Alþýðublaðið - 23.12.1967, Side 6
/
VÍKINGARNIR
Aðalritstjóri: Bertil Altn-
gren
íslenzk þýðing: Eiríkur
Hreinn Finnbogason
Almenna bókafélagið,
Reykjavík 1967. 288 bls.
Án alls efa er víkingabók
Almenna bókafélagsins vegleg-
asta bókin á jólamarkaðinum í
ár — ef ekki er þá rétt að kalla
hana hlut eða einhvers konar hús-
gagn fremur en venjulega bók,
28x30x3 cm. að stærð og þung
eftir því. Lesandi verður allur
að f;erast í aukana áður en liann
ræðst í að taka Víkingana í fang
sér og hefja lesturinn, bezt að
hafa sésstakt borð eða púlt und-
ir bckina til að hún fái að njóta
sín. Og þess þarf bókin með;
hún gerir kröfu til að fá að njóta
sín, taka sig út fyrir lesandan-
um. Víkingarnir er sem sé ekki
ein þeirra bóka sem einkum eru
til þess ætlaðar að lesa þær, hún
er ekki síður til þess að skoða
hana, gleðja auga lesandans
ekki síður en næra huga hans.
Myndir bókarinnar, 'ljósmyndir,
teikningar og kort eru víslega til
þess ætluð að fræða lesanda
hennar, en val þeirra og frágang-
ur, öll tilhögun bókarinnar er
við það miðuð að hún sé sjálf
fagur gripur æ til yndis, sjálf-
stætt bóklistarverk. Áður fyrr
voru slílc íburðarverk gerð í
litlu upplagi, einatt í lúxusskyni,
seld höfðingjum fyrir dýra
dóma. Með nútímatækni í bók-
iðnu n er þeim hins vegar ætluð
almenningseign, stefnt út á óra-
víðan alþjóðlegan bókamarkað.
Það jr eftirtektarvert að hin veg-
Iega víkingabók kostar ekki nema
svo sem tvær venjulegar bækur
á jó amarkaði — tæpar búsund
krónur til félagsmanna AB.
Almenna bókafélagið hefur á
undanförnum árum haft forgöngu
um sámstarf íslenzkra útgefenda
við erlenda, og alþjóðlega, for-
leggjara og fyrirtæki í bókiðn-
um, sem æ fer nú meira fyrir á
íslenzkum bókamarkaði. Víking-
arnir er alútlend bók — með
þeini undantekning þó að Krist-
ján EJdjáfn þjóðminjavörður,
einn helzti sérfræðingur á efnis-
syiði bókarinnar, semur þátt
hennar um ísland. Bókin er gerð
eftir hugmynd og fyrirsögn Ev-
ert Cagners sem stendur fyrir
forlaginu Tre Tryckare í Gauta-
borg samin af níu mikilsháttar
fræð mönnum, norskum, frönsk-
um, Jýzkum, sænskum, dönskum,
íslemkum og brezkum, undir rit-
stjór i "Bertil Almgrens prófess-
ors í Uppsölum; en þótt efnið sé
norrænt og bókin sænsk í upp-
hafi þá er hún prentuð og bund-
in á Ítalíu, væntanlega í samfloti
við útgáfu hennar á öðrum
tungumálum. Það er því sannar-
lega alþjóðlegt fyrirtsski sem Al-
menna bókafélagið stendur að
fyrir sitt leyti hér á landi. Og
víkingabókin er kjörið dæmi
slíkrar samvinnu eins og hún
verður ákjósanlegust — vönduð
og fögur bók um mikilsvarðandi
efni sem engar líkur eru til að
við hefðum eignazt á íslcnzku
með öðrum hætti.
Víkingarnir er engin skipulcg
víkingasaga. Bókin er ágrip af
sögu og þjóðfræðum víkingaald-
ar og hið þjóðfræðilega og menn-
ingar sögulega efni í fyrirrúmi.
Nær helmingur bókarinnar fjall-
ar í myndum og máli um dag-
legt líf á' víkingaöld, heimilisiðn-
að, áhöld, klæðnað og margs kon-
ar handverk víkinga, sér í lagi
um skipasmíðar þeirra; og er
þessi margbreytti, ýtarlegi fróð-
leikur, sem hér er gerður svo
aögengilegur sem verða má í til-
tölulega í stuttu máli, aö sjálf-
sögðu einkum byggður á’ forn-
leifum sem bókin sýnir jafnharð-
an í myndum, ljósmyndum og
teikningum til skýringar. Megin-
mál bókarinnar, ágrip hennar af
menningarsögu víkinga, styðst
vitaskuld einnig við fornleifa-
fundi og rannsókn þeirra og aðr-
ar aðgengilegar heimildir, og er
allur textinn einkar ljóst og skýrt
og skipulega saminn. Þetta er
alþýðlegt fræðirit að textanum
til, og þarf enginn að vænta
þess að hér séu ráðnar neinar
gátur norrænnar menningarsögu.
En viðleitni liöfundanna og út-
gefanda hefur verið að taka sam-
an í sem Ijósustu máli nýjustu
vitneskju um mannlíf og menn-
ingu víkingaaldar, kaupmenn og
landnámsbændur ekki síður en
vígamenn, hetjur og skáld
og fær óbreyttur losandi
bókarinnar ekki betur séð
en það hafi mætavel tekizt
þó það sé vitaskuld fræði-
manna að meta í einstökum atr-
iðum. Af þessari stefnu og að-
ferð bókarinnar leiðir líka að
enginn fær rómantíska glýjú í
augun af lestri hennar né verð-
ur liún notuð lil að kitla þjóð-
rembu sína. Það er að vísu bætt
ur skaðinn: alþýðlegar róman-
tískar hugmyndir um víkingana,
forfeður okkar, landnema, hetj-
ur af konungakyni, eru rótgrón-
ari en svo að ný fræði, ný vit-
neskja um öld þeirra Imekki þeim
í skyndi; og auk þess er enn í
dag alið á sömu rómantísku í
alls konar „sagnfræðilegum”
skáldskap, íburðarmiklum kvik-
myndum og með annarri skemmt-
an. En hitt má vel vera að áhúga-
sömum lesanda veki bókin fleiri
)
í
I
spuríingar en hún Sfvarar þrátt
fyrir sitt fræðilega viðhorí. —
Hvaðan komu víkingarnir, hvað
hól' öld þeirra, hratt af stað hin-
um öru tækniframförum sem
menning þeirra, landvinningar
og iandnám byggðust á? Aðeins
á þeirra dögum hafa Norður-
lönd verið eins konar „heims-
veldi” — og það veldi stendur
enn í fornum íslenzkum bókum.
Víkingaöld varð til þess að rjúfa
aldalanga einangrun Norðurlanda
sem komust nú 1 tölu kristinna
landa, segir hér. ,,En sú þróun
markaði endalok einstaklings-
bundinnar menningar vílcinganna
sjálfra og hinna sérstæðu stjórn-
málalegu áhrifa þeirra. Því að
fljótlega eftir að kristin trú fór
með sigur af hólmi á Norður-
löndum um 1000 og flutti með
sér vestræna menningu, leið und-
ir lok sérstæð og sjálfstæð menn-
ing, sem frá listasjónarmiði stóð
fyllilega jafnfætis livaða menn-
ingu annarri sem var. Og Norð-
urlönd fengu hlutskipti útkjálk-
ans í hinu kristna samfélagi.”
Höfundar textans leitast ekki
við að geta gátur, þeim nægir að
láta uppi aðgengilega vitneskju.
Vitneskja þeirra er efniviður að-
alteiknara bókarinnar, Áke Gust-
ayssons sem af þessari bók að
dæma er einkar drátthagur og
listfengur, margar myndir hans
augnayndi og bezta skemmtun al-
veg án tillits til fróðleiksins sem
þær miðla; þær sameina af-
bragðsvel listrænt gildi og liag-
nýtan tilgang sinn í bókinni. —
Gustavsson er vitaskuld ekki
haldinn né reynir hann til að
draga neinar rómantískar hug-
myndir víkinganna, en hann er
ekki heldur að lýsa lífi þeirra af
listrænu raunsæi, myndir hans
eru fyrst og fremst útskýring
efnisjns. En það er líf og fjör
í þessum myndum, náttúrlegur
bragur yfir lífinu sem þær lýsa
— og furðu víða gætir þar kímni,
stuncjum jafnvel hneigðar til að
skemjmta um hinn óskemmtileg-
asta Jhlut, sbr. myndina á bls.
78—9 þar sem víkingar cltast
við kýr og munka, heldur mey-
lega, í klaustrinu í Lindisfarne.
Rómantíska blómstrar hins vegar
að nýju í litmyndum bókarinnar,
mörgum, fögrum og fróðlegum,
af forngripum bæði og landslagi
— sbr. bara mynd Guðmundar
Hannessonar af Þingvöllum, bls.
108—9. Og þar á slíkt viðhorf að
vísu heima.
Eiríkur Hreinn Finnbogason
hefur þýtt bókina á' íslenzku,
vandasamt verk sem honum hef-
ur tekizt með afbrigðum vel.
Hin vandáða þýðing bókarinnar
á ólítinn hlut að því hversu veg-
leg eign Víkingarnir eru á ís-
lenzku. — Ó. J.
forsal vinda
Birgir Kjaran
Birgir Kjaran:
HAFÖRNINN
Safnrit
Bókfellsútgáfan, Reylcja-
vík 1967. 205 bls.
Háförninn, safnrit Birgis
Kjarans og Bókfellsútgáfunnar,
er dæmigerð jólabók, „vönduð
og vegleg” bók 'um „þjóðlegt”
efni, vel fallir. til gjafa — nema
þá ef nafnið fælir einhvern frá
henni. Bókin er vönduð mjög að
sinni ytri gerð, prentun og band
og pappír, og myndakostur mik-
ill í henni, bæði Ijósmyrídir og
listræn myndskreyting. En óneit-
anlega er efni hennar næsta
sundurleitúr samtíningur eins og
aðalhöfundur og ritstjóri bókar-
innar, Birgir Kjaran, víkur sjá’lf-
ur að í eftirmála hennar. Uppi-
staða efnisins er grein dr. Finns
Guðmundssonar um íslenzka haf-
örninn, fróðleg og læsileg lýsing
á fuglinum, ættuni og uppruna,
lífsháttum hans óg sögu hér á
landi, og er þar m. a. vikið að
og vísað á bug ýmis konar lijá-
trú um örninn sem landlæg hef-
ur verið til skamms tíma. Þvx
miður er hætt við að rómantísk-
ar hugmyndir um „konung fugl-
anna” fari forgörðum með hjá-
trúiini; örninn reynist vera sila-
legur og tiltölulega meinlaus
hræfugl og kemst ekki í hálf-
kvisti við fálkann að áræði og
veiðifimi. Þessi grein dr. Finns
gæti að líkindum verið fullnægj-
andi aðalefni bókar, ásamt úr-
vali arnarmynda; það má í-
mynda sér, að hið févana Fugla-
verndunarfélag sem frá er sagt
í bókinni liefði getað bætt hag
sinn með snoturri lítilli bók af
siíkri gerð. En hér er aukið
miklu efni aftan og framan við,
fyrst ferðaþáttum Birgis Kjaran
af arnarslóðum, síðan frásagnar-
þáttum nokkurra höíunda af arn-
arkynnum og slóðum arna, þá
nokkrum þjóðsagnaþáttum þar
sem ernir koma við sögu og loks
ljóðum fimm þjöðskáld sem
víkja að erni. Jónas Hatlgríms-
son var náttúrufræðingur — og
hann er eflaust að yrkja um raun-
verulegan öz'n í kvæði sínu um
Hornbjarg. Önnur arnaskáld í
bókinni, Grímur Thomsen, Sig-
úrður Breiðfjörð, Steingrímur
Thorsteinsson og Benedikt
Gröndal hafa liins vegar augljós-
lega örninn fyrir teikn eða tákn
einhverra annarra hluta í sínum
kvæðum, eins og Bi-ciðfjörð x
Fuglaríkinu ; , j
MERKIR ÍSLENDINGAR.
Nýr flokkur VI.
Jón Guðnason fyrrv. skjala-
vörður bjó til prentunar.
Bókfellsútgáfan,
Reykjavík 1967.
RITSAFN þetta nemur nú tólf
bindum alls og verður útgáfu
þess hér með hætt að sinni. Mig
grunar þó, að það gangi í end-
urnýjungu lífdaganna fyrr eða
síðar, enda af nógu að taká.
Jóni Guðnasyni hefur senni-
lega aldrei tekizt ritstjórn
„Merkra íslendinga” betur en
þessu sinni. — Ævisögurnar
fjórtán munu allar í góðu gildi,
en eru auðvitað misjafnar. Sex
bera af að mínum dómi, grein-
ar Páls V. G. Kolku um Jósep
lækn'i Skaftas^n, Sigurðar Krist-
jánssonar um séra Sigurð Stef-
ánsson í Vigur, Steindórs Stein-
aórssonar frá Hlöðum um Ólaf
fræðimann Davíðsson, Þor-
steins Þorsteinssonar um Jón
alþingism. Ólafss., Eiríks Einars
sonar um Magnús bankastj. Sig-
úrðs'son og Jóns Eyþórssc/nar ura
Steinþór náttúrufræðing Sig-
urðsson. Síðast talda ritsmíðin er
perla bókarinnar, hófsöm en
snjöll og gullfögur. Hinar fimm
sæta og tíðindum, hver um sig.
Þetta síðasta bindi hins nýja
flokks „Merki-a íslendinga”
markar tímamót í íslcnzkrj kven-
réttindabaráttu, þó að skrýtið
megi virðast. Konur eru loksins
kosnar hér á þing og sóma sér
vel. Einkum finnst mér til um
Q 23. desember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
aaMreyji