Alþýðublaðið - 07.05.1967, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 07.05.1967, Qupperneq 8
8 7. maí 1967 ~ Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ ERLENDUR VILHJÁLMSSON: Er ég ræð málefni aldraðra vil ég einnig biðja menn að hafa í hu'ga að ég ræði ekki fyrst og fremst um ellilífeýri og eítirlaun, heldur miklu frekar um önnur vandamál er fylgja háum aldri. Allir njóta nú á íslandi ellilíf- eyris og í undirbúningi er löggjöf um lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn — og hafa allir stjórnmála- flokkar lýst sig fylgjandi hug- myndinni og tilnefnt menn til að undirbúa löggjöf um slíkan lífeyr issjóð. En þegar slík löggjöf hefur verið sett óg hún komin til framkvæmda, má öruggt teljast að fullnægjandi verði séð fyrir fjárhagsþörf aldraðra, en þeir eins og aðrir aldursflokkar hafa fleiri þarfir en viðunandi fjárhag, svo er hitt að viðunandi, f járhag- ur lcallar á nýjar þarfir. Hvert aldursskeið ‘hefur sín vandamál og hjálpar hið opinbera oft til að leysa þau sbr. bax-na- vernd og æskulýðsráð. Tómstunda heimili íyrir æskufólk og sérstak- ar skemmtanir fyrir unglinga — íólk á vinnualdri sér um sig sjálft — en of lítið er gert fyrir aldraða, bæði hvað snertir fjárhagshliðina og að gera háan aldur og það er honum fylgir léttbærari þ.e. hina félagslegu hlið í velferðarmálum aldraðra. í nágrannalöndum okkar hefur allslaðar verið sett sérstök og yfir grips mikil löggjöf um þessi mál. Og þeirra reynsla er sú, að þó einstakar stofnanir eða félög sinni hluta af einstökum þáttum þessara mála, komi ekki festa eða kraftur í þessa starfsemi fyr en löggjöf hefur verið sett um hana og þá farið vel á því að sameina krafta frá ríki, sveitarfélögum ein staklingum og félögum. Tekur kirkjan oft mikinn þátt í þessari starfsemi. Sérstakar stofnanir eða nefndir gefa sig að þessum mál- um í hvex-ju sveitarfélagi og nefni ég þær velferðarnefndir aldraðra, vegna skorts á betra nafni. Inníakið í staríi velferðar- nefnda nágrannalanda er byggt á ixugsuninni, að eldra fólk sé líka lifandi og eigi að taka þátt í líf- inu eins og aðrir en setjast ekki upp og bíða, þeir segja að það sé að vísu gott og blessað að bæta ár um viö lífið en hinu megi ekki gleyma, að bæta lífi við árin. Aldrað fólk og sfaða þess Staða og þýðing hinna öldruðu hefur breytzt mjög í gegnum ald- irnar og var og er mjö>g mismun- andii hjá hinum ýmsu þjóðum. Sumum þjóðum er eingöngu . stjómað af hinum öldruðu — þeir ráða lögum og lofum og þeim er sýndi virðing og umhyggja. Þann- ig var til dæmis um Kínverj-a og Gyðinga og standa Gyðingar enn þann dag í dag í fremstu röð þeirra þjóða, er hvað mesta um- hyggju sýna öldruðum. Hjá ýms- um öðrum þjóðum er þessu hátt- að á annan veg, þar sem hinir öldruðu eru taldir gagnslausir og til einskis nýtir og meðhöndlaðir skv. því. Möi'g stig eru þarna á rnilli en ef miðað er við nútíma velferðarþjóðfélag, höfum við ís- lendingar ekki af neinu að státa, nema að síður sé og stöndum langt — já mjög langt að baki næstu nágrönnum okkar í Norður- og Vestúr-Evrópu. í íslenzku þjóðfélagi hefur olt- ið á ýmsu hvað viðkemur öldruð- um. Fyrr á öldum í bændaþjóð- félagi þeirra tíma, var staða þeirra meira metin og sess þeirra öruggari en er iðnvæðingin hefst og kaupstaðir og Reykjavík mynd- ast, verður stór breyting á högum aldraðra. Ilinir yngiú höfðu bæði líkamlegt þol og þann hraða er nútímarekstur krefst. Ýmsar at- vinnugreinar krefjast ungra manna, þolinna, hraustra o>g við- bragsfljótra og ýta hinum öldr- uðu til hliðar. Bókmenntahreyf- ingar og stjórnmálaflokkar köll- uðu í mjög ríkúm mæli á hina ungu og tóku þá fram fyrir hina öldruðu. Með myndun þéttbýlis rofna hin stcrku bönd er áður tengdu fjölskyldui: saman, þar sem hver lifði í skjóli annars og hinir öldruðu höfðu allt aðra stöðu en nú er. Þessi breyting skapar stór og ný vandamál en hérmeð er ekki öll sagan sögð, því það er ekki aðeins svo að þjóðfélagsleg staða hinna öldruðu hafi breytzt stórlega held ur hefur þeim fjölgað tölulega og ennfremur orðið rniklu stærri hundraðshluti þjóðarinnar en áð- ur. Lítum nánar á það atriði. Læknisfræði hefur fleygt fram með risaskrefum á þessari öld. Sjúkdómar er áður hjuggu djúp skörð í barnafjöldann ei'u nú við- ráðanlegri og fjöldi annarra sjúk- dóma t.d. lungnabólga og berklar eru mikið til sigraðir með nýj- um lyfjum, er valdið hafa bylt- ingu í læknisfræðinni og breytt mannsævinni. Bætt húsakynni, betri matur og almennara hrein- læti og margt margt fleira hefur líka stuðlað að því, að barnadauði minnkar, o>g fleiri komast á full- orðins ár. Þeir veikbyggðu lifa lengur en áður gerðist og allt þetta verður til þess að hinum öldruðu fer hratt fjölgandi bæði að fjölda og hlutfallslega þ.e. verða stærri hundraðshluti af vinnandi fólki. Fjöldi aldraða á íslandi, er þó hlutfallslega lítill eða um 7,2% af fólksfjöldanum árið 1964. í Sví- þjóð um 11% og í Danmörku um 10%. 1 Noregi mun þessi hundr- aðstala svipuð. í öllum þessum löndum hækkar hundraðshluti aldraðra mjög ört og mikið örar en hér á landi, og til þess að skýra þetta svolítið nán ar skal ég geta þess að áætlað er að Dönum fjölgi um 10% næstu 20 árin, en á sama tíma mun / Erlendur Vilhjálmsson, deildarsíjóri í Tryggingar stofnun ríkisins, flutti fyr ir skömmu erindi í ríkis útvarpið sem mikla at- hygli vakti. Fjallaði það um velferðarmál aldraðra og var hið skeleggasta um þau. Alþýðublaðið hefur í því tilefni fengið góðfús- legt leyfi Erlends til að birta það. öldi'uðu fólki fjölga um 40%. Vegna mikils barnafjölda á ís- landi, miðað við hin löndin, má búast við að þróunin verði jafnari hér, eða þar til að hinir mjög svo fjölmennu aldui-sflokkar fæddra 1945-1955 fara að segja til sín í hópi hinna öldruðu, eða upp úr næstu aldamótum. Niðurstaða þessara hugleiðinga er því eftirfai’andi: 1. Nauðsyn ber til að hið opinbera gefi meiri gaum að málefnum aldraðra en hingað til. 2. Fleiri verða aldraðri en áður. 3. Vegna bx-eyttra þjóðfélagshátta verða liinir öldruðu meira út- undan en áður, sérstaklega með tilliti til sambands við fjöl skyldu sína og annað fólk. 4. Verkefnið hjá okkur, er leysa þarf er hlutfallslega minna en hjá öðrum þjóðum, þar sem hinir öldr uðu eru hlutfallslega færri en hjá graiinaþjóðunum, og við höfum hlutfallslega fleira fólk á tekjualdri en þessar þjóðir til að bera byrðarnar af lausn máls ins. Og að loknum þessum inngangi skal ég snúa mér að einstökum þáttum í velferðarmálum aldraðra. Húsnæ$ismál atdraðra Flestir eru nú sammála um, að sú hugmynd um elliheimili, er mest var á lofti haldið fyrir 40 — 50 árum síðan, sé úrelt og dauð. Keppikefli ætti nú að vera, að gera hinum öldruðu kleift að dvelja í heimahúsum svo lengi, sem hægt er, en frumskilyrði þess er hentugt húsnæði fyrir aldraða. Hér á landi hagar svo til, að langflestir eiga sína eigin íbúð, er keypt var eða byggð þegar fjöl- skyldan var í vexti, tekjur í há- marki og börnunum að fjöl'ga, þá miðuð við fjárhagsgetu og þörf en þegar komið er á lífeyrisaldur og börnin farin að heiman, verður hin stóra og dýra íbúð bæði óhent ug og fjái-hagslega of þung byrði. Eldri hjón þurfa ekki til eigin af- nota 4-6 herbergja íbúð, önnur 2-3 herbergja myndi henta betur. Margir veigra sér þó við að skipta, bæði vegna vanafestu og ekki síður vegna skorts á hent- ugum smáíbúðum, er sérstaklega væru ætlaðar öldruðum. Þó svipað gildi um íbúðir fyrir aldraða og aðra aldursflokka, er þó ýmislegs að gæta þegar íbúð er byggð sérstaklega fyrir aldrað fólk. Skal ég rétt aðeins drepa á örfá atriði af mörgum til þess að menn fái hugmynd um við livað ég á. Nauðsynlegt er að íbúðin sé á jarðhæð og ekki hæria uppi en á 2. hæð ef ekki er lyfta í húsinu, stigar séu ekki brattir og handrið beggja vegna stigans. Max-gt eldi'a fólk er veilt fyrir hjarta, svima- gjarnt og farið að förlast sjón. Stigi er yngri menn hlaupa upp, sér til gamans, getur orðið þrek- x-aun hinum aldraða. Eldhús þurfa að vera þannig útbúin að hinn aldraði þurfi ekki að bogra né teygja sig eða fara upp í tröppur til að ná í nauðsynlega hluti. Bað herbergið þarf að vera þannig út búið, að hinn aldraði geti án hjálp ar athafnað sig. Þessi atriði og mörg fleiri, þarf að liafa í huga í sambandi við íbúðir fyrir aldraða, atriði sem ekki þarf að taka tillit til þegar byggt er fyrir yngra fólk. Mörg þessara atriða eru að- eins hagræðing o>g kosta lítið, sem ekkert fé. Það er þó ekki alltaf greitt að- göngu eða aðlaðandi hugmynd, þó rétt kunni að vera, að skipta á sínu gamla húsnæði, sem svo margar minningar eru bundnar við og fá sér annað minna. Vana- festa og tryggð og skortur á hent- ugu húsnæði, verður því oft til þess, að hinn aldraði gefst fyrr upp en eha liefði þurft að vera og sækir um dvöl á ellilieimili. Reykjavíkurborg hefur nú tek- ið í notkun fáa tugi ibúða, ætlað- ar öldruðu fólki, án þess þó, að þær hafi veiúð ‘ byggðar með það sjónarmið sérstaklega að vera ein göngu ætlaðar öldruðu fólki og hyggst borgin að byggja fleiri íbúðir fyrir aldraða og verður þá væntanlega tekið tillit til þeirrar hagræðingar, sem er svo nauð- synleg fyrir aldraða. Þegar íbúðir eru byggðar sér- staklega fyrir aldraða, þarf og að hafa í huga staðsetningu þeirra, bæði hvað viðkemur borgax'hlut- um og svo hvort byggt skuli ein- göngu fyrir aldraða eða blanda saman yngra fólki og öldruðu. Á Norðurlöndum eru uppi tvær stefnur og notaðar jöfnum hönd- um, annars vegar að byggja ein-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.