Alþýðublaðið - 23.12.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 23.12.1967, Side 7
Svo er það enn, og svana var: svartbakar, hrafnar, fálkar, drekar eru kanungsins erindrekar og meinlausa fugla án misk- unnar afklæða því og eigin sjóð uppfylla dátt af þeirra sveita, svo sem tófan við sauða blóð, sjúga, kvelja og fjaðrir reyta. Þótt konungur öllum vilji vel, veit hann og sér hann ekki meira en þessum lízt hann lá'ta licyra, þó smáfuglar sýti sig í hel. Of stórt er ríkið augum tveim yfir að fara: því er miður, að ærufíknin í okkar heim óþrjótanlega um meira biður. Að kvæðum þessum frátekn- um er ekki að sjá af bókinni að íslenzka arnarins sjái mikinn stað í bókmenntum okkar, né verður hún sjálf til að auka að gagni við arnar-bókmenntir, Mikill munur er t. d. á mál- snilld dr. Helga Pjeturss í af- bragðs-fallegri grein, Arnar- hreiðrið, og öðrum frásögnum sem hér eru birtar í þættinum Frásagnir og munnmæli, að þessum greinum annars ólöst- uðum. Birgir Kjaran er ef- Iaust einlægur áhugamaður um náttúruskoðun og náttúruvernd, en ekki laginn rithöfundur, ferðaþættir hans hér í bókinni afboð hversdagslegri, enda ó- 0» sjálfsævisögu Bríetar Bjarnhéð- insdóttur, þó að ágrip sé. Hún er merkileg heimild um ævi, störf cjg skoðanir þessarar svipríku og tápmiklu konu, sem olli alda- hvörfum. Mig undrar, að séra Jón Guðnas. skyldi ekki fyrr fá hneigð til kvenna sem ritstjóri „Merkra íslcndinga.” íslenzka kvenþjóðin hefði átt skilið sér- stakt bindi í ritsafninu. „Merkir íslendingar” bera því glöggt vitni, hvað mannfræði er ríkur þáttur íslénzkrar menning- ar og hversu til getur tekizt í þeim efnum, þegai slyngir rit- liöfundar eiga í hlut. Mér finnst ritsafnið eiga heima í bókaskápn- um við hliðina á íslendingasög- unum gömlu. Helgi Sæmundsson. þarflega margorðir. En fyrri bækur hans um hliðstæð efni munu hafa orðið vinsælar, og hafa þær einnig verið bornar furðu-miklu lofi. Þjóðsagnaefnið í bókinni er ekki margbreytt heldur, en þar koma fyrir ýms sömu atriði og í frásögnum bókarhöfunda af erninum. En að óreyndu hafði mað- ur haldið að annar eins fugl kæmi við fleiri og fjölbreyttari sögur en hér. I Bókin um haförninn hefst og henni lýkur með hvatningu til lesenda og - alls almennings að geyma arnarins, láta ekki henda að honum verði útrýmt eða hann deyi út með öðru móti. „Er ekki líka mál til komið að við íslendingar tökum að rumska á þessum vettvangi?” spyr Birgir Kjaran síðast orða í ferðaþáttum sínum, og mörg önnuif brýning kemur fyrir í bókinni. Það er vonandi að bók- in um Haförninn hafi áhrif í þá átt að vekja upp almennings- álit til varnar erninum. Áhrifa- meiri í þá veru en öll hvatn- ingarorðin þykir mér þessi lýs- ing Finns Guðmundssonar á arnarhreiðri: „Frá' hreiðursstaðnum var fögur utsýn yfir fjörð og byggð og langt fyrir neðan gat að líta fuglahópa á sundt á bláum firð- inum. í hreiðrinu voru tvö hvít egg, og á sinustráunum á börm- um hreiðurlautarinnar bærðust gráir dúnhnoðrar í napurrý vor- golunni sem næddi um heit egg- in. Arharhjónin voru allnær- göngul, en þó ekki áleitin. Þess- ir risavöxnu móbrúnu fuglar með hrímgrátt höfuð og háls og hvítt stél svifu gjammandi yfir lireiðurstaðnum á breiðum, bein- um' vængjum, bornir uppi af loftuppstreymi brattlendisins Öðru hvoru glampaði á gult nef og gula, kreppta fætur, sem ef- laust hefðu reynzt hin ægileg- ustu vopn ef þeim hefði verið beitt. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom að arnarhreiðri og aldrei hefur mér orðið eins Ijóst og á þessari stundu, hve mikill sjónarsviptir væri að því ef þessi hrikalegi og forneskjulegi fugl hyrfi úr íslenzkri náttúru.” Margar myndir eru í bókinni af örnum og arnarslóðum og raungr ýmsu öðru, og að sönnu afar misjafnar. En eftirminnileg- : ar arnarmyndir eru þar eftir : Magnús Jóhannsson, bls. 15, Björn Björnsson, bls. 51 og 93, og Guðmund Hannesson, bls. 65, svo dæmi séu nefnd; beztu svart- hvítu myndirnar virðast mér betri en litmyndirnar í bókinni. En þar erp líka nokkrar myndir sem ekki eiga sjáanlegt erindi í bók — og hefði strangara úr- val þeirra eins og annars efnis í bókina þurft að koma til- En ’ pennateikningar Atla Más á rýmilegum spássíum eru snotr- • ar og smekklegar margar hverj- /ar og tilhögun bókarinnar sömu- : leiðis sem einnig er verk ‘ hans. — Ö. J. TIMINN LÍÐUR Vinningar i þessum drætii: 3 bílar - TOYOTA, HILLMAN IMP VOLKSWAGEN m®Mi SEHD5Í5 HEIK! EF Ó3KAÐ ER. SöSyymboð og aðaSskrifstofa Hverfásgötu 4, simi 22710, Pósthólf 805. Opið í kvöld kl. 9 - 24. LÁIIÐ EKKI HAB ÚR hendi sleppa 23. desember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.