er ógert af því sem mælt var
kröftulegast á móti í Gyðingalandi
fiéma einu sinni.
Þetta eru víst jólin.
Og þetta hefur stundum far-
ið í taugarnar á alminlegu fólki,
því finnst þetta allt saman ó-
kristilegt. En þó að svo líti út
Þá er alls ekki svo. Allt er þetta
fiákristilegt, og er gert fyrir guðs
•ástarsakir.
Við skulum sjá hvernig stend-
•ur á þvi:
Menn verða að hafa tækifæri
til að eyða gervöllum sínum jarð
nesku f jármunum fyrir jól til þess
•flð geta lifað upphafningu jóla-
Hiátíðarinnar snauðir og auðmjúk
ir. Hvernig í ósköpunum á sá mað
ur áð vera auðmjúkur og af hjarta
lítillátur sem er með veskið út-
troðið af þúsundköIKim? Það er
bókstaflega ómögulegt, stríðir á
móti náttúrulögmálunum. Maður
inn gæti hvenær sem hann vildi
farið út og keypt sér bíl eða
liús eða haldið veizlu fyrir höfð
ingja, jafnvel farið suður á Spán
og keypt þar syndaaflausn fyrir
svo sem 50 peseta) og það er lít-
ið dýrara þrátt fyrir gengislækk
unina, því að Spánn lækkaði líka
gengið). Maðurinn hefur bóksiní
lega enga ástæðu til að vera auð
mjúkur, þarf ekki einu sinni að
eiga innhlaup í banka og pólitík
usar verða að gera eitthvað til
að vingast við hann ef hann á að
gefa eitthvað til að styrkja flokk-
inn. Nei, þessa manntegund skort
ir ekkert nema auðmýkt. Og í
nafni allra heilagra verður slík-
um mönnum að fækka.
Þess vegna hagaði forsjónin því
þannig til af náð sinni að nokkr
um mönnum, raunar ekki sér-
lega fáum, var blásið í brjóst
slíkri fórnarlund að vilja gofa
öðrum kost á varanlegum jóla-
friði. Og þeir settu upp verzl-
anir, og þeir settu upp hvers
konar verksmiðjur. Og svo kepp
ast þeir við að búa til alls konar
glingur og bjóða falt og berjast
með auglýsingum við að telja
mönnum trú um að þeir þurfi á
að halda ýmsu sem þá vanhagar
ekki um og langi til að eignast
hluti sem þeim koma að alls engu
gagni.
Þannig atvikaðist það að vegna
sáluhjálpar almennings varð til
eitthvert óskaplegasta kaupsvall
veraldarinnar. Spurningin er bara
hvað langar menn ekki til að
kaupa?
Þetta hefur sem sagt tekizt
prýðilega. Og það er fróðlegt að
horfa á fólk sem er að fara að
gera jólainnkaup. Það hvílir yfir
því einhver sérstakur svipur. Það
er afskaplega einbeitt og atork-
an geislar frá því, veður snjó
og krap og er blautt í framan, og
það lætur ekki bugast þó að það
finni kuldann læsa sig um ger.
vallan kroppinn. Einhver dulvituð
þörf fyrir að eyða bókstaflega
öllu sem unnt er skín út úr for-
kláruðu andlitinu.
Þú getur ekki hnyndað þér hve
glöð ég er að þú skulir færa
mér blóm á liverjum degi.
Ég hefði svo sem átt að ímynda
MÉR hvers vegna.
w
Blessaður vertu rólegur maður,
þetta er bara fyrsta lota.
Þér skuluð ekkert verða illar frú
mín góð, en hann finnur bara
engan mun á yður og tófu.
Eftir hálftíma stimabi*,ak er
einasti útvegurinn að staulast
inn — hættulcga kalinn og
niðurbrotinn á sál og líkama
— og fá leigubíl, til að geta
mætt í vinnuna, úfinn og upp-
stökkur, fáandi áminnandi
augnaráð frá skrifstofustjór-
anum (eða ritstjóranum).
VÍSIR. !
Og prentararnir hættu við að
fara í verkfall. — Þó hefur
brennivínið hækkað nýlega.
Eins og það sé af umhyggju
fyrir okkur að það er alltaf
gefið frí í skólunum 1. des.
Nei, það er af því að kenn-
ararnir eru svo þunnir eftir
fullveldisfagnaðinn kvöldið áð
Ég held að þeir misskilji orð-
ið fullveldi, þessir veizluglöðu
menn. Fullveldi þýðir alls ekki
það að verðia fullur, án
þess að spyrja nokkurn um
leyfi.