Alþýðublaðið - 01.12.1967, Side 8
ÍNÝLEGA er komin á markað-
inn bók, sem heitir Suðaustan
fjórtán og mun nafnið sótt til
Vestmannaeyja, en hvort sem
það er rétt eða rangt, hefir al-
menningur það á meðvitundinni
eftir veðuriýsingum frá Stór-
höfða, að þar sé nánast alltaf
háarok, eða eins og segir í vís-
unni:.,,í útlandinu er ekkert
skjól, eilífur stormbeljandi.“
Nú eru mismunandi veður á-
gæt tilbreyting í tilverunni, jafn
vel háarok hressandi einstöku
sinnum, en eilífur stormbelj-
andi, sífellt suðaustan fjórtán,
er fuilmikið af svo góðu. Menn
snúa sér undan slíku veðravíti
og leita síður en svo á náðir
þess. Undanfarna daga og vikur
hafa margar og langar ræður
verið fluttar í hinu háa Alþingi
íslendinga um stjórnmálavið-
horfið og efnahagsmálin og hef
ir háttvirt stjórnarandstaða tal
ið sig hafa þar mest vit á Öllu,
svo að sannast hefir á þing-
mönnunum þar í flokkum, að
margir eru kallaðir.
Sameiginlegt er eit't með öll-
um ræðum þessara háttvirtra
þingmanna stjórnarandstöðunn-
ar: þar er sífellt suðaustan
fjórtán, eilífur stormbeljandi,
allt cr forkastanlegt, sem stjóm
arflokkarnir hafa gert og ætla
að gera, núverandi ríkisstjóm
er óalandi, óferjandi og ætti að
vera óráðandi öllum bjargráð-
um, svo sem kveðið var að orði
um skóggangsmenn til forna. Eft
ir að hafa hlýtt á slíkan mál-
flutning um mánaðarskeið
verður • manni enn ljós-
ara en fyrr, hvers vegna stjórn-
arandstaðan tapaði alþingiskosn
ingunum á s.l. vori: þar réði
hinn eilifi stormbeljandi veru-
legu um, sá málflutningur, að
greina ekkert á milli þess, sem
andstæðingur þeirra höfðu vel
gert og miður gert, heldur ráð
ast á allt jafnt með suðaustan
fjórtán. Almenningi féll ekki
slíkt veðravíti. Hann snéri und
an veðurofsanum, leit á hann
sem gjörningaveður.
Undanfarnar vikur hefir ríkis-
stjórnin og stuðningsflokkar
hennar lagt sig fram um það
að ná samkomulagi við laun-
þegasamtökin um fyrirkomulag
og framkvæmd erfiðra og iþung
hærra, en nauðsynlegra efna-
hagsaðgerða. Vissir aðilar inn-
an stjórnarandstöðunnar hafa á
hinn bóginn lagt sig fram um
það að hindra slíkt samkomulag.
Þeir virðast hafa hugsað um það
eitt að reyna að nota launþega
samtöl^in sem bakþúfu upp í
stjórnarstóla, en ekki sézt fyrir
um þjóðarheill, þótt þeir hafi
ekki haft erindi sem erfiði, og
því rvellur þeim nú móður. Til-
laga sú, sem hér er til umræðu
í kvöld, er afsprengi þess hug-
móðar: Nú skal lýst vantrausti
iá ríkisstjórnina.
Meginefni rökstuðnings stjórn
arandstöðunnar fyrir vantraust
tillögunni er þessi:
1. Stjórnarflokkamir skýrðu
þjóðinni rangt frá ástandi efna
hagsmála í alþingiskosningun-
um á s.l. vori og öfluðu sér þann
ig meirihluta á alþingi með ó-
sannindum og blekkingum,
meirihluta, sem hefir ekki leng
ur meirihlutakjörfylgi að baki
sér.
2. Ríkisstjórnin hefir ekki
reynzt þeim vanda vaxin að
taka efnahagsmál þjóðarinnar
réttum tökum. Efnahagsstefna
stjórnarinnar er röng. Henni
ber að fara frá og rýma fyrir
nýrri ríkisstjórn.
Við skulum nú athuga þessar
staðhæfingar háttvirtra stjórnar
andstæðinga ofurlítið nánar.
í>að er þá fyrst, að stjómarflokk
arnir hafi blekkt þjóðina í á-
standi efnahagsmálanna. Sjálf-
stæðisflokkurinn mun svara fyr
ir sig, en Alþýðuflokkarinn neit
ar þessari ásökun afdráttarlaust.
í kosningunum í vor sagði hann
við kjósendur: Samstjórn Al-
þýðuf íokksins og Sjálfstæðis-i
flokksins hefir stuðlað að jafn-
ri og stöðugri atvinnu, þegar á
hejldina er litið. Var þetta
rangt? Nei. Alþýðuflokkurinn
sagði: Veiðiskipafloti lands-
manna hefir stórlega vaxið und
ir samstjórn Alþýðuflokksins
og Sjálfstæðisflokksins, en
vegna þessa hefir þjóðinni tek-
izt að notfæra sér mun betur auð
æfi hafsins, láta heildartekjur
sinar vaxa og velmegun aukast.
Var þetta rangt? Nei. Alþýðu-
flokkurinn sagði: Með stjórnar-
samstarfi Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins hefir tekizt
að stuðla að stórfelldri uppbygg
ingu skólahúsa og íbúðarhúsnæð
is. Almannatryggingar hafa ver
ið auknar og vöruúrval, bæði
brýnna nauðsynja og velmegun
arvara, hefir aldrei verið meira.
Var þetta rangt? Nei. Alþýðu-
flokkurinn sagði: Með minnkun
Skuldabyrðar landsins og mynd-
un allverulegs gjaldeyrisvara-
sjóðs hefir efnahagur þjóðarinn
ar út á við verið treystur, en
það gerir henni færara en ella
að þola tímabundnar verðsveifl
ur á útflutningsafurðum sínum.
Var þetta rang? Síður en svo
Og- Alþýðuflokkurinn sagði —
og takið þið nú vel eftir — að
brýna nauðsyn bæri til að
standa vörð um verðstöðvunar-
stefnuna, láta hvorki verðlag
né kaupgjald hækka, því annars
riðuðu atvinnuvegimir til falls.
Vegna mjög lækkaðs og enn fall
andi verðs á útflutningsafurð-
um okkar væru þegar korcnir
í ljós verulegir erfiðleikar, og
enginn gæti sagt fyrir, hvað
framundan væri. Hins vegar
hefði þjóðin hingað til mætt
öllum sínum erfiðleikum ótrauð
og sigrazt á þeim. Það mundi
hún enn geta, ef hún tækist
á við þá af festu og þolgæði, en
léti ekki volið og barlóminn
blekkja sig. Var þetta röng
staðhæfing? Ég held, að almenn
ingi hafi ekki fundizt það, og
finnist það ekki heldur nú. En
þessi staðhæfing fór mjög fyr-
ir brjóstið á háttvirtum stjóm-
arandstæðingum. Þeim virtist
renna blóðið til skyldunnar við
volið og barlóminn.
Háttvirtum stjórnarandstæð-
ingum hefir síðustu vikur og
daga orðið tíðrætt á Alþingi um
kosningavíxilinn, sem þeir nefna
svo, hina auknu niðurgreiðslu í
fyrravetur á landbúnaðarvörum
og niðurfellingu þeirra aukn-
ingar í haust. Ekki lá nú í
láginni þeirra skilningur á þess
ari efnahagsaðgerð við kosning-
arnar s.l. vor. Þeir kölluðu
þetta hreinlega kosningamútur,
blekkingaraðgerð til að leyna
almenning því, að erfiðleikar
steðjuðu að. En þessar staðhæf
ingar stjórnarandstæðinga
misstu þá þegar marks. Og
vegna hvers? Vegna þess að
frambjóðendur stjórnarflokk-
anna drógu enga dul 'á, að vand
inn var fyrir hendi. Alþýðu-
flokkurinn sagði kjósendum sín
um það tæpitungulaust fyrir
kosningar, að vaxandi niður-
greiðslur væri neyðarráðstafan-
ir, sem því að eins væru skyn-
samlegar, meðan ríkissjóður
gæti innt þær af hendi án nýrra
skatta og beðíð væri átekta um,
hvort útflutningsafurðir okkar
hæ’kkuðu ekki í verði. M.a.
vegna þessa málflutnings Al-
þýðuflokksins gerði almenning
ur sér þáð ljóst strax á
liðnu sumri, þegar síldveiðar
reyndust okkur mun óhagstæð-
ari en undanfarin sumur, verð-
lækkun á útflutningsafurðum
okkar hélzt og sumir maikaðir
enda lokaðir, að nýrra efnahags
ráðstafana væri von og áreið-
anlega þörf. Ríkisstjórninni var
meira að segja fremur legið á
hálsi fyrir seinlæti heldur en
fljótræði í þeim sökum. Mörg-
um fannst, að takmarka bæri þá
þegar innflutning og hlífa þann
ig gialdeyrisvarasjóðnum við
verulegri blóðtöku, en aðrir
ræddu um gengisbreytingu eða
hækkun söluskatts. Það fer
þannig ekki á milli mála, að al-
menningur var með á nótunum,
hvað var að gerast í efnahagslífi
okkar, hvað sem tali háttvirt-
rar stjórnarandstöðu líður um
kosningavíxil niðurgreiðslna og
blekkingar, sem. kjósendur hafi
verið beittir með þeim.
En ég vil líka vekja athygli
almennings á því, að með blekk
ingabrigsli sínu í garð stjórnar
flokkanna, er stjórnarandstað-
an einnig að löðrunga alþýðu
manna, gefa i skyn, að hún sé
svo fákæn og dómgreindarlaus,
að hún láti telja sér trú um
hluti, sem stangast á við aug-
ljósar staðreyndir og hún hefir
fyrir augunum. Gjafir eru yður
nú gefnar, má hér segja. Er
þetta nokkuð langt gengið í
mannfyrirlitningunni? Ég leyfi
mér að staðhæfa af þeirri
reynslu, sem ég hefi af hinum
almenna kjósenda í hinum mis-
munandi stéttum, að hann
standi okkur a.m.k. •mörgum
hverjum alþingsmönnunum fylli
lega á sporði um athygli og dóm
greind á þeim veðrateiknum,
sem dregur ó loft þetta eða hitt
árið yfir þjóðarheimili okkar,
og láti ekki segja sér fyrir um
það, umhugsunar- og athuga-
semdalaust, hvað fari að og
hvernig við því skuli bregðast.
Áður en ég hætti að ræða um
blekkingabrigsl háttvirtrar
stjórnarandstöðu í garð okkar
stjórnarsinna og þá fullyrðingu,
að meirihluti kjósenda hafi lát
ið okkur ginna sig eins og þurs,
vil ég lítillega drepa á þá stað-
hæfingu 'hennar, að velgengni
undanfarinna ára stafi einvörð-
ungu af góðæri, en að engu leyti
af farsælli stjórn mála. Þetta
er sérstaklega eftirlætisfullyrð-
ing Framsó-knarmanna, og er
mörgum í fersku minni ein af
ræðum háttvirts 1. þingmanns
Vestfjarðakjördæmis, þegar
hann í upphafi þingsins hugðist
færa sönnur á, að framkomið
og orðið verðfall iá útflutnings-
afurðum okkar væri hvorki at-
vinnuvegunum né þjóðinni veru
lega þungbært, því að enn væri
verðlagið ekki undir meðal verð
lagi' nokkurra tiltekinna ára
undanfarið. Hitt láðist háttvirt
um þingmanni að nefna, hvað
kaupgjald og verðlag hefði
hækkað frá þeim tíma, er hann
tók fýrst til viðmiður^ir, né
heldur drap hann á það, að sú
hækkun stæði enn, þótt verðlag
Ræða Braga Sigurjónssonar 7 útvarpsumræðun
. g 1. desember 1967 — ALÝÐUBLAÐIÐ