Alþýðublaðið - 20.12.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.12.1967, Blaðsíða 4
•1 1 I j i I i I . I J { I I 1 Ritstjórl: Benedikt Grðndal. Slmar 14900-14903. — Auglýsingasiral: 14906. — AOsetur: AlþýOuhústO við Hveríisgötu. Rvik. — PrentsmiOja AlþýOublaOsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — 1 laniÞ sðlu kr. 7.00 elntakið. — Útgeíandl: AlþýOuílokkurinn. Rödd sjómanna SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS hélt ráðstefnu um síðastliðna helgi til að ræða hagsmunamál sjó- manna eins og þau blasa nú við. Var þar fjallað jöfnum höndum um bein kjaramál og óbein, en til hinnar síðarnefndu má nefna hugmyndir um aukn- ingu línuveiða, fleiri sjómannastofur og aukna skipu lagningu veiðanna til að tryggja betri nýtingu fiskimiða. Sjómannasambandið hefur oft gert athyglisverðar og áhrifaríkar samþykktir. Það reið á vaðið síðast- liðið haust og hvatti ríkisstjórnina til að taka upp víðtækt samstarf við verkalýðshreyfinguna til að finna þau úrræði, sem hagstæðust væru fyrir lág- launafólkið. Það er þessi stefna, sem síðan hefur verið fylgt, og hefur þetta samsíarf haft söguleg á- hrif á f ramvindu mála hinar viðburðaríku vikur, sem liðið hafa siðan. Aðalályktun Sjómannasambandsins var að þessu sinni um hlutskipti sjómanna. Þar segir, að ráðstefn an mótmæli harðlega þeim hugmyndum, sem fram hafi komið um nauðsyn þess að skerða hlutskipti bátasjómanna eða ætla þeim annað og lægra fiskverð en útvegsmönnum til þess að gengislækkunin komi eingöngt. útgerðarmönnum til góða. ■ Ráðstefnan bendir í ályktun þessari á, að fiskimenn hafi á yfirstandandi ári orðið fyrir mjög mikilli tekju- skerðingu langt umfram aðrar stéttir og starfshópa vegna minnkandi afla og lækkaðs verðs sjávarafurða og séu sú atvinnustéttin, sem raunverulega hefur borið skarðastan hlut frá borði hingað til. Ráðsteinan fól stjórn Sjómannasambandsins að vera vel á verði í þessu máli og gæta þess, ef efna- hagssérfræðingar og útvegsmenn reyna að gera hug- myndir sínar á þessu sviði að veruleika. Af öðrum ályktunum má nefna þá, sem fjallar um veiðimálin, en þar segir í inngangi, að taka verði upp heildarskipulagningu á veiðum bátaflotans. Þurfi að gera þetta til að auka notagildi bátaflotans án þess að ganga of nærri fiskistofnum og til að tryggja sam- felldari c g hagstæðari útgerð og fiskvinnslu sem mest- an tíma ársins. Þetta .síðasta er ekki eingöngu hagsmunamál sjó- manna c g útgerðarmanna. Það er brýnt hagsmuna- mál allrar þjóðarirmar. ST4LBÍLAR - Nylins nýjar gerðir — fallegri. Nóatúni, Grensásvegi, Aðalstræti. ★ STERKASTI LEIKURINN Bókagagnrýnendur blaðanna hafa átt ann- ríkt síöustu vikurnar og ekki haft við að meta til verðs þar sem á fjöruna hefur rekið. Daglega nafa komið nýjar bækur á markaðinn og hefði blátt á fram þurft þfurmenni til að gera öllu viðunandi skll. Margt ljefur þess vegna orðið út undan í bóka flóðinu. Einiþeirra bóka, sem þannig hefur orðið utanveltu eri Fléttan, bók um miðtaflið í skák eft- ir sovézka stórmeistarann P.A. Romanovskij í þýð ingu Helga Jónssonar. Ég hyjgg, að óhætt sé að telja útkomu þess- arar bókar mikinn viðburð í útgáfu skákbókmennta 4 íslandi, enda ekki um auðugan garð að gresja í þcim efnum. Enginn efi er á því, að skortur á skák bckum hefur tilfinnanlega háð íslenzkum skák- mönnum og staðið þeim fyrir eðlilegum þroska í íþróttinni. Að vísu hafa marglr aflað sér bóka á erlendum tungumálum, en því fylgja þó ýmsir ann markar, t.d. munu næsta fáir hafa fullnægjandi not af sovézkum skákbókum. Mér finnst framtak þeirra ágætu manna, sem standa að þýðíngu og útgáfu Fléttunnar, svo mikið og gott, að þeir eiga fyllilega skilið að vakin sé athygli á bókinni. Ég sé heldur ekki betur en þetta geti verið tilvalin jólagjöf handa ungum og upp- rennandi skákmönnum og reyndar ætti enginn, sem við taflmennsku fæst að láta hana vanta í skák bókasafnið. Sterkasti leikurinn er að verða sér úti um hana sem fyrst og áður en næsta skákkeppni héfst! ★ SILKIHÚFA EÐA ELD- FJALLASKOTTHÚFA Það hnussar í mörgum, þegar minnzt er á norræna samvinnu, og Norðurlandaráðs er oft og tíðum getið sem einskonar silkihúfu frændþjóðanna fimm, sem hentugt þykir að hampa við ákveðin tækifæri. Þetta er þó naumast réttmæt skoðun. Norðurlandaráð hefur hreyft ýmsum athyglisverð um málum og rækt frændsemina á margan hátt vel og kurteislega þótt sumir hafi ætlazt til meiri og stærri afreka af því og þess vegna orðið fyrir vonbrigðum. Nú er t.d. á ferðinni býsna merkilegt mál á vegum ráðsins, á ég þar við tillögu um stofn un eldfjallarannsóknastöðvar á íslandi, sem flutt er í sameiningu af fulltrúum allra landanna, sem sæti, eiga í ráðinu. Gert er ráð fyrlr, að rannsóknarstöö- in yrði undir forustu íslendinga, enda eigum við nú allmarga fullgilda jarðvísindamenn, sem ekki standa erlendum stéttarbræðrum sínum að baki nema síður sé, og árlega bætast nýir í hópinn. Mér er sagt, að hugmyndin sé runnin undan rifj- um íslenzkra jarðfræðinga, þótt hún njóti einnig fulls stuðnings annarra, enda mega þeir gerzt vita hvílíkt furðuland ísland er í jarðíræðilegu tilliti. Þetta er stórt mál og vonandi nær tillagan fram að ganga. Má segja, að Norðurlandaráð hafi þá rekið af sér slyðruorðið og unnið sig í álit margra, sem látið hafa sér fátt um störf þess finnast hingað til. Væri vel, ef það í framtiðinni minnti okkur meira á hina sögufrægu eldfjallaskotthúfu dr. Sigurðar Þórarinssonar heldur en það höfuðfat, sem hvað minnstrar virðingar hefur notið á íslandi, þótt úr silki sé. — Steinn. 4 20 desember 1967. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.