Alþýðublaðið - 06.12.1967, Síða 7

Alþýðublaðið - 06.12.1967, Síða 7
sigla má um vötnin, nema að vetrarlagi. Eyjar eru og marg ar meðfram vogskorinni strönd. Frægt er Finnland fyrir mikla skóga, sem eru undirstaða einn ar mestu atvinnugr. landsins skógarhöggs og framleiðslu úr timbri. Er meðal annars fram leitt mikið af pappir í Finn- landi, en trjávörur eru mikil útflutningsvara. Undanfarin misseri hefur verðlag á trjá- vöru verið óhagstætt og leiddi það til þess, að Finnar lækjkuðiu gengi marksins fyrr á iþessu hausti. Finnar hafa komið sér upp margs konar öðrum iðnaði á siðari árum, svo sem málmiðn- aði, skipasmíðum og fleiru. Þá er raforkuframleiðslan allmikil og ýmiss konar framleiðsla byggð á orkunni. Hin fimmtíu fullveldisár hafa Finnar notað mjög vel til að hyggja upp land sitt og atvinnu vegi. En þeir hafa ekki borið gæfu til að lifa í friði. Nábýlið við Sovétríkin hefur reynzt þeim örlagaríkt. Eftir að Stalín og Hitler höfðu gert hið ill- ræmda samkomulag, gerðu ftússar mikiar kröfur á hendur i'innum og réöust inn í iand þeirra, er þeim var ekki sinnt. Vorðust Finnar þá af mikilli hugprýði, svo lengi verður í minnum haft. 1 hundrað daga tókst þeim að hefta sókn stór veldisins, en þó hlaut aö fa,a svo um síðir, að þeir létu und an síga. Þeir urðu að láta af hendi mikil landssvæði. Þegar Þýzkaland réðist á So- vétríkin 1941, drógust Finnar aftur inn í átökin, og í lok ó- friðarins urðu Finnar enn að láta af hendi landssvæði. Um 400.000 manns bjugggu á þeim svæðum, sem Sovétríkin tóku, og hafa Finnar fundið þessu fólki ný heimkynni í landi sínu og fundið fyrlr i»a® Btvinn Er það hið mesta afrek, hvern- ig þetta hefur tekizt, hjá ekki stærri þjóð, þegar Finnar hafa á sama tíma greitt stórar fjúr hæðir í stríðsskaðabætur til Sovétríkjanna. Utanrikisstefrta Finna hefur eftir ófriðinn mótazt jöfnum höndum af nábýli við Sovétsam- bandið og Norðurlöndin. Hafa Finnar að sjálfsögðu tekið upp vináttusamband við hinn yold- uga granna, en þeim hefur tek izt að vera óháðari en fléstum öðrum ríkjum, sem liggja að So vétríkjunum. Á hinn bóginn er norrænt samstarf hyrningar- steinn í utanríkispólitík Finna. Menningarleg afrek, sem Finnar hafa unnið, eru mun meiri en ætla mætti af ekki stærri þjóð. Þeir njóta aðdá- unar um víða veröld fyrir lista menn eins og Sibelíus, og þeir eru í röð fremstu húsameist- ara, sem uppi hafa verið með síðustu kynslóðum. Má sjá þess mörg merki á athyglisverðum byggingum í Finnlandi, þótt hús eftir finnska meistara séu raun ar um allan heim. íslendingar bera í brjósti vin áttu í garð Finna og hafa reynt að auka sem mest viðskipti við >á og menningarleg samskipti. Þess vegna munu margir hugsa hlýtt til Finna á fimmtugsaf- mæli lýðveldisins þar eystra og óska þeim alls hins bezta í fram tfðinni.. m i Verzlunarfólk Nú gefst yður kærkomið tækifæri að auka þekkingu yðar og færni í starfinu: Nýjar námsgreinar við Bréfaskóla SÍS og ASÍ: Almen'n búðarstörf .. Námsgjald kr. 400,00 Kjörbúðin Námsgjald kr. 300,00 Bréfaskóli SÍS og ASÍ. Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Nessóknar í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 11. desember n.k. kl. 8,30 síðdegis í Félagsheimili Neskirkju. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf 3. desember 1967. SÓKNARNEFND NESSÓKNAR. TILKYNNING Vegna breytingar á gengi gullfrankans, sem gjöld fyrir símtöl, símskeyti og telex- þjónustu til útlanda fara eftir, hafa þessi gjöld nú hækkað hlutfallslega. Nánari upplýsingar um gjöldin fást á sím- stöðvunum. Reykjavík, 4. desember 1967. Póst- og símamálastjórnin. Barnafataverzlunin Hverfisgöu 41 auglýsir: Hjá okkur fóið þið jólakjólinn á dóttur- ina, fáir af hverri gerð, fást aðeins hér, Einnig terylen — skokkar, hvítar blússur og undirkjólar, drengjaskyrtur, úlpur, nærföt, náttföt og allan ungbarnafatnað. PÓSTSENDUM. Barhafataverzlunin Hverfisgötu 41. — Sími 11322. Lausar lögregkiþjónsstöður 2 lögregluþjónsstöður í lögregluliði Hafnar- fjarðar og Gul3.brih.gu- og Kjósarsýslu eru lausar til umsóknar. Byrjunarlaun samkv. 13. fl. launasamnings opinberra starfsmanna auk 33% ;álags á nætur- og helgidagavinnu. Upplýsingar um starfið gefur undirritaður eða yfirlögregluþjónn og skulu umsóknir hafa borizt embættinu fyrir 20. des. n.k. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Sýslumaðurinn í Gullbrmgu- og Kjósar- sýslu, 30. nóv. 1967. EINAR INGIMUNDARSON. - 6. desember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.