Alþýðublaðið - 14.01.1968, Síða 2
SÆNSKUfl BLAÐAMAÐUR
iíáNDTEKINN
Síenskur bla'öamaður hefur
v»rið handtekinn. á Kúbu fyr
«r að hafa tjósmyndaö hernað
nrmannvirki þar, í*á hafa
tveir brezkir fréttamenn veriö
teknir í gæzlu fyrir samskon
a>r athaefi.
100 FYRIR GUEVARA
Kastro forsætisráðherra Kúbu
hefur boð'izt til að leysa 100
tkóiivíanska fanga úr haidi
6'®g,n því að fá afhent lík
sfeeruliðaforingjans Che Gue-
t'fjra.
imSMET í SKIPASMÍDUM
>%S»önsk skipasmíðasöð hefur
(afcið smíöi 33.000 tonna flutn
í^raskips á aðeins 47 dög-um
og þar með slegið heimsmet
t jskipasmíðum. Venjulegur
rneiðatími fyrir slik skjp er
C0 dagar.
EÍIN BARIZT VIÐ JÓRDAN
•Ilerir ísraelsmanna og Jór-
djtna tóku í gær aftur að skjót
ajít á yfir ána Jórdan. Er það
í fiYriðja skipti í þessari viku.
LAMDAMÆftl KAMBÓÐÍU
lí|MJRKENND
í *2>anir og Bretar liafa lýst
rtúverandi landamæri Kambó-
ö«u réttmæt og óskerðanleg.
-tKru þessar yfirlýsingrar taldar
árangur af nýloknum viðræð-
ínss Shiaouks fursta við sendi
tiwnn Bandaríkjaforseta, Che-
»t*r Bowles.
BEIMSÓKN TÍTÓS MOTMÆLT
^lnanouk fursti í Kambódíu
hffur hótað hópi kommúnista,
som mótmæltu heimsókn Títós
íúe'óslavinforscta til Kambó-
afarkostum og varað við
fteiri slíkum aðgerðiun.
fflftSETAKIÖR 25. FEBRÚAR
'Svtkynnl var á Kýpur í gær,
endanlega hefði verið á-
kveðið að forsetakjör færi
fram þann 25. febr. Enn cr
cfcki vitað um frambjóðendur.
^WITÖK GEGN 0LÍU-
fÍENGIIN SJÁVAR
"8 siglingaþjóðir í Vestur-Ev-
t.ópu hafa bundizt samtökum
tyn aff hindra olíun-jengun
‘iíávar af völdmn tankskipa.
íjiindin, sem um ræðir, eru:
Noregur, Bretland, Svíþjóð,
Banmörk, Iíolland, Belgía.
Erakkland og Vesíur-Þýzka-
(^nd.
fMNNASKIPTI
Ealsverð mannaskipti verða í
sandinefnd Rússa hjá SÞ á
íjæstmijii. M.a. mun núverandi
í^ndiherra Nikolaj Fedorenko,
*#a af því starfi og í stað
*»ns koma Jakob Malik, sem
t^Ist e. k. varautanríkisráð-
herra rússnesku stjórnarinn-
»r.
Hinn þekkti gamanleikur Shakespeare, Þrettándakvöld, er sem
kunnugt er sýndur í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Næsta sýning
leiksins vcrður á sunnudagskvöld. Aðalhlulverkin eru leikin af Krist
björgu Kjeld, Rúrik Haraldssyni, Bessa Bjarnasyni, Jónínu Ólafs-
dóttur, Ævari Kvaran og Flosa Ólafssyni. Þessi leikur er tvímælaY
laust einn vinsælasti gamanleikur Shakespeare, söguþráðurinn mjög
hugstæður og skemmtilegur. Leifur Þórarinsson hefur samið tónlist.
ina, sem flubt er með leiknum og hefur honum tekizt mjög vel. Una!
Collins gerir leikmyndir og búningateikningar. Myndin er af Jónínu
Ólafsdóttur og Gísla Alfreðssyni í hlutverkum sínum.
styrkír auglýstir
VÍSINDASJÓÐUR hefur auglýst
styrki ársins 1968 lausa til um-
sóknar og er umsóknarfrestur
til 1. marz næstkomandi.
Sjóðurinn skiptist í tvær deild
ir: Raunvísindadeild og Hugvís-
indadeild.
Raunvísindadeild annast styrk-
veitingar á sviði náttúruvísinda,
þar með taldar eðlisfræði og
íkjarnorkuvísindi, efnafræði,
stærðfi-æði, læknisfræði, líffræði
Iffeðlisfræði jarðfræhi, jarðeðl-
isfræði, dýrafræði, grasafræði,
búvísindi, fiskifræBi, verkfræði
og tæknifræði.
Formaður stjórnar Raunvís-
indadeildar er dr. Sigurður Þór-
arinsson jarðfræðingur.
Hugvísindadeild annast styrk-
veitingar á sviði sagnfræði, bók
mennta, bæði málvísinda, félags
fræði, lögfræði, hagfræði, heim-
speki, guðfræði, sálfræði og upp
eldisfræði.
Formaður stjórnar Hugvísinda
deildar er dr. Jóhannes Nordal
bankastjóri.
IFormaður yfirstjórnar sjóðsins
er dr. Snorri Hailgrímsson pró-
fessor.
Hlutverk Vísindasjóðs er að
efla íslenzkar vísindarannsóknir
og í þeim tilgangi styrkir hann:
1. Einstaklinga og vísindastofn
anir vegna tiltekinna rannsóknar
verkefna.
2. Kandídata til vísindalegs
sérnáms og þjálfunar. Kandídat
verður að vinna að tilteknum
sérfræðilegum rannsóknum eða
<afla sér vísindaþjálfunar til þess
að koma til greina við styrkveit-
ingu.
Framhald á 11. síðu.
Mikil leit oð
týndum manni
KLUKKAN 17 á föstudag var
lýst eftir manni, sem hafði týnzt. '
Maðurinn, sem er sjúklingur á
Kleppsspitaiauum, var á leið £
kvikmyndaliús ásamt gæzlumanni
og nokkrum öðrum sjúklingum.
Þeir fóru með strætisvagni niður
í miðbæ, en á leiðinni missti
gæzlumaðurinn af einum sjúkl-
inganna, og mun hann hafa far
ið úr vagninum einhvers staðar
á Laugaveginum,
Slysavarnardeild Ingólfs hóf
leit að manninum strax í fyrra-
kvöld og leitaði alla aðfaranótt
laugardagsins bæði í Reykjavík
og fyrir utan borgina. Stóð leitin
til klukkan 8 að morgni í gær
en án árangurs.
Klukkustund síðar eða klukk-
an 9 var Reykjavíkurlögreglunni
tilkynnt, að einkennilegur mað-
ur væri á rangli fyrir utan hús
númer 91 við Réttarholtsveg.
Lögreglumenn fóru þegar á stað
inn, en þá var maðurinn farinn
og fékk lögreglan þær upplýsing
ar að maðurinn hefði stefnt nið-
ur í Fossvogsdal.
Lögreglan hóf þá leit í Foss-
Framhald á 11, síðu.
2 14. janúar 1968 — ALPÝÐUBLAÐIÐ
19092 og 18966
TIL LEIGU LIPRIR NÝIR
SENDIFERÐABÍLAR
án ökumanns. Heimasími 52286.
FACO
JANÚAR ÚTSALAN
HEFST N.K. MÁNUDAG 15. JAN.
Herraföt, afsl. frá kr. 1000—1500 — Herra-
buxur, mikill afsláttur — Drengjaföt —
Drengjabuxur, frakkar o.fl. o.fl. með miklurn
afslætti — Drengjaskyrtur, frá kr. 50.00.
EINNIG TERYLENE BIJTASALA
Á SÉRSTAKLEGA GÓÐU VERÐI
ALLIR ÞEKKJA ÚTSÖLURNAR I
FACO
LAUGAVEGI 37
VORBLOMSTRANDI
SKPv AUTRUNN AGREINAR:
Sýrenugreinar — Hvítblómstrandi
Möndlugreinar — Bleikblómstrandi
Forsythiugreinar — Gulblómstrandi
AFSKORIN BLÓM:
Rósir, Nellikur, Freezia, Gerbera,
Túlípanar, Páskaliljur, Hvítasunnu-
liljur, Iris, Hyasinthur, Amaryllis.
POTTAPLÖNTUR:
Fullt gróðurhús af fallegum grænum
og blómstrandi pottaplöntum.
VORIÐ ER KOMIO í ALASKA
Komið og takjð ofurlítið af vorinu
með heim.
GRÓÐRARSTÖÐINNI
v/MIKLATORG.
Símar: 22-8-22 og 1-97-75.
Áskriffasimi Alþýðublaðsins er 14900