Alþýðublaðið - 06.12.1967, Page 6

Alþýðublaðið - 06.12.1967, Page 6
FINNAR halda í dag hátí£Slegt 50 ára fullveldisafmæli. Koma þessi hátíöahöld í kjölfar rúss- neska byltingarafmælisins, — enda eru tengsl þar á milli. — Finnar höfðu verið undir yf- irráðum Rússakeisara í meira en heila öld. Þegar keisarastjórn inni var steypt, notufiu þeir tækifærið og gerðust sjálfstæð- ir. Tókst þeim að fá viðurkenn ingu byltingarstjórnarinnar, en nokkru síðar hófu finnskir kommúnistar sína eigin bylt- ingu og nutu við það stuðnings rússneskra 'hersveita, sem voru í landinu. Hófst nú finnska borg arastyrjöldin, sem endaði með því, að byltingarmenn urðu að lúta í lægra haldi. En segja má, að litlu hafi munað, er stjórn- kerfi Finna var ákveðið á þess- um örlagaríku tímum. Enda þótt Finnar séu af öðru bergi brotnir en hinar Norður landþjóSirnar og mál þeirra ó- skylt norrænum rrfálum, hafa ör lög ráðið því, að Finnar hafa tengzt nágrönnum sínum og orð ið ein hinna norrænu þjóða. Öldum saman var Finnland hluti af ríki Svíakonunga og þá oft vettvangur styrjalda milli austurs og vesturs. Enn í dag tala 8% þjóðarinnar sænsku og er hún opinbert tungumál við hlið finnskunnar. Þjóðerniskennd Finna tók mjög að vakna á 19. öld, eins og gerðist í fieiri löndum. Fóru þeir að líta á sig sem sérstaka þjóð, þótt þeir hefðu öldum sam an lotið öðrum, og tóku að hugsa til fullveldis. Þá lifnaði mjög yfir menningarlífi og list ir blómguðust, enda eru Finn ar listhneigðir með afbrigðum. Þannig treystust þær stoðir, sem hið fullvalda finnska lýð- veldi síðar var reist á. Finnland er mikið að flatar- máli, meira en fjórum sinnum stærra en ísland, enda þótt þaö 90 ekki þéttbýlt. Það er kallað „þúsund vatna landið“, en bæk ur herma, að nánar til tekið séu í landinu um 60.000 stöðu vötn. Eru mörg þeirra samhang andi vatnasvæði og koma tþá að notum sem samgönguæðar, því MYND 1) Hreindýrahjörð lengst norffur í skógarauffnum. 2) Borgin Porve í vetrarskrúða. Kirkjuturninn gnæfir þarna yfir gamla hverfið. 3) Kökar í SkerjagarSinum. 4) Sauna, hið fræga finnska gufubað sem þekkt er orðið um allan heim. 5) Loftmynd yfir vötn í Austur-Finnlandi. 6) Pappírs- verksmiðja í Tampere, þriðju stærstu borg landsins. g 6. desember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.