Alþýðublaðið - 13.01.1968, Side 10
ttiijémplötur
Fxamhald af 4, síðu,
fiega samið fyrir.
OÞá kemur röðin að óperum
Greenfield velur í fyrsta lagi
fcfadame Butterfly Puccinis með
Scotto, Bergonzi og Panerai
\mdir stjórn Barbirollis, HMV,
Angel og svo Grímudansleikinn
cftir Verdi undir stjórn Leins-
dorfs, söngvarar Bergonzi, Le-
•ontyne Price, Shirley Verrett
og Robert Merrill allt úrvals-
söngvui-um, útg. er RCA. Síð-
<ast en ekki sízt telur liann plötu
frá HMV með Daniel Baren-
boim píanóleikara, sem ber ef
tii vill hæst meðal ungra tón-
flistarmanna að öðrum ólöstuð-
um. Á þessari plötu leikur hann
síðustu sónötu Beethovens op.
111 og ennfremur op. 81, Les
Adieux og op. 49 nr. 1.
Bretar draga auðvitað nokk-
uð taum sinna eigin landa
halda fram verkum sem minna
eru kunn hér á landi, svo sem
éftir Elgar, Vaughan Williams,
Brittens og Holst .og virðist
•relzt ástæða til að nefna Plá-
neturnar eftir Holst á plötu frá
HMV þar stjómar sir Adrían
flouit Nýju fílharmoníusveit-
inni, Jónsmessunæturdraum
Brittens og The Burning Fiery
Furnaee eftir Brittens að ó-
gleymdum enskum söngvum frá
H'MV, mezzósópransöngkonan
Janet Baker, sem margir telja
orftaka Kathleén Ferrier, syng
ur lög allt frá Dozland og Pur
cell til Brittens.
Tveir ungir og efnilegir píanó
fieikarar, sem íhöfðu ekki áður
'íeikið inn á plötur komu fram
>á árinu þeir André Wafts og
Bruno-Leonardo Gelber. Sá síð
iarnefndi leiku^ fyrsta píanó-
fl-onsert Brahms með Fílharmó-
e íuhljómsveitinni í Munehen.
RÍjórnandi er Franz-Paul Deck-
er. Af þremur útg. á öðrum
píanókonsert Brahms velur
Trevor Harey Deceaútg. með
töackhaus og Fílharmónruhljóm
sveit Vínar undir stjórn Bölims.
Kann lýkur einnig lofsorði á
Daniel Barenboim og segir að
með stjórn hans á þremur af
síðari symfóníum Mozarts, nr.
32, 35 (Haffner og 38 (Prague)
rkapi ihann nýtt mat á verkum
Mozarts. HMV gefur plötuna út.
Enska kammermúsikhljómsveit-
in leikur.
Söngkonurnar Elisabeth Sch-
V/arzkopf og Victoria de Ios
Aniáeles fá 'mikið hrci,. Sch-
W.arzkopf fyrir plötu frá Colum
•biá með ýmsum lögum úr ó'per
utn m.a. Otello, Eugen Onegin,
iSeldu brúðinni og úr óperum
Puccinis, en de los Angeles .fyr
i.r spönsk og frönsk sönglög
(HMV.l. - G. P.
íiþróttir
Framhald af 7. síðu.
Kveiinaflokkur félagsins efldist
mjög á árinu ÍR-ingar fóru í
fccppnisför til Norðurlanda í
íyrrasumar, sem tókst vel. Félag
i« var í öðru sæti í Bikarkeppni
FRÍ, en árið áður voru ÍR-ingar
j' iþriðja sæti. Mesti afreksmað-
tir deildarinnar var Jón-Þ. Ölafs
son, en mestar framfarir sýndi
Erlendur Valdimarsson, sem setti
15 unglingamet. Hinn gamal-
kunni þjálfari Guðmundur Þórar
insson réðist til félagsins á síð
asta ári og hann vann geysimik
ið og gott starf. Formaður Frjáls
íþróttadeildar ÍR er Karl Hólm.
Körfuknattleiksdeild ÍR er ein
öflugasta deildin innan ÍR. Starf
ið var gott á sl. ári eins og mörg
undanfarin ár. Félagið hlaut sig
unægara bæði í íslands og
Reykjavíkurmótum. í meistara-
flokki karla var ÍR í öðru sæti
á báðum mótunum. Á mótum sl.
haust er greinilegt, að mfl. ÍR
er í mikilli framför, sigraði t.d.
í Hraðkeppni KR um jólin.
Formaður Körfuknattleiks-
deildar ÍR er Gunnar Petersen,
en aðalþjálfari er Einar Ólafs-
son.
Starf Fimleikadeildar er ekki
mikið og stjórn deildarinnar er
í höndum aðalstjórnar. „Old
boys“ /Og frúarfiokkar störfuðu á
lárinu.
Gutiníff Sjgurðáífon var ein-
róma endurkjörinn formaður ÍR,
en með honum í stjórn eru Hauk
ur Hannesson, Gísli B. Kristjáns
son, Ágúst Björnsson, Örn Harð
arson, Pétur Sigurðsson og. Krist
■mann Magnússon.
Borgarstjóri
Framhald af 2. síðu.
veittur eins og 1967 éða 6%.
Hins vegar yrði um breyttar regl
ur að ræða viðvíkjandi greiðslu
eignaútsvara.
Þá gat toorgarstjóri þess, að
fyrir Alþingi lægi frumvarp að
lögum um írádrátt á útsvarsgjöld
um og væru það þess efnis, að
til þess að útsvör séu frádráttar
hæf verði nauðsynlegt, að menn
hafi greitt fyrirframgreiðslur íyr
ir 1 júlí ár hvert Þetta kæmi
til með að gilda um tekjur, sem
menn öfluðu á órinu 1968
Kvað borgarstjóri það nokkurt
vandamál, að um það bii fjórð
ungur allra útsvars- og aðstöðu
gjaldstekna innheimtist ekki fyrr
en í desemhermánuði en þá væru
allar helztu framkvæmdir á ár-
inu um garð gengnar
ATVINNUMÁL:
Borgarstjóri var að því spurð-
ur á fiindinum í gær, hvernig
atvinnuhorfur væru í Reykjavík
um þessar mundir Tjáði borgar
stjóri fréttamönnum, að stór
nefnd starfaði að því að rann-
saka atvinnumál í toorginni.
Nefnd þessi muni þessa dagana
skila ákveðnum þætti starfs síns,
er tæki fyrst og fremst tii rann-
sókna og fyrirspurna, sem sendar
voru til verkalýðsfélaga og at-
vinnurekenda í nóvembermánuði
síðastliðnum. Þar sem þessi rárih
sókn -hafi farið fram fyrir geng-
isbreytingu, taldi borgarstjóri, að
ekki yrði byggt á niðurstöðum
rannsóknarinnar nema að tak-
mörkuðu leyti. Upplýsti borgar-
stjóri, að á hádegi í gær heíðu
alls 69 menn óg konur skráð sig
atvinnuleysingja Ihjá Ráðrjingar
skrifstofu borgarinnar. Ennfrem-
ur sagði borgarstjóri, að á með-
an vertíð væri enn ekki hafin,
væri ekki liægt að gera sér grein
fyrir framtíðarþróun þessara
mála. Gat hann þess', að múrarar
hefðu haft samband við borgar-
yfirvöld vegna hitaveitumála i
Fossvogi, en eins og flestum er
kunnugt, getur múrverk við hús
ekki hafizt, fyrr en hiti hefur
verið lagður í það. Kvað borg-
arstjóri, að flest hús í Fossvogi
nú liafa fengið eða geta fengið
tengda hitaveitu.
HITAVEITUMÁL:
Borgarstjóri kvað enn ekki
fullreynt um árangur nýrra bor
hola og ekki væri hægt að dæma
um hann. fyrr en full nýting
væri komin á eldri borholur á
borgarsvæðinu, og séð yrði, hvort
nýju borliolurnar hefðu þau á-
hrif á eldri liolurnar, að vatns-
magn minnkaði í þeim með til-
komu hinna nýrri. Enn væri ekki
unnt að fullyrða endanlega um
það, hvort samband sé á milli
nýrri borholanna og þeirra eldri.
Rannsóknir hafi farið iíram á
því, til að nefna með efnagrein-
ingu vatns, hvort svo sé, en rriargt
bendi liL þess„ að svo sé ekki.
Töluverður þrýstingur væri i
nýju borholunum, og benti það
til þess, að ekki sé samband á
milli.
Þá kvað borgarstjóri að unnið
væri að því að setja upp hemla
kerfi hitaveitunnar. Nú væru
hemlar komnir á um það bil 1800
einföld kerfi í borginni og væru
settir hemlar á um það bil 200
kerfi á mánuði og ráðgert væri
að hraða þessu verki meira síð-
ar, en alls væru um 6000 einföld
hitaveitukerfj í borginni.
Borgarstjóri kvað það æskilegt,
að til væri varaafl fyrir toita-
véituna, en það væri afara kostn
aðarsamt að reka kyndistöðvar,
þar sem vatnið væri toitað upp
með olíu. Rekstr?(rkostnaður
kyndistöðvar væri nú um 120 þús
und krónur á mánuði.
SKEMMDIR
VEGNA FROSTA:
Borgarstjóri upplýsti, að kunn
ugt væri um, að u.þ.b. 150 aðil-
m- óskuðu eftir aðstoð Hitaveit
unnar eftir kuldakastið eftir ný-
árið. í 14 til Va tilfella væri um
að ræða leka og í sumum tilvik-
um ivægan leka. Sagði bclrgar
stjóri, að rétt væri að geta þess,
að ekki hafi verið um að ræða
skort á þjónustu Hitaveitunnar
í næstum öllum þeim tilfellum,
þar sem leki hafi komið. Hins
vegar væri í sumum tilvikum því
um að kenna. að óforsvaranlega
liafi verið gengið frá leiðshim í
húsakerfum, til dæmis vegna
þess að leiðslur væru óeinangr-
aðar eða lægju við óeinangraða
veggi. í nokkrum tilvikum liafi
Hitaveitan bókstaflega áður ver
ið búin að aðvara viðkomandi
aðila vegna ófullkominna hús-
kerfa. Hins vegar yrðu öll til-
vik skoðuð og metin, áður en á-
kveðið j'rði, ihvort Hitaveitan sé
skaðabótaskyld eða ekki.
GÖTUR OG GATNAMÁL:
Borgarstjóri var að því spurð-
ur, tovort borgaryfirvöld sæju
ekki fram á miklar skemmdir á
götum í vetur vegna hinnar um-
bleypingasömu tíðar að undan-
förnu. Sagði liann, að álitið væri,
að ástand gatnanna væri nú
miklu betra en á sama tíma í
fyrra, en búast yrði við ákveðn
um ^kemmdum. Göturnar, sem
látið hafa á sjá, eru einkum þær,
sem ekki voru „yfirdekktar" í
[fyrrasumar, sag\5i hanji. Gjöld
vegna þess kostnaðar, sem yrði
vegna skemmda á götum yfir vet
urinn, mundi ekki að líkindum
fara fram úr áætlun. Um 23
milljónum króna hafi verið var-
ið til endurbóta á gatnakerfinu
í fyrra, en þá liafi verið áæflað
að verja til þess 22 milljónum
króna, og á þessu ári væri áætl
að að verja svipaðri upphæð til
endurbóta á götum borgarinnar.
Ofnar
Framhald af 3. síðn.
ur fengið heimild til að nota hér
lendis Ofóar af þessu tagi eru
nú framleiddir í tólf Evrópu-
löndum, en í Evrópu hafa þeir
verið framleiddir um 15 ara
skeið.
Runtalofnar eru byggðir ur
flötum stálpípum og er hæð
hverrar pípu 7 sm. Fást þeir i
öllum hæðum með 7 sm. hæðar
mun og í lengdum frá 50 sm.
upp í 600 sm. með 10 sm. lengd
armun. Gerir þetta að verkum,
að hægt er að framleiða ofnana
i svo til öllum hugsanlegum
stærðum.
Runtalofnar hafa náð tölu-
verðri útbreiðslu liérlendis. Fyr
irtækið hefur aðsetur í Síðumúla
17.
Fiskverö
Framhald af 1- síSu.
ur. Allir þessir aðilar bíða sem
sagt átekta þar til úrskurður yf
irnefndar verður gerðum heyrum
kunnur, sem væntanlega verður
eínhvern tíma í dag.
Síðdegis í gær barst blaðinu
frétt frá LÍÚ þar sem boðað er
til fundar þess, sem frestað var
á miðvikudag, og verður fundur
inn lialdinn á sunnudaginn.
Lýst eftir manni
Lögreglan í Reykjavík lýsti í
græirkvöídi eftír manni, cr var
saknað. IW|5ur Þessi var mið-
aldra, Jóhann Bjarnason að
nafni, Ijósskolhærður, í meðal-
lagi hár, en áberandi boginn í
baki. Hann var klæddur í brún
an jakka, brúnar buxur og köfl-
ótta peysu, og fór úr strætisvagni
á leið úr Kleppsholtinu niður í
Miðbæ, sjðast eir vitað var til
hans. Þeir, sem liafa orðið varir
við Jóhann, eru beðnir að láta
lögregluna vita.
Arnað heilla
75 ára er í dag Ólafur E. Bjarna-
son frá ÞorvaldserU’I á Eyrar-<
bakka.
Heiðursmerki
Forseti íslands sæmdi á nýárs
dag eftirgreinda menn heiðurs-
merkjum hinnar íslenzku fálka-
orðu:
.1. Herra Sigurbjörn Einarsson,
biskup íslands, stjörnu stórridd-
ara, fyrir embættisstörf. 2. Bjarna
Snæbjörnsson, lækni, Hafnar-
firði, stórriddarakrossi, fyrir lækn
is- og félagsmálastörf. 3. Jónas
Guðmundsson, fv. ráðuneytisslj.
stórriddarakrossi, fyrir félags-
málastörf. 4. Björn Fr. Björnsson
sýslumann, Hvolsvelli, riddara-
krossi, fyrir embættisstörf. 5.
Gísla Bergsveinsson, útgerðar-
mann, Neskaupstað, riddarakrossi
fyrir störf að útgerðarmálum. 6.
Helga Kristjánsson, bónda, Leir-
liöfn, riddarakrossi, fyrir búnað
ar- og félagsmálastörf. 7. Séra
Jón Guðnason, riddarakrossi, fyr
ir skóla- og ættfræðistörf. 8. Loga
Einarsson hæstaréttardómara,,
riddarakrossi, fyrir embættis-
störf. 9. Stefán G. Björnsson,
framkvæmdastjóra, riddarakrossi
fyrir störf að tryggingamálum og
störf í þágu skíðaíþróttarinnar.
10. Þór Sandholt, skólastjóra, ridd
arakrossi, fyrir störf á sviði iðn
fræðslu.
Kvöldsímar Alþýðublaðsins:
Afgreiðsla: 14900
Ritstjórn: 14901
Prófarkir: 14902
Prentmyndagerð: 14903
Prentsmiðja: 14905
Auglýsingar og framkvæmda
sljórn: 14906
Ilöfum flutt skrifstofu okkar að
Freyjugötu 43
gengið inn frá Mímisveg. /
Björn G. Björnsson, heildv. s.f.
Freýjugötu 43, sími 21765.
13. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ