Alþýðublaðið - 14.01.1968, Page 4
Bitstjóri: Benedikt Gröndal. Símar; 14900 14903. — Auglýsingasimi: 14906
— ASsetur: AlþýSuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik, — Prentsmiðja AlþýðU'
blaðsins. Sími 14905. — Ásjcriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið.
— Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
FRIÐARHORFUR?
ÓLJÓSAR fregnir úr ýmsum
áttum gefa þessa daga nýjar von
ir um frið í Vietnam. Bandaríska
stjórnin er að athuga tilboð frá
Hanoi um.að setjast að samninga
borði, ef loftárásum á Norður
Vietnam verði hætt. Sihanouk
prins, þjóðhöfðingi Kambodíu,
hefur breytt stefnu sinni og tek-
ið eina sambandið milli þessara
samband við Bandaríkin. Og í
Varsjá í Póllandi hafa sendi-
herrar Bandaríkjanna og Kína
haldið fund eftir margra mán-
aða hlé, en þar hefur lengi ver-
ið ema sambandið milli þessara
ríkja.
Enda þótt bandarísku stjórn-
inni sé rík nauðsyn að binda
endi á ófriðinn í Vietnam, ekki
sízt vegna forsetakosninganna,
sem magna kröfur almennings
um frið, fer hún sér í engu óðs
lega. Hún vill ekki lenda í sömu
sjálfheldu og í Kóreu á sínum
tíma, þegar „viðræður“ stóðu yf-
ir mánuðum saman án árangurs.
í Sovétríkjunum vottar nú í
blaðaskrifum fyrir nýjum skiln-
ingi á Vietnam-ófriðnum, skiln-
ingi, sem sovézkir tvaldhafar
hljóta að hafa haft frá upphafi.
Þeir sjá, að hverfi Bandaríkja-
menn skjótlega frá Vietnam,
mundu Kínverjar gera alla Suð-
austur Asíu að áhrifasvæði sínu
og stofna annars vegar Indlandi
en hins vegar Filippseyjum, Indó
nesíu og Ástralíu í hættu. Þetta
mundi ekki aðeins verða Kín-
verjum gífurleg áhrifaaukning á
venjulegan heimsveldishátt, held
ur mundu þeir vinna sigur í bar-
áttu sinni við Sovétríkin og
segja við kommúnista um allan
heim: Okkar aðferðir bera árang-
ur, Sovétríkin eru gengin kapi-
talistum á hönd. Og síðast en
ekki sízt mætti búast við, að Kín-
verjar sneru sér að Síberíu á
einn eða annán hátt, en þar þykj
ast þeir eiga tilkall til mikilla
landa.
Af öllu þessu er ekki hægt að
draga aðra ályktun en þá, að Sov
étríkin hafi ekki síður áhuga á
því en Bandaríkin og stuðnings-
lönd þeirra í Suðaustur Asíu að
hefta útþenslu kínverskra áhrifa.
Ættu Sovétríkin því ‘að beita sér
eftir megni til að koma á friðar-
samningum, sem hlytu að gera
ráð fyrir brottför bandarískra
herja frá Vietnam smám saman,
en mundu fyrst og fremst tryggja
eðlilegt valdajafnvægi á þessu
svæði.
1968 mundi teljast mikið gæfu-
ár, ef þá tækist að koma á friði
í Vietnam og nágrannalöndum
þess, þar sem skæruhemaður
einnig geysar. Á þessu svæði rík-
ir mikil fátækt og þyrfti að hefja
þar stórfellt og friðsamlegt upp-
byggingastarf til að tryggja fólk
inu frið og betra líf.
I
* ólf ár eru liðin síðan Hall-
dór Laxness hlaut nóbelsverð-
launin, en ellefu síðan seinni
bók Peter Hallbergs lun hann,
Skaldens hus, kom út. Hallberg
er eins konar opinber ævisögu-
höfundur og ritskýrandi Hall-
dórs Laxness, hefur aðgang að
handritum hans og nýtur marg-
víslegra persónulegra upplýs-
inga hans í starfi sínu; rit hans
um Laxness eru full af fróð-
leik um höfundinn og verk hans
sem ekki er aðgengilegur ann-
ars staðar; og ekki minna verð
þess vegna en sjálfra skoðana
Hallbergs. Hann hefur vitanlega
ekki lagt Laxness á1 hilluna að
loknu sínu stóra verki um hanil
fram að Gerplu og nóbelsverð-
laununum, en skrifar jafnharð-
an um nýjar bækur hans - t.
a. m. um leikrit Laxness f árs-
rit íslenzka félagsins í Uppsöl-
um, Scripta islandica 1965, og
fyrr á þessu ári ýtarlega ritgerð
um síðustu skáldsögur Laxness í
Nordisk tidskrift, 2, 1967. Nú
síðast b.rtir hann í Eddu, ,,nord-
isk tidskrift for litteraturfor-
skning,” sem Universitetsforlag-
et í Os ó gefur út, yfirlit til
bráðabirgða um síðasta skeiðið í
list Laxness, verk hans frá
Brekkukotsannál til Dúfnaveizl-
unnar (5, 1967), og nefnist rit-
gerðin l axness vid skiljovagen.
Vegamót þau sem rætt er um
LAXNESS Á VEGAMÓTUM
í greininni eru vitaskuld póli-
tísk sinnaskipti Laxness, andúð
hans á hvers konar hugmynda-
fræði á seinni árum, eftir reynslu
hans af kaþólsku fyrst, síðan
kommúnisma; til marks um þau
felldi hann niður úr heiti sínu
kiljans-nafnið sem hann tók við
sin fyrstu trúskipti! Skáldatími
lýsir berlega hinum pólitísku
sinnaskiptum skáldsins, en Hall-
berg vill einnig sjá líkingu með
Steinari bónda í Paradísarheimt
og höfundi hans og kveður Hall-
dór sjálfan hafa staðfest hana
i samtali við sig; Steinar bóndi
sem fyrst leitaði konungsnáðar,
síðan fyrirheitna landsins í Utah
bíður sameiginlegt skipbrot með
höfundl sínum sem tvisvar batzt
voldugri hugmyndafræði og fyrir-
heitum hennar; Steinar tjáir
uppgjöf og vonsvik Laxness
sjálfs, og þá fyrst og fremst
pólitísk vonbrigði hans. Hitt er
einkennilegt, ef Halldór Lax-
ness fellst á þessa útleggingu
Paradísarheimtar, hve eindregið
hann bannar mönnum simbóiska
útlegging leikrita sinna, en um
það tilfærir Hallberg staði úr
bréfum hans; sjálfur hefur hann
raunar fallið rækilega í þessa
synd í grein sinni um leikrit Lax
ness þar sem hann telur Prjóna-
stofuna Sólina táknmynd Alsír-
stríðsins. En leikritagerðina
leiðir óbeinlínis af breyttum al-
mennum viðhorfum höfundarins.
Við þau hverfur þjóðfélags-
ádeila úr verkum hans, en hefst
mannúðarstefna; þá gerist hann
leiður á skáldsögunni og skefja-
lausri huglægni hennar, snýr sér
að leikritun sem sé hlutlægara
kröfuharðara skáldskaparform.
En eigin athuganir Halldórs á
leikritum sínum, sem Hallberg
hefur eftir honum, upplýsa því
miður fátt um leikina þó þau
vitni um áhuga höfundar á form-
hlið þeirra eins og Hallberg
segir; hann vill sjálfsagt sjáifur
að leikrit sín teljist til „frarnúr-
verka.”
Og sannleikurinn er sá’ að leik-
rit Halldórs Laxness kalla béin-
. línis á táknlega túlkun eða út-
.legging eigi lesandi/áhorfandi
þeirra að hafa af þeim það gagn
. sem hann íétlast til; væru þau
öll skrlfuð með sömu yfirburoum
og fyrsti þáttur Dúfnaveizlunnar
reyndi miklu síður á þetta. En
lesanda Laxness þykir að vonum
hart ef skáldið ræðst að honum
með hörðum orðum fyrir að
reyna eftir beztu getu að not-
færa sér verk hans. Skáldsögur
hans þurfa hins vegar ekki
s'ikra skýringa við, þótt sjálf-
sagt megi koma þeim við þær.
Ef leiða má rök að því að Stein-
ar í Paradísarheimt sé „sjálfs-
mynd“ höfundar, er það fróð-
legra um Halldór Laxness sjálf-
an en verk hans, og eykur eng-
um manni not þess; eftlr sem
áður er leit Steinars að fyrir-
heitna landinu jafn-röklaus,
dularfull og áður.
Eflaust verður hin fróðlega
ritgerð Peter Hallbergs um vega-
skil Laxness brátt þýdd á ís-
lenzku, kjörið verk handa
hverju sem væri af bókmennta-
tímaritum okkar. Og hún minnir
enn á það hver skömm er að
bækur Hallbergs um Halldór
skuli ekki vera komnar út á ís-
lenzku, ómissandi rit öllum þeim
af alvöru leggja stund á r.káld-
skap hans.
EFTIR ÓLAF JÓNSSON
4 14. janúar 1968. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Alþingi kemur saman á þriðju
dag og munu tvö mál gnæfa
yfir öll önnur í fyrstu: FISK-
VERÐIÐ eða sá vandi að skipta
krónuhækkun fiskafurða milli
vinnslu, útgerðar og sjómanna. ,
Það hefur reynzt mjög erfift
vandamál og hefur mikið ver-
ið um það þingað síðustu vik-
ur... Hitt málið er lækkun
tolla.
— O —
Það er annars merkilegt, hvaff
Alþingi getur legið á sínum eig
in málum, ef undanskilin er
blessuð hurðin... Ekkert er tal
að um nýtt þingliús og þarf þó
langan aðdraganda fyrst til stað
arvals, síðan teikningar.., í
fyrra var samið frumvarp, er
allra flokka menn stóðu aff, um
nýja skipan útvarps- og sjón-
varpsumræðna og fleira varð-
andi þingsköp... Það hefur sof
iff værum svefni í tæplega ár.
— O —
Fyrir utan dagblöðin í Reykja
vík eru Akureyrarblöðin stærsti
blaðahópur á landinu, sem hafa
skrifstofur, starfsmenn og koma
reglulega út... Þau eru rótgró
in og gömul, 38 til 54 ára... Nú
eiga þau í miklum f járhagserfiff
leikum eins og blöff um allan
heim og sækja hart á ríkisstjórn
ina aff koma til hjálpar.
— O —
Það eru ekki allir að gefast
upp. þótf hart sé í ári... Síff-
asti Lögbirtingur segir frá ný-
stofnuðum fyrirtækjum: Bif-
reiðaverksfæffi G & G (Georg
Ragnarsson, Guðmundur M. Sig
urðsson), Gólfteppaiisttor (Jón
Þorberg Steindórsson), Ár-
múli 9 (húsbygginga- og lána-
starfsemi, Sigurffur Halldórs-
son og Tómas Kristjónssoný Aff
alfasteignas. Þorðvarður Elías-
son), Innheimtuþjónustan (Þor-
varður Halldórsson) og Tré-
smíffaverkstæðið Karmur sf. f
Grindavík (Ólafur H. Ólafsson.
Gísli H. Jónsson, Jakob E. Jóns
son), svo aff nefnt sé úr einu
eintaki blaffsins.
— O —
Þaff eru um 100 ár á íslandi,
sem lax effa silungur ganga í,
og ótal vötn með silungi,.,
Hvernig væri aff þjóðnýta ein-
hvern hluta af þessu og leigja
almenningi fyrir viðráffanlegf
verff til skamms tíma hvcrjum?
— O —
Herbert Jónsson hefur tekiff
við starfi yfirtollvarffar á Akur
eyri af Zophonías Árnasyni,
sem hætti vegna aldurs... Emil
Andersen tók við af Einari Sig
urðssyni sem fulltrúi verðlags-
stjóra, í