Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 13
Lesið Alþýdublaðið Popkapi Amerísk stórmynd í litum. Melina Mercouri Peter Ustinou íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Rafvirkjar Fotoselluofnar. Rakvélatenglar, Mótorrofar. Höfuðrofar, Rofar, Tengiar, Varahús, Varatappar. Sjálfvirk rör, Vír, Kapall, margar gerðir. Lampar í baðherbergi, ganga, geymslur, Handlampar Vegg-, loft og lampafalir inntaksrör, járnrör, 1“ m“ ÍW' og 2". Einangrunarband, margir litir og önnur smávara. — Allt á einum stað. Rafmagnsvörubúðin sf. Suðurlandsbraut 12. Sími 81670. — Næg bílastæði. — BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur að fleert- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifrelðum. Vlnsamlegast látið skrá blr- reiöina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 við Rauðará Simar 15812 - 2S90t. reyndu að vera Alice góður eig- inmaður. 2. KAFLI. Það var glatt á hjalla í „Villi- svíninu” um kvöldið. Ef ókunnug ur maður hefði álpazt inn hefð hann álitið að þetta væri ekta ensk þorpskrá. Bak við krána var löng, svört bygging en þar var keilubraut- in þar sem menn Thisckey Warr en höfðu spilað keiluspil í fleiri mannsaldra og keppt við gestina í nágrenninu. En nú var ekkj hægt að spiia keiluspil. Rod Bruton hafði lok- að keilubrautinni um haustið. Þorpsbúar höfðu reynt að fá hann, til að opna aftur en hann vildi ekki heyra á það minnzt og þegar einhver spurði of mikið um keilubrautina ógnaði hann honum með krepptum hnefan- um. — En hvað ég er þreytt! sagði Mary Bruton, þegar síðasti gest- urinn var farinn og þær voru búnar að laga það mesta. — Ég er líka þreytt, sagði Irene. Eigum við ekki að hita okkur te og fara með það upp? — En .. pabbi þinn. .. — Við getum látið hann fá brauð og ost á disk, sagði Irene. Hann deyr ekki þó að það sé ekki stjanað við hann eitt kvöld. — Ég ætla að bíða eftir hon- um, sagði móðir hennar rólega. Það var komið fram yfir mið- nætti þegar þær heyrðu hann aka heim að kránni og frú Brut- on byrjaði að spæla egg og steikja beikon. Skömmu síðar heyrðu þær annan bíl aka upp að kránni. Irene var forvitin. Hana langaði til að vita, hvað gengi á. Hún læddist út um eldhús- dyrnar og heyrði rifizt úti við keilubrautina. Hún heyrði ekki, hvað var sagt, en Rod Bruton reifst við annan mann. — Komdu inn, sagði móðir hennar hvasst. — Þeir eru að slást. — Skiptu þér ekki af því, sem þér kemur ekki við. Lokaðu dyr- unum! Svo heyrðu þær fótatak Red Brutons nálgast og hann fór og þvoði sér í vaskinum. — Viltu öl eða eplasafa? — spurði kona hans. — Ég vil fá viskí. Komdu með flöskuna. Hann ýtti matnum frá sér og fór aftur út. — Farðu upp mamma, ég skal ganga frá, sagði Irene. — Ég kem éftir augnablik. — Vertu ekki að skipta þér af neinu! — Ég hef meira vit en svo. En um lei'ð og móðir hennar var komin upp, læddist hún út. Fyrir utan eldhúsdyrnar hrasaði hún og þegar hún leit niður fyr- ir sig sá hún að hún liafði hras- að um keilu frá keilubi-autinni. Hún laut niður til að taka hana upp og hún var vot. Hún lagði hana frá sér og hiustaði aftur. Hinn bíllinn beið enn, en hún heyrði ekki niannamál. — Komdu nú upp, Irene, kall- aði móðir hans. Hún gekk upp til móður sinn- ar til að bjóða henni góða nótt. aj,iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 1111111111111111 ii iii ii ii 111111111111111111(1111111111111111111111 ii imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiuiiiiiiiiiiiiiiiim r/«. LAUSALEIKS- = BARNIÐ 2 -------- eftir — J. M. D. Young ..................................................................iiiiiiiiiii Hún laut yfir rúm móður sinn- ar til að kyssa liana og lagði um leið aðra höndina ofan á sæng- ina. Þegar luin reis upp sá hún að það voru blettir á lakinu, þar sem hönd hennar hafði hvílt. — Hvað er þetta? Mamma .. það er blóð! . . — Hvað hefur komið fyrir höndina á þér? spurði móðir hennar skelkuð. — Þú ert blóð- ug! Irene varð að viðurkenna, að hún hefði farið út úr húsinu og að við hefði legið að hún hras- aði um keilurnar og þegar hún hefði tekið eina þeirra upp, hefði hönd hennar orðið vot. Móðir hennar hugsaði máiið smástund og sagði svo: — Þetta er kjúklingablóð! — Það notar enginn keilu til að drepa kjúklinga! Það er bíll fyrir utan og hann reifst við ein- hvern — og- .... — Við getum ekkert gert, — hvað svo sem hefur gerzt, sagði frú Bruton. — Farðu að hátta og hættu að hugsa um þetta, vina mín. Móðir hennar reyndi að dylja áhyggjur sínar fyrir Irene og Irene ákvað að segja ekki meira heldur fara að hátta. Hún gat samt ekki sofnað. Hún lá og hlustaði á fótatak- ið fyrir utan — undarlegt dratt- andi fótatak. Hurðum var marg- sinnis skellt og alls konar und- arleg hljóð heyrðust. Hún skildi ekki hvað var á seyði og hún fór í slopp og inni- skó og læddist niður stigann, nið- ur að bjórkjallaranum en það- an komu hljóðin. Frá bjórkjall- anum var gengið inn í annan kjallara, þar sem var geymt gamalt drasl. Irene sá ljós koma þaðan og hún læddist að gætt- inni og gægðist inn. Lukt stóð á einum kassanpm og hún sá Rod Bruton í bjarm- anum frá luktinni. Hann hafði farið úr jakkanum og brett upp ermarnar og hann var að grafa holu í kjallaragólfið — langa, mjóa holu, sem ekki var meira en fet á dýpt enn sem komið var. Irene ieit umhverfis sig í kjallaranum til að gá að því, hvað faðir liennar væri að grafa og fyrir neðan tröpþurnar sá hún liggja eitthvað brúnt. Þegar hún athugaði það betur sá hún að það var rauðbrúnn jakki, brúnar buxur og stígvél. ■iniiiii1111111111111111111' Þetta var Frank Weston og það lék enginn efi á því að liann var látinn. Irene veinaði og Rod Bruton missti skófluna. Hann tók hana upp aftur og gekk ógnandi í átt- ina til hennar og heimtaði ösku- reiður að hún segði sér hvað hún væri að gera. Fyrst hélt hún að hann myndi drepa sig með skóflunni en hún stóð sem löm- uð af skelfingu og megnaði ekki að hreyfa sig. Sem betur fer kom móðir hennar og tók utan um axlir henn ar. Hún leit umhverfis sig í kjallaranum. — Þetta er .... Frank West- on, hvislaði hún. — Þú hefur myrt hann! — Haltu kjafti .... annars fer hann ekki einn í gröfina! — Ég vissi alltaf, að eitthvað hræðilegt hlyti að gerast, Rod. — Haltu kjafti! Þú veizt ekki^. nema einhver liggi á hleri! Eitt orð frá ykkur og — Hann ivfti skóflunni ógnandi, en konan hans flýtti sér að segja: — Allt í lagi, Rod! Það er nægilega slæmt og við skulum sjá um að það verði ekki verra. Við segjum ekki neitt! Við stein- þegjum! — Haldið bara kjafti, það er nóg, urraði hann. — Ef litla svín- ið hefði ekki komið og farið að skipta sér af því sem henni kemur ekki við hefðuð þið aldr- ei fengið neitt að vita. En þar sem þið vitið það getið þið hjálp- að mér. Það tekur mig alla nótt- ina að taka honum gröf. Farið og klæðið ykkur! •— Klæða okkur? tautaði frú Bruton. — Við hvað áttu eigin- lega. — Ég á við að ég þarf á að- stoð ykkar að haida. Bíllinn hans er liérna fyrir utan. Irene hefur bílpróf. Farið með bílinn upp á Sturrock HiU, farið út úr honum þar og ýtið honum yfir vegarbrúnina. En flýtið ykkur nú! Hann lyfti skóflunni ógn- andi. — Allt í lagi, Rod, stundi kona hans. — En ég skil ekki. . . — Sjálfsmorð! sagði Rod og hló við. — Það var ætlunin að hann giftist Farrowstelpunni á morgun, en hann vildi giftasf Ir- ene. Þess vegna framdi hann sjálfsmorð! Bíllinn finnst möl- brotinn á klettunum, en lík hans finnst aldrei! — Við gerum þetta, Rod. Frú Bruton greip í handlegg- inn á Irene og dró hana með sér. — Ef hann heldur, að ég geri þetta fyrir hann .... byrjaði Ierne...... — Róleg! sagði móðir hennar. Við getum verið þakklátar fyrir að við erum báðar á lífi. Það er aðalatriðið. Klæddu þig eins fljótt og þú frekast getur. — Mamma, ég vil eklci hjálpa Klæddu þig í sparifötin þín! Ég pakka niður í tösku en við höfum nauman tíma. Við tökum líka benzín með okkur. Flýttu þér! — Mamnía, áttu við .... ? — Hvað annað? Þær flýttu sér að pakka nið- ur fötunum sínum og frú Brut- on dró kommóðu til hliðar, velti teppinu frá og tók upp lausa HARÐVIÐAR 0TIHURÐ1R TRÉSMIÐJA Þ. SKOLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 1. desember 1967 — ALÝÐUBLAÐIÐ J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.