Alþýðublaðið - 06.01.1968, Page 1

Alþýðublaðið - 06.01.1968, Page 1
Laugadagur 6. janúar 1968 — 49 árg. 4. tbl. — Verí kr. 7 ííT.ítVH n wuuii »íi tumtm ««« h h u mtm árnti »T • \v Ijjl.i.ji y.' '-^'~i*rl • ■■■■ VERÐUR MINNA AÐ GERA FYRIR ÞESSI FARARTÆKI? ★ Johnson Bandaríkjaforseti boðaði um áramótin aðgerðir til að i draga úr gjaldeyrishaila Bandarikjanna. í þessum aðgerðum felst meðal annars að mjög er dregið úr fjárfestingu bandarískra aðila í öðrum löndum, og fjárfesting í Evrópulöndum er til að mynda með öllu bönnuð. Einnig eru gerðar ráðstafanir til að reyna að draga úr fcrðalögum Bandaríkjamanna úr landi. 7% ★ Þessar ráðstafanir mælast mjög misjafnlega fyrir í öðrum lönd- um. Bandarikjaforseti liefur síðustu daga liaft erindreka á ferða- lögum milíj höfuðborga til að reyna að fá stjórnvöld vinveittra ríkja til að fallast á þessar ráðstafanir og kanua viðbrögð ríkis- stjórnanna. Þjóðverjar sjá t.d. fram á talsvert fjárhagstap vegna fjárfestingarbannsins og Bretar töldu ekki ólíklegt að þetta kynni að verða til þess að áætlun þeirra um að rétta af greiðsluhall; ann rættist síður en ella. •7I ★ En hvaða áhrif hafa þessar ráðstafanir á íslenzk málefni? Fjár- festingarbannið skiptir okkur trúlega ekki miklu máli, en hvað áhrjf getur takmörkun á ferðalögum Bandaríkjamanna haft á áhrif íslenzkra fyrirtækja og þar með þjóðfélagsins í heild? Mikill hluti þeirra ferðamanna, sem hingaö koma eru Bandaríkjamenn og hvað hel'ur það í för með sér ef stórlega dregur úr feröum þeirra hing- að? Til þess að fá svör við þeirri spurningu höfum við snúið okk-’ ur til nokkurra aðjla, sem við töldum að mál þetta gæti snert og biríast svör þeirra hér á eftir. SJÁST SVONA HÓPAR SJALDNAR EFTIRLEIÐ S? ÞORHALLUR ASGEIRSSON. Blaðið innti Þórhall Ásgeirs son ráðuneytisstjóra í Viðskipía málaráðuneytinu eftir ‘því, hvort þær ráðstafanir, sem Bandaríkja einhver álirif á vöruskipti milli íslands og Bandaríkjanna. Kvað Þórhallur ekki hægt dæma um það strax, en hann vissi ekki til þess, að Bandaríkja stjórn hygðist taka upp nein inn forseti boðaði um nýárið hefðu | flutningshöft eða nýja tolla, Sagðist Þórhallitr ekki vita tii neins í ráðstöfunum Bandaríkia stjórnar, sem kynni að hafa á hrif á vöruskipti íslendinga og Bandaríkjamanna. Hins vegar mætti búast við, að ráðstafanirn ar hefðu einhver áhrif á rekstur Loftleiða. ALFREÐ ELÍASSON Alþýðublaðið spurði Alfreð Elí- asson forstjóra Loftleiða i gær, hvaða áhrif það kynni að hafa fyrir Loftleiðir, ef til framkvæm- da kæmu í Bandaríkjunum höml- ur á ferðalögum Bandaríkjamanna til annarra landa með tilkomu ferðaskatts, og sömuieiðis ef þeir fylgdu tilmælum Johnsons forseta . að þeir ferðist minna til útlanda > en meira um Bandaríkin sjálf heldur en þeir hafa gert til þessa. j Alfreð sagði, að sér skildist, að talað væri um vestra að setja á ferðaskatt, sem næmi urn 100 döl- um. Hins vegar væri ails ekki ljóst, hvort úr því yrði. Stjórn Loftleiða liefði ekki rætt það enn- þá, hver áhrif minnkardi ferða- lög Bandaríkjamanna kynnu að hafa á rekstur félagsins, enda ekki ljóst, hver útfær.sla þessa. ferðaskatts væri. Hann vissi til dæmis ekki, hvort skattu -inn næði til allra flugleiða, hvcrt menn þyrftu að greiða sama skatt vegna flugferðar til Evrópu og til Kan- ada. Þá sagði Alfreð, að kæmi til þess, að Bandaríkjamenn þyrftu að borga 100 dali í ferðaskatt vegna flugfei-ðar til annarra landá. mætti búast við, að menn færu að velta því fyrir sér, hvar ódýrustu flugfargjöldin væri að fá. Við sjá- urn aðeins um flutninga :'rá Banda ríkjunum til Evrópu og okkar far- gjöld eru þau lægstu á Evrópu- leiðinni. Alfreð Elíassoi kvaðst ekki geta að svo stöddu sagt fleira Framhald á 3. síðu. - H.A.B. Dregjð var í Happdrætti Alþýðublaðsins 23. dcs. s.l. hjá Borgarfógetanuin í Reykjavík. Vinningar komu á eftirtalin númer: 5018. Toyota 4331. Hitmann Imp 7001. Volswajren Vinningana skal vitjað á skrifstofu Happdrættisins á Hverfisgötu 4. Opið kl. 9-5. /

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.