Alþýðublaðið - 13.01.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.01.1968, Blaðsíða 7
 Vaxandi Gunnar Sigurðsson endur- kjörir.n formaður félagsins Aðalfundur ÍR var haldinn í Þjólðleikhúskjallaíanum 10. des- ©mber sl. Formaður félagsins, Gunnar Sigurðsson setti fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Revnir Sigurðsson, en fundarritari Þór- ir Lárusson. Formaður flutti skýrslu stjórn ar, sem bar vott um mikið og gott starf. Alls hélt stjórnin 35 Fréttir írá Giímu- sambandi ísiands Glímusambandið staðfesti ný glímulög þann 28. des. sl., er nefnd, sem kosin var á Glímu- þingi hafði samið, en þingið lagði til, að gerðar væru nokkrar ibreytingar á þeim. Nýju glímulögin skulu gilda frá 1. jan. 1968, en Bókaútgáfa ÍSÍ sér um útgáfu þeirra. Ákveðið hefur verið, að Lands flokkaglíman verði háð 24. marz n.k. og Íslandsglíman 28. apríl. Glímuráð Reykjavíkur hefur verið falið að sjá um þessi glimu mót. Þá hefur verið ákveðið, að Ung mennasamband Snæfells- og Hnappadalssýslu sjái um Fjórð- Ungsfflímu Vestfiröingafjórðungs, Iþróttabandalag Akureyrar sjái Um Fióröungsglímu Norðlendinga jfjórðungs, Glímuráð Ungmenna- *>g íþróttasamband Austurlands iSjái um Fjóröungsglímu Austfirð- Ingafjórðungs og Ungmennasam- -rband Kjalarnesþings sjái um Fjórðungsglímu Sunnlendinga- 'f jóröungs. Leeds og Fulham í sjónvarpinu Áformað var að sýna leik Tottenham og Burnley í sjónvarpinu í dag, en þar sem Leeds sézt leika í sjón laugasrdag kemur leikur Leeds og Fulham í staff- inn. Er þetta í fyrsta sinn, sem. Leeds sézt leika í sjójn varpinu Sú breyting verður- á í- þróttaþáttum sjónvarpsins frá og með deginum í dag, að byrjað verður á ensku knattspyirnunni, (en hún hefmr verið sí^asta atriði hvers þátíar fram að þessu. Þórarinn Arnórsson. — sýndi miklar framfarir. bókaða fundi á starfsárinu. Lögð var áherzla á að lagfæra ÍR-hús ið, það var málað að utan og auk þess lagfærði böð og fimieika gólf. Einnig var endurbætt hita kerfi. ÍR var úthultað svæði undir starfsemi sína í Fossvogsdal á sl. ári í tilefni 60 ára afmælis fé- lagsins, sem var 11. marz. Und- irbúningur er hafinn um skipu lagningu og mælingu svæðisins, en það verk tók að sér verkfræði skrifstofa Sigurðnr Thoroddsen. Stjórnin leggur áherzlu á, að skipulagning svæðisins verði vel undirbúin og framkvæmdum verði þannig hagað, að það bygg- í ist upp með byggðinni í Fossvogs dal, svo að frumbyggjarnir þar 1 laðfst strax að þessu íþróttasvæði. Gísli B. Kristjánsson las og skýrði reikninga, sem voru samþ. einróma. Sex íþróttadeildir Innan ÍR eru starfandi sex í- þróttadeildir, skíðadeild, hand- knattleiksdeild. körfuknattleiks- deild, frjálsíbróttadeild, sund- deiid og fimleikadeild. Skíðadeildin starfaði af mikl- um þrótti sem endranær. Skíða skáli ÍR í Hamragili var mikið nötaður af skíðafólki félagsins. í sumar var skálinn leigður út sem barnaheimili-og er í ágætu ásigkomulagi. Dráttarbraut var endurbætt og mikið notuð. Deikl in keypti ný tímatökutæki, sem gerir framkvæmd móta mun auð veldari, en áður var. Skíðafólk ÍR stóð sig með ágætum á öllúm kappmótum eins og mörg und- anfarin ár. Deildin sá um frain kvæmd Reykjavíkurmótsins, sem tókst vel. Formaður Skíðadeild ar ÍR er Reynir Ragnarsson. Handknattleiksdeildin er að rrvestu skipuð unglu fólki, sem starfaði vel á sl. ári. Handknatt leikmenn ÍR tóku þátt í öllum flokkum karla íslandsmótsins. með 9 stig af 16 mögulegum. Efnt var til afmælismóts, sem tókst ágætlega. Formaður Handknatt- leiksdeildar ÍR er Þórarinn Tyrf ingsson, en aðalþjálfarar Sieurð ur Bjarnason og Jón Sigurjóns son. ÍR-ingar tóku þátt í öllum helztu sundmótum áiyins. Beztum ár- angri náðu Hrafnhildur Guð- mundsdóttir og Hörður B. Finns son. Allmargt ungt fólk æfir nV sund innan félagsins, sem á eft- ir að ná langit í ftramtíðinni. Efnt var til. afmælismóts, sem tókst' með ágætum. Nýr þjálfari var ráðinn til deildarinnar á sl. ári. Ólafur Guðmundsson og starf hans hefur þegar borið góðan ár- angur. Formaður Sunddeildar ÍR er Örn Harðarson. Frjálsíþróttadeildin starfaði af miklum dugnaði sl. ár. í yngri flokkum hafði ÍR mikla yfirburði yfir önnur félög og framfarir voru miklar í flokki þeirra eldri. Framliald á 10. síffu Islandsmótið í körfubolfa íslandsmótið í körfubolta hefst á Akureyri í dag. Þá leika Þór og KFR í 1. deild. Á morgun held Ur mótið áfram í Reykjavík, þá leika Ármann og ÍKF og ÍR— KR í 1. deild, en leikirnir hefj- ast í Laugardalshöllinni kl. 20. Miillersmótið Fyrsta skíðamót vetrarins verður helgað minningu L.H. Muller og haldið að öllu forfall alausu næsta sunnudag 14. janú ar. kl. 1. e.h. við Skíðaskál- ann í Hveradölum. Þetta mót verður fimmta minningamót urn stofnanda Skiðafélags Reykjavíkur og formann þess fyrstu 25 árin. Þetta mót er fjögurra manna sveitakeppni. Mótstjóri verður Leifúr Muller frá Skíðafélagi Reykjavíkur. - r. TILKYNNING frá stofníánadeild landbiinaðaiins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1968 skuiu hafa borizt bankanum fyrir 20. febrúar næstkomandi. Umsókn skal fylgja umsogn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. - x -íf Lánsloforð, sem veitt voru á síðastliðnu ári, fallá úr gildi 20. febrúar, hafi bankanum eigi bórizt gkrifleg béiðni urn að fá lánið á þessu ári. Engin ný skýrslugerð þarf að -fylgja slíkum endumýj- unarbeiðnum. Skjol, sem borizt hafa vegna framkvæmda á árinu 1967 og ekki voru veitt lánsloforð um á því ári, verður litið á sem lánsumsóknir 1968. Reykjavík, 12. janúar 1968 Sllofnlánadeild Landbúnaðarins. Búnaðarbanki íslands. HAFNFIRÐINGAR Tökum aS ckkur klæðningu á hús- gögnum. Upplýsingar í síma 50338 eða Grænukinn 28. HILII-eigendur athugiö Munið eftir að það er 5 ára ábyrgð á HILTI tækjum. Sendum yður mann yður að kostnaðarlausu til ráðlegg- inga á festingarmöguleikum með HILTI. Kennum og gefum út leyfi á tækin sem viðurkennd eru af Öryggiseftirliti ríkisins. Björn G. Björnsson, heildv. s.f. Freyjugötu 43, sími 21765. TILKYNNING Þar sem nokkuð hefur-borið á uppsögnum á vinnu meðal verkakvenna og atvinnuleysi, vill stjórn Verkakvennafól- , agsins Framsóknar brýna fyrir félagskonum sínum, að skil- yrði fyrir greiðslu atvinrruleysisbóta er að verkakonur láti skrá sig atvinnulausar. ^ Skraning, atvinnulausra fer fram daglega í skrifstofu Ráðn- ’ mgastofu Reykjavikurborgar í Hafnarbúðuf frá kl. 9-12 og 13-17.. Allar vei'kakonur á félagssvæði Verkakvennafélagsins Framsóknar. Hvort sern þær eru giftar' eða ógif.tar, hafa,,; rétt til atvinnuleysisbóta, enda séu þær fullgildir með- limir Verkakvennafélagsins Framsóknar. ......... Stjórn Verkakvennafélagsins Framsóknar. Áskriftarsími 13. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.